Upplýsingagjöf til almennings um lífeyrismál verður stóraukin hjá Landssamtökum lífeyrissjóða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2018 19:00 Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóðanna fer á morgun yfir það hvernig hægt er að kynna ávöxtunartölur sjóðanna á einfaldan hátt. Ekki tekst þó að birta upplýsingarnar á þessu ári eins og vonast hafði verið til, að sögn framkvæmdastjóra samtakanna. Lífeyrisgreiðendur skorti þekkingu á kerfinu. Allt að sexfaldur munur getur verið á ávöxtun skyldulífeyrissjóða samkvæmt útreikningum þeirra Gylfa Magnússonar lektors og Hallgríms Óskarssonar sérfræðings í lífeyrismálum. Hallgrímur segir að ávöxtun sjóðanna hafi mestu áhrifin á útgreiðslur úr þeim. „Auðvitað eru margir aðrir þættir sem væri hægt að skoða, en stærsti einstaki þátturinn er ávöxtun lífeyrissjóðs,“ segir Hallgrímur. Ekki hefur verið hægt að nálgast samanburð á samtryggingarsjóðum á einfaldan hátt fyrr en nú þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið hafi verið við lýði hér á landi frá árinu 1974. Í sumar fengust þær upplýsingar frá Landssamtökum lífeyrissjóða að slíkur samanburður yrði aðgengilegur á heimasíðu samtakanna á þessu ári. Framkvæmdastjórinn segir að það takist ekki á þessu ári en fljótlega. „Þetta er málefni sem verður kynnt á stjórnarfundi á morgun þ.e. hvernig framsetningu á gögnunum verður best háttað. Það er búið að ákveða að birta þessar upplýsingar þannig að það er bara tímaspursmál hvenær þetta verður aðgengilegt hjá okkur,“ segir Þórey. Hún segir að það vanti gríðarlega upp á þekkingu fólks á lífeyrissjóðskerfinu og Samtökin hafi ákveðið að hefja fræðsluátak um allt land á næsta ári. Aðspurð um hvort fólk muni krefjast í auknum mæli að skipta um skyldulífeyrissjóð ef hann sýni ekki góðan árangur segir Þórey það ekki ólíklegt, lífeyriskerfið sé í þróun. „Það hvernig þú velur lífeyrissjóð og þess háttar er eitthvað sem þarf að þróast,“ segir Þórey. Undir það tekur Hallgrímur Óskarsson. „Ég held að það sem eitthvað sem eigi að koma og eigi að ákveða sem fyrst. Það er hagur almennings að geta valið um sjóð og geta dreift til tveggja eða þriggja sjóða,“ segir Hallgrímur. Lífeyrissjóðir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóðanna fer á morgun yfir það hvernig hægt er að kynna ávöxtunartölur sjóðanna á einfaldan hátt. Ekki tekst þó að birta upplýsingarnar á þessu ári eins og vonast hafði verið til, að sögn framkvæmdastjóra samtakanna. Lífeyrisgreiðendur skorti þekkingu á kerfinu. Allt að sexfaldur munur getur verið á ávöxtun skyldulífeyrissjóða samkvæmt útreikningum þeirra Gylfa Magnússonar lektors og Hallgríms Óskarssonar sérfræðings í lífeyrismálum. Hallgrímur segir að ávöxtun sjóðanna hafi mestu áhrifin á útgreiðslur úr þeim. „Auðvitað eru margir aðrir þættir sem væri hægt að skoða, en stærsti einstaki þátturinn er ávöxtun lífeyrissjóðs,“ segir Hallgrímur. Ekki hefur verið hægt að nálgast samanburð á samtryggingarsjóðum á einfaldan hátt fyrr en nú þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið hafi verið við lýði hér á landi frá árinu 1974. Í sumar fengust þær upplýsingar frá Landssamtökum lífeyrissjóða að slíkur samanburður yrði aðgengilegur á heimasíðu samtakanna á þessu ári. Framkvæmdastjórinn segir að það takist ekki á þessu ári en fljótlega. „Þetta er málefni sem verður kynnt á stjórnarfundi á morgun þ.e. hvernig framsetningu á gögnunum verður best háttað. Það er búið að ákveða að birta þessar upplýsingar þannig að það er bara tímaspursmál hvenær þetta verður aðgengilegt hjá okkur,“ segir Þórey. Hún segir að það vanti gríðarlega upp á þekkingu fólks á lífeyrissjóðskerfinu og Samtökin hafi ákveðið að hefja fræðsluátak um allt land á næsta ári. Aðspurð um hvort fólk muni krefjast í auknum mæli að skipta um skyldulífeyrissjóð ef hann sýni ekki góðan árangur segir Þórey það ekki ólíklegt, lífeyriskerfið sé í þróun. „Það hvernig þú velur lífeyrissjóð og þess háttar er eitthvað sem þarf að þróast,“ segir Þórey. Undir það tekur Hallgrímur Óskarsson. „Ég held að það sem eitthvað sem eigi að koma og eigi að ákveða sem fyrst. Það er hagur almennings að geta valið um sjóð og geta dreift til tveggja eða þriggja sjóða,“ segir Hallgrímur.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira