Undanfarið hefur kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið á borð til sín nokkur mál þar sem krakkar undir lögaldri hópa sig saman í hópa á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem þau eru í leik sem snýst um að mana hvert annað í að senda myndir.

Hann segir dæmi um að börn allt niður í tólf ára taki þátt í leiknum.
Ævar segist hafa áhyggjur af þessum málum. Þau séu alvarleg enda fari myndirnar í ansi víðtæka dreifingu. „Því miður, um leið og dreifingin á sér stað þá hefur brotið átt sér stað og það getur verið erfitt að stoppa dreifingu á þessu.“
Hann segir að málin séu tilkynnt til lögreglu í gegn um barnaverndaryfirvöld, skólayfirvöld og foreldra. Hann hvetur skólayfirvöld til að vera betur vakandi fyrir þessu. Best sé að grípa inn í sem fyrst.
„Og ég hvet foreldra til að fylgjast með notkun barna sinna á snjalltækjum og sérstaklega á þessum miðlum eins og Snapchat og Instagram.“
Ævar segir umrædd vera mál flókin, ekki síst vegna ungs aldurs bæði þolenda og gerenda. „Við rannsökum málið eins og öll önnur mál en málið fer ekki lengri ef viðkomandi er ósakhæfur sökum aldurs. Og þessi mikla dreifing það er það sem einna helst flækir málið heldur,“ segir Ævar Pálmi.