Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2018 20:05 Samkynhneigt par frá Ítalíu var fyrst til að keyra endurgjaldslaust í gegnum Hvalfjarðargöngin eftir að gjaldheimtu var hætt þar í dag. Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. Umferð var hleypt um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998 og voru þau mikil samgöngubót og spara vegfarendur að fara tæplega 50 kílómetra um Hvalfjörð. Spölur var stofnaður utan um framkvæmdina og rekstur ganganna og hafa veggjöld staðið undir afborgunum lána vegna þeirra. Síðustu gjöldin voru innheimt í dag. Með þeim síðustu til að greiða veggjaldið voru hressar stelpur á norðurleið.Sérðu ekkert eftir þessum þúsundkalli, því það verður frítt í göngin eftir klukkan korter yfir eitt? „Jú mjög mikið. En djammið kallar á Norðurlandi.”Þannig að þú verður bara að drífa þig? „Já ég verð að drífa mig.”En þú verður fegin að borga ekki til baka? „Já reyndar. Það er mjög satt,” sagði unga konan við stýrið og var svo rokin af stað norður. Og nú þegar tuttugu ár eru liðin frá því Hvalfjarðargöng voru tekin í gagnið verður loksins gjaldfrítt að fara í gegnum þau. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var sá síðast sem greiddi fyrir farið.Er þá ekki kominn tími á önnur göng? „Það styttist í önnur göng já. Það er ekki búið að ákveða það nákvæmlega en menn eru byrjaðir að undirbúa sig,” sagði Sigurður Ingi. Eftir þetta slökkti samgönguráðherra á innheimtukerfinu og stillti öll umferðarljós í gegnum innheimtuhliðin á grænt. „Það er gert. Göngin eru opnuð,” sagði samgönguráðherra þegar hann snéri þar til gerðum takka og tók við hamingjuóskum frá fulltrúum Spalar. En ráðherra færði einnig farþegum fyrsta bílsins sem ekki þurftu að greiða veggjaldið blómvönd í tilefni dagsins en það reyndust vera ungir menn, samkynhneigt par frá Ítalíu. En strákarnir voru að halda upp á afmæli annars þeirra með Íslandsferðinni. „Velkomnir til Íslands. Ég vona að þið eigið frábæra heimsókn til landsins og hér eru blóm í veganesti,” sagði Sigurður Ingi kampakátur. Luca sem ók bílnum þakkaði fyrir sig en skildi ekki strax hvað var um að vera. „Nei, eiginlega ekki. Mér skilst bara að ég sé fyrstur til einhvers,” sagði Luca og þakkaði fyrir sig. En tilefnið var síðan skýrt út fyrir honum og kærasta hans og voru þeir hinir ánægðustu. Um 36 milljónir bíla hafa staðið undir kostnaði við göngin og ráðherra segir önnur Hvalfjarðargöng á teikniborðinu. „Þetta er náttúrlega miklu, miklu meira en menn gerðu sér grein fyrir þegar þeir fóru af stað upphaflega. Þess vegna hefur gengið vel að greiða þetta niður. Umferðin hefur skilað sér þannig. En á sama hátt voru menn heldur ekki með það í huga að það þyrfti að tvöfalda þau akkúrat á sama tíma kannski eða mjög fljótlega upp úr því,” sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Hvalfjarðargöng Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Samkynhneigt par frá Ítalíu var fyrst til að keyra endurgjaldslaust í gegnum Hvalfjarðargöngin eftir að gjaldheimtu var hætt þar í dag. Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. Umferð var hleypt um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998 og voru þau mikil samgöngubót og spara vegfarendur að fara tæplega 50 kílómetra um Hvalfjörð. Spölur var stofnaður utan um framkvæmdina og rekstur ganganna og hafa veggjöld staðið undir afborgunum lána vegna þeirra. Síðustu gjöldin voru innheimt í dag. Með þeim síðustu til að greiða veggjaldið voru hressar stelpur á norðurleið.Sérðu ekkert eftir þessum þúsundkalli, því það verður frítt í göngin eftir klukkan korter yfir eitt? „Jú mjög mikið. En djammið kallar á Norðurlandi.”Þannig að þú verður bara að drífa þig? „Já ég verð að drífa mig.”En þú verður fegin að borga ekki til baka? „Já reyndar. Það er mjög satt,” sagði unga konan við stýrið og var svo rokin af stað norður. Og nú þegar tuttugu ár eru liðin frá því Hvalfjarðargöng voru tekin í gagnið verður loksins gjaldfrítt að fara í gegnum þau. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var sá síðast sem greiddi fyrir farið.Er þá ekki kominn tími á önnur göng? „Það styttist í önnur göng já. Það er ekki búið að ákveða það nákvæmlega en menn eru byrjaðir að undirbúa sig,” sagði Sigurður Ingi. Eftir þetta slökkti samgönguráðherra á innheimtukerfinu og stillti öll umferðarljós í gegnum innheimtuhliðin á grænt. „Það er gert. Göngin eru opnuð,” sagði samgönguráðherra þegar hann snéri þar til gerðum takka og tók við hamingjuóskum frá fulltrúum Spalar. En ráðherra færði einnig farþegum fyrsta bílsins sem ekki þurftu að greiða veggjaldið blómvönd í tilefni dagsins en það reyndust vera ungir menn, samkynhneigt par frá Ítalíu. En strákarnir voru að halda upp á afmæli annars þeirra með Íslandsferðinni. „Velkomnir til Íslands. Ég vona að þið eigið frábæra heimsókn til landsins og hér eru blóm í veganesti,” sagði Sigurður Ingi kampakátur. Luca sem ók bílnum þakkaði fyrir sig en skildi ekki strax hvað var um að vera. „Nei, eiginlega ekki. Mér skilst bara að ég sé fyrstur til einhvers,” sagði Luca og þakkaði fyrir sig. En tilefnið var síðan skýrt út fyrir honum og kærasta hans og voru þeir hinir ánægðustu. Um 36 milljónir bíla hafa staðið undir kostnaði við göngin og ráðherra segir önnur Hvalfjarðargöng á teikniborðinu. „Þetta er náttúrlega miklu, miklu meira en menn gerðu sér grein fyrir þegar þeir fóru af stað upphaflega. Þess vegna hefur gengið vel að greiða þetta niður. Umferðin hefur skilað sér þannig. En á sama hátt voru menn heldur ekki með það í huga að það þyrfti að tvöfalda þau akkúrat á sama tíma kannski eða mjög fljótlega upp úr því,” sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Hvalfjarðargöng Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira