Framkvæmdastjóri Ikea sló í gegn á fundi bænda: Sagðist vera að moka út lambakjöti Birgir Olgeirsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. janúar 2018 20:50 Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA sló í gegn í sínu erindi en fyrirtækið er að moka út lambakjöti í sína gesti. Vísir/Ernir Um þrjú hundruð of fimmtíu sauðfjárbændur mættu í íþróttahúsið á Hellu í dag þar sem tilgangurinn var að blása bændum bjartsýni í brjóst um markaðssetningu á lambakjöti. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Ikea að fyrirtækið ætlar að selja 180 þúsund skammta af lambakjöti á nýju ári, eða 500 skammta á dag. Lambakjöt er verðmæt vara var yfirskrift fundarins á Hellu sem var haldin af IKEA, Kjötkompaníinu, Markaðsráði kindakjöts, Bændablaðinu og sauðfjárbændum á Suðurlandi. Ásmundur Friðriksson alþingismaður var einn af þeim sem boðaði til fundarins. „Það verður að auka tekjur bænda. Ég bara trúi því ekki þegar ég spyr bónda með ellefu hundruð fjár, að hann getur varla lifað á búskapnum,“ sagði Ásmundur. Formaður sauðfjárbænda segir nauðsynlegt að bændur spýti nú í lófana varðandi markaðssetningu á íslenska lambakjötinu. „Þessi krísa sem við erum í núna hún kannski leiðir til þess að við verðum að taka enn fastara á og skoða allt ofan í kjölinn og þessi fundur er bara frábært innlegg í það,“ sagði Oddný Steina Valsdóttir, formaður sauðfjárbænda. Oddný Steina segir að það þurfi að vera meiri kraftur í afurðastöðvum bænda. „En við þurfum að einfalda þar ýmislegt og mér finnst að það þurfi kannski ferskari hugsun þar inn og meiri kraft, ég ætla ekkert að neita því.“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA sló í gegn í sínu erindi en fyrirtækið er að moka út lambakjöti í sína gesti. „Við erum að fara meira yfir í þjóðlegan mat og þar er lambakjötið sterkt og það er greinilega vöntun á því á markaðnum hjá okkur og við ætlum að vinna meira í því,“ sagði Þórarinn. „Ég seldi til dæmis 70 þúsund kótilettur í september og ég ætla mér að þrefalda það á næstu tveimur til þremur árum.“ Í fundarlok var öllum viðstöddum boðið í mat með léttum veitingum þar sem lambahamborgari var á boðstólum. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Um þrjú hundruð of fimmtíu sauðfjárbændur mættu í íþróttahúsið á Hellu í dag þar sem tilgangurinn var að blása bændum bjartsýni í brjóst um markaðssetningu á lambakjöti. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Ikea að fyrirtækið ætlar að selja 180 þúsund skammta af lambakjöti á nýju ári, eða 500 skammta á dag. Lambakjöt er verðmæt vara var yfirskrift fundarins á Hellu sem var haldin af IKEA, Kjötkompaníinu, Markaðsráði kindakjöts, Bændablaðinu og sauðfjárbændum á Suðurlandi. Ásmundur Friðriksson alþingismaður var einn af þeim sem boðaði til fundarins. „Það verður að auka tekjur bænda. Ég bara trúi því ekki þegar ég spyr bónda með ellefu hundruð fjár, að hann getur varla lifað á búskapnum,“ sagði Ásmundur. Formaður sauðfjárbænda segir nauðsynlegt að bændur spýti nú í lófana varðandi markaðssetningu á íslenska lambakjötinu. „Þessi krísa sem við erum í núna hún kannski leiðir til þess að við verðum að taka enn fastara á og skoða allt ofan í kjölinn og þessi fundur er bara frábært innlegg í það,“ sagði Oddný Steina Valsdóttir, formaður sauðfjárbænda. Oddný Steina segir að það þurfi að vera meiri kraftur í afurðastöðvum bænda. „En við þurfum að einfalda þar ýmislegt og mér finnst að það þurfi kannski ferskari hugsun þar inn og meiri kraft, ég ætla ekkert að neita því.“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA sló í gegn í sínu erindi en fyrirtækið er að moka út lambakjöti í sína gesti. „Við erum að fara meira yfir í þjóðlegan mat og þar er lambakjötið sterkt og það er greinilega vöntun á því á markaðnum hjá okkur og við ætlum að vinna meira í því,“ sagði Þórarinn. „Ég seldi til dæmis 70 þúsund kótilettur í september og ég ætla mér að þrefalda það á næstu tveimur til þremur árum.“ Í fundarlok var öllum viðstöddum boðið í mat með léttum veitingum þar sem lambahamborgari var á boðstólum.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira