Á vef Veðurstofunnar segir að búast megi við hríðarverði um landið norðvestanvert og síðar á norðausturlandi. Draga fer úr vindi og ofankomu norðvestantil upp úr hádegi en norðaustantil í kvöld. Versnandi veður verður aftur í fyrramálið með norðvestan hvassviðri eða stormi og snjókomu norðan- og vestanlands, fyrst á Vestfjörðum. Á þessum slóðum má því búast við mjög lélegu skyggni á köflum og er fólki ráðlagt að sýna aðgát og fylgjast vel með spám og færð.
Þá hefur Súgandafjarðarvegi verið lokað á milli bygðarinnar á Suðureyri og vegamótanna í jarðgöngunum en snjóflóð féll á veginn í morgun.
Þá er leiðin milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokuð vegna snjóflóðahættu.