Börn senda nektarmyndir á lokaða hópa á Snapchat Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. desember 2018 19:15 Undanfarið hefur kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið á borð til sín nokkur mál þar sem krakkar undir lögaldri hópa sig saman í hópa á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem þau eru í leik sem snýst um að mana hvert annað í að senda myndir. Vísir/Getty Dæmi eru um að börn allt niður í tólf ára taki þátt í leik þar sem þau eru mönuð til að senda af sér nektarmyndir á lokaða hópa á samskiptaforritinu Snapchat. Lögreglan hefur fengið nokkrar tilkynningar um málið og segir lögreglufulltrúi málin sérstaklega flókin vegna ungs aldurs gerenda og þolenda og víðtækrar dreifingar myndanna. Undanfarið hefur kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið á borð til sín nokkur mál þar sem krakkar undir lögaldri hópa sig saman í hópa á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem þau eru í leik sem snýst um að mana hvert annað í að senda myndir.Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi í kynferðisafbrotadeild.„Sem leiðir stundum til þess að ákveðnir einstaklingar þekki ekki mörkin fari yfir strikið og eru jafnvel beðin um að senda af sér nektarmynd og senda á grúppuna,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi. Hann segir dæmi um að börn allt niður í tólf ára taki þátt í leiknum. Ævar segist hafa áhyggjur af þessum málum. Þau séu alvarleg enda fari myndirnar í ansi víðtæka dreifingu. „Því miður, um leið og dreifingin á sér stað þá hefur brotið átt sér stað og það getur verið erfitt að stoppa dreifingu á þessu.“ Hann segir að málin séu tilkynnt til lögreglu í gegn um barnaverndaryfirvöld, skólayfirvöld og foreldra. Hann hvetur skólayfirvöld til að vera betur vakandi fyrir þessu. Best sé að grípa inn í sem fyrst. „Og ég hvet foreldra til að fylgjast með notkun barna sinna á snjalltækjum og sérstaklega á þessum miðlum eins og Snapchat og Instagram.“ Ævar segir umrædd vera mál flókin, ekki síst vegna ungs aldurs bæði þolenda og gerenda. „Við rannsökum málið eins og öll önnur mál en málið fer ekki lengri ef viðkomandi er ósakhæfur sökum aldurs. Og þessi mikla dreifing það er það sem einna helst flækir málið heldur,“ segir Ævar Pálmi. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Dæmi eru um að börn allt niður í tólf ára taki þátt í leik þar sem þau eru mönuð til að senda af sér nektarmyndir á lokaða hópa á samskiptaforritinu Snapchat. Lögreglan hefur fengið nokkrar tilkynningar um málið og segir lögreglufulltrúi málin sérstaklega flókin vegna ungs aldurs gerenda og þolenda og víðtækrar dreifingar myndanna. Undanfarið hefur kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið á borð til sín nokkur mál þar sem krakkar undir lögaldri hópa sig saman í hópa á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem þau eru í leik sem snýst um að mana hvert annað í að senda myndir.Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi í kynferðisafbrotadeild.„Sem leiðir stundum til þess að ákveðnir einstaklingar þekki ekki mörkin fari yfir strikið og eru jafnvel beðin um að senda af sér nektarmynd og senda á grúppuna,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi. Hann segir dæmi um að börn allt niður í tólf ára taki þátt í leiknum. Ævar segist hafa áhyggjur af þessum málum. Þau séu alvarleg enda fari myndirnar í ansi víðtæka dreifingu. „Því miður, um leið og dreifingin á sér stað þá hefur brotið átt sér stað og það getur verið erfitt að stoppa dreifingu á þessu.“ Hann segir að málin séu tilkynnt til lögreglu í gegn um barnaverndaryfirvöld, skólayfirvöld og foreldra. Hann hvetur skólayfirvöld til að vera betur vakandi fyrir þessu. Best sé að grípa inn í sem fyrst. „Og ég hvet foreldra til að fylgjast með notkun barna sinna á snjalltækjum og sérstaklega á þessum miðlum eins og Snapchat og Instagram.“ Ævar segir umrædd vera mál flókin, ekki síst vegna ungs aldurs bæði þolenda og gerenda. „Við rannsökum málið eins og öll önnur mál en málið fer ekki lengri ef viðkomandi er ósakhæfur sökum aldurs. Og þessi mikla dreifing það er það sem einna helst flækir málið heldur,“ segir Ævar Pálmi.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira