„Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 22:39 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. Vísir/hanna Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Framlög til öryrkja áttu samkvæmt fjárlagafrumvarpi að aukast um fjóra milljarða en meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vill lækka áætlaða hækkun til öryrkja um 1,1 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi til að bregðast við kólnandi hagkerfi. „Ég er steini lostin og mjög undrandi á þessu. Ég held að þetta hafi bara ekki gerst áður að svona breytingar komi fram á milli fyrstu og annarrar tillögu. Að öllu öðru áttum við von heldur en þessu,“ segir Þuríður í samtali við Vísi.Vonaði að framlög yrðu hækkuð Þvert á móti hafi hún borið þá von í brjósti að framlög til öryrkja myndu hækka til bæta upp það sem tekið hefur verið af þeim undanfarna áratugi og þá sérstaklega frá hruni. „Þessi hópur hefur ekki fengið neinar leiðréttingar öfugt við aðra hópa í landinu.“ Vildi afnema skerðingar í áföngum Spurð að því hvað þetta þýði fyrir öryrkja svarar Þuríður því til að með fjármununum hefðu öryrkjar viljað stíga skref í átt að því að fella niður krónu á móti krónu skerðingum. „Við sitjum enn þá uppi með þessar skelfilegu skerðingar sem eiginlega þekkist ekki á byggðu bóli.“ Þuríður segir hljóðið í sínu fólki ekki vera gott. „Ég held að fólk hafi verið alveg hissa,“ segir Þuríður sem bætir við að fólk í kringum hana hafi ekki getað komið upp einu orði. Það hafi reynt að ná utan um það sem það heyrði í fréttum. „Við erum orðlaus – þetta er með ólíkindum. Það kemur á óvart hvað kerfið er tilbúið í að stíga fast á þá sem minnst mega sín,“ segir Þuríður. Þuríður segir að hún hafi ekki fengið neinar skýringar og gefur ekki mikið fyrir tal um kólnun í hagkerfinu. „Við munum kalla eftir skýringu og ég vonast náttúrulega til þess að fjárlaganefnd taki sönsum og snúi nú af þessari braut. Þetta lítur ekki vel út fyrir þessa nefnd“ Þuríður segir að stjórnmálamenn hljóti að geta skorið annars staðar niður í stað þess að taka af öryrkjum. „Við getum lítið annað gert en að reyna að höfða til réttlætiskenndar og skynsemi stjórnmálamanna. Þetta er ekki til að auka tiltrú eða traust til stjórnmálamanna, allavega ekki hvað varðar þennan málaflokk,“ segir Þuríður.Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi í fjárlaganefnd, segir að tillögur meirihlutans séu óskiljanlegar.Ótrúleg tíðindi að mati fulltrúa fjárlaganefndar Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að tillögur meirihlutans séu óskiljanlegar á hátindi hagsveiflunnar. „Í þessum tillögum meirihluta fjárlaganefndar eru ótrúleg tíðindi. Hér er beinlínis verið að lækka fjárheimildir til öryrkja um einn heilan milljarð og það er ekki eins og þessi hópur hafi verið að fá mikið til að byrja með.“Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fann sig knúinn til að tjá sig um tillögur meirihluta fjárlaganefndar. Hann segir að þessar vendingar séu fáheyrðar.vísirÖryrkjar taki á sig byrgðar kólnandi hagkerfis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng og segir að öryrkjar og láglaunafólk, að því er virðist, eigi að taka á sig byrðar kólnandi hagkerfis. Hann segir að það sé fáheyrt að ríkisstjórn lækki boðuð framlög til viðkvæmra hópa á milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga.Fréttin hefur verið uppfærð. Fjárlög Tengdar fréttir Komið til móts við óskir SÁÁ um aukin framlög í fjárlagafrumvarpi Komið verður til móts við óskir SÁÁ um auknar fjárveitingar á næsta ári sem og heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni samkvæmt tillögum meirihlutans í fjárlaganefnd. 13. nóvember 2018 19:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Framlög til öryrkja áttu samkvæmt fjárlagafrumvarpi að aukast um fjóra milljarða en meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vill lækka áætlaða hækkun til öryrkja um 1,1 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi til að bregðast við kólnandi hagkerfi. „Ég er steini lostin og mjög undrandi á þessu. Ég held að þetta hafi bara ekki gerst áður að svona breytingar komi fram á milli fyrstu og annarrar tillögu. Að öllu öðru áttum við von heldur en þessu,“ segir Þuríður í samtali við Vísi.Vonaði að framlög yrðu hækkuð Þvert á móti hafi hún borið þá von í brjósti að framlög til öryrkja myndu hækka til bæta upp það sem tekið hefur verið af þeim undanfarna áratugi og þá sérstaklega frá hruni. „Þessi hópur hefur ekki fengið neinar leiðréttingar öfugt við aðra hópa í landinu.“ Vildi afnema skerðingar í áföngum Spurð að því hvað þetta þýði fyrir öryrkja svarar Þuríður því til að með fjármununum hefðu öryrkjar viljað stíga skref í átt að því að fella niður krónu á móti krónu skerðingum. „Við sitjum enn þá uppi með þessar skelfilegu skerðingar sem eiginlega þekkist ekki á byggðu bóli.“ Þuríður segir hljóðið í sínu fólki ekki vera gott. „Ég held að fólk hafi verið alveg hissa,“ segir Þuríður sem bætir við að fólk í kringum hana hafi ekki getað komið upp einu orði. Það hafi reynt að ná utan um það sem það heyrði í fréttum. „Við erum orðlaus – þetta er með ólíkindum. Það kemur á óvart hvað kerfið er tilbúið í að stíga fast á þá sem minnst mega sín,“ segir Þuríður. Þuríður segir að hún hafi ekki fengið neinar skýringar og gefur ekki mikið fyrir tal um kólnun í hagkerfinu. „Við munum kalla eftir skýringu og ég vonast náttúrulega til þess að fjárlaganefnd taki sönsum og snúi nú af þessari braut. Þetta lítur ekki vel út fyrir þessa nefnd“ Þuríður segir að stjórnmálamenn hljóti að geta skorið annars staðar niður í stað þess að taka af öryrkjum. „Við getum lítið annað gert en að reyna að höfða til réttlætiskenndar og skynsemi stjórnmálamanna. Þetta er ekki til að auka tiltrú eða traust til stjórnmálamanna, allavega ekki hvað varðar þennan málaflokk,“ segir Þuríður.Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi í fjárlaganefnd, segir að tillögur meirihlutans séu óskiljanlegar.Ótrúleg tíðindi að mati fulltrúa fjárlaganefndar Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að tillögur meirihlutans séu óskiljanlegar á hátindi hagsveiflunnar. „Í þessum tillögum meirihluta fjárlaganefndar eru ótrúleg tíðindi. Hér er beinlínis verið að lækka fjárheimildir til öryrkja um einn heilan milljarð og það er ekki eins og þessi hópur hafi verið að fá mikið til að byrja með.“Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fann sig knúinn til að tjá sig um tillögur meirihluta fjárlaganefndar. Hann segir að þessar vendingar séu fáheyrðar.vísirÖryrkjar taki á sig byrgðar kólnandi hagkerfis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng og segir að öryrkjar og láglaunafólk, að því er virðist, eigi að taka á sig byrðar kólnandi hagkerfis. Hann segir að það sé fáheyrt að ríkisstjórn lækki boðuð framlög til viðkvæmra hópa á milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjárlög Tengdar fréttir Komið til móts við óskir SÁÁ um aukin framlög í fjárlagafrumvarpi Komið verður til móts við óskir SÁÁ um auknar fjárveitingar á næsta ári sem og heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni samkvæmt tillögum meirihlutans í fjárlaganefnd. 13. nóvember 2018 19:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Komið til móts við óskir SÁÁ um aukin framlög í fjárlagafrumvarpi Komið verður til móts við óskir SÁÁ um auknar fjárveitingar á næsta ári sem og heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni samkvæmt tillögum meirihlutans í fjárlaganefnd. 13. nóvember 2018 19:04