Ævaforn skáli gæti breytt hugsun okkar um landnám Sveinn Arnarsson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Frá Stöð við Stöðvarfjörð þar sem Bjarni Einarsson og fleiri standa í meiriháttar fornleifauppgreftri. Fornleifauppgröftur á Stöð í Stöðvarfirði á Austurlandi gæti breytt hugmyndum okkar um landnám á Íslandi, eðli þess og ástæður. Unnið hefur verið að rannsóknum á mannabústöðum á svæðinu undanfarið og verður framhaldið næsta sumar. „Það kom í ljós á síðustu dögum uppgraftrarins að þessir tveir skálar sem við erum að rannsaka á Stöð í Stöðvarfirði, sá eldri og sá yngri, eru miklu stærri en við höfðum gert okkur grein fyrir og eru með þeim stærstu á skandinavískan mælikvarða,“ segir Bjarni Einarsson fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftrinum á Stöð. „Þann yngri túlka ég sem hið eigin lega landnámsbýli með búskap, stendur ofan í eldri skálanum sem ég áður túlkaði sem útstöð. Það kom á óvart hversu gríðarlega stór hann er,“ segir Bjarni. „Hann er að minnsta kosti fjörutíu metra langur. Útstöðvar eru vel þekkt fyrirbæri í norrænum menningarheimi en stöð sem þessi var rekin af höfðingja, stórbónda eða kóngi og hafði það hlutverk að framleiða vörur til sölu heima fyrir.“Sjá einnig: Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810?Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur.Vísir/friðrik„Við þekkjum þetta fyrirbæri sem verstöð þar sem fólk vinnur auðlindir fjarri heimabæ. Á Austurlandi hefur fiskur og fugl verið veiddur, lýsi unnið úr hval, selir veiddir og spik, kjöt og húðir unnar. Jafnframt hefur verið möguleiki á að vinna járn á svæðinu úr mýrarrauða,“ bætir Bjarni við. Báðir skálarnir á Stöð í Stöðvarfirði eru ævafornir. C-14 greiningar gefa til kynna að búseta kynni að hafa hafist rétt eftir 800 og verið fram yfir landnám. „Samkvæmt gjóskulögum eru þeir eldri en frá 871. Það er vísbending enn sem komið er en landnámslagið fræga er ekki í veggjum skálanna. Hins vegar finnst það yfir mannvirkinu í smiðjunni í eldri skálanum sem gefur ákveðnar vísbendingar.“ Þessi hugmynd um að hér hafi verið útstöð konungs, höfðingja eða stórbónda, gæti breytt hugmyndum okkar um af hverju menn hafi sest að hér á landi. „Útstöðvarkenningin byggir á því að fólk hafi komið hingað til lands til að vinna auðlindir hér við land og farið af landi brott aftur á haustin. Þannig taka einstaklingar ekki bara vörur til sinna heimahaga heldur líka upplýsingar um þetta nýja land,“ segir Bjarni. „Á grundvelli þeirra upplýsinga gæti því það fólk tekið meðvitaða ákvörðun um að setjast að á Íslandi. Fólksflutningakenningar byggja á því að á einhverjum tímapunkti verður þráin eftir nýjum stað meiri en viljinn til að vera um kyrrt.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Líklega elstu merki um landnám á Íslandi Fornleifarannsóknir á Stöð í Stöðvarfirði halda áfram í sumar. Þær hafa leitt í ljós að skálar voru reistir þar á níundu öld. Talið er að skálarnir hafi verið útstöð frá Skandinavíu. 7. júní 2017 07:00 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Fornleifauppgröftur á Stöð í Stöðvarfirði á Austurlandi gæti breytt hugmyndum okkar um landnám á Íslandi, eðli þess og ástæður. Unnið hefur verið að rannsóknum á mannabústöðum á svæðinu undanfarið og verður framhaldið næsta sumar. „Það kom í ljós á síðustu dögum uppgraftrarins að þessir tveir skálar sem við erum að rannsaka á Stöð í Stöðvarfirði, sá eldri og sá yngri, eru miklu stærri en við höfðum gert okkur grein fyrir og eru með þeim stærstu á skandinavískan mælikvarða,“ segir Bjarni Einarsson fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftrinum á Stöð. „Þann yngri túlka ég sem hið eigin lega landnámsbýli með búskap, stendur ofan í eldri skálanum sem ég áður túlkaði sem útstöð. Það kom á óvart hversu gríðarlega stór hann er,“ segir Bjarni. „Hann er að minnsta kosti fjörutíu metra langur. Útstöðvar eru vel þekkt fyrirbæri í norrænum menningarheimi en stöð sem þessi var rekin af höfðingja, stórbónda eða kóngi og hafði það hlutverk að framleiða vörur til sölu heima fyrir.“Sjá einnig: Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810?Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur.Vísir/friðrik„Við þekkjum þetta fyrirbæri sem verstöð þar sem fólk vinnur auðlindir fjarri heimabæ. Á Austurlandi hefur fiskur og fugl verið veiddur, lýsi unnið úr hval, selir veiddir og spik, kjöt og húðir unnar. Jafnframt hefur verið möguleiki á að vinna járn á svæðinu úr mýrarrauða,“ bætir Bjarni við. Báðir skálarnir á Stöð í Stöðvarfirði eru ævafornir. C-14 greiningar gefa til kynna að búseta kynni að hafa hafist rétt eftir 800 og verið fram yfir landnám. „Samkvæmt gjóskulögum eru þeir eldri en frá 871. Það er vísbending enn sem komið er en landnámslagið fræga er ekki í veggjum skálanna. Hins vegar finnst það yfir mannvirkinu í smiðjunni í eldri skálanum sem gefur ákveðnar vísbendingar.“ Þessi hugmynd um að hér hafi verið útstöð konungs, höfðingja eða stórbónda, gæti breytt hugmyndum okkar um af hverju menn hafi sest að hér á landi. „Útstöðvarkenningin byggir á því að fólk hafi komið hingað til lands til að vinna auðlindir hér við land og farið af landi brott aftur á haustin. Þannig taka einstaklingar ekki bara vörur til sinna heimahaga heldur líka upplýsingar um þetta nýja land,“ segir Bjarni. „Á grundvelli þeirra upplýsinga gæti því það fólk tekið meðvitaða ákvörðun um að setjast að á Íslandi. Fólksflutningakenningar byggja á því að á einhverjum tímapunkti verður þráin eftir nýjum stað meiri en viljinn til að vera um kyrrt.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Líklega elstu merki um landnám á Íslandi Fornleifarannsóknir á Stöð í Stöðvarfirði halda áfram í sumar. Þær hafa leitt í ljós að skálar voru reistir þar á níundu öld. Talið er að skálarnir hafi verið útstöð frá Skandinavíu. 7. júní 2017 07:00 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15
Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30
Líklega elstu merki um landnám á Íslandi Fornleifarannsóknir á Stöð í Stöðvarfirði halda áfram í sumar. Þær hafa leitt í ljós að skálar voru reistir þar á níundu öld. Talið er að skálarnir hafi verið útstöð frá Skandinavíu. 7. júní 2017 07:00
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent