Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2018 12:55 Teikning úr réttarsal í Kaupmannahöfn þar sem ljósmyndarar eru bannaðir. Peter Madsen er til vinstri á teikningunni. Vísir/EPA „Það sem ég ætla að segja ykkur í dag er hrottaleg saga sem ég vildi ekki segja nokkrum,“ sagði Peter Madsen í réttarsal í dag. Hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbátnum Nautilus ágúst í fyrra.Sjá beina lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Réttarhöld hófust yfir honum í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Hann var leiddur í vitnastúku í dómsalnum fyrir skömmu þangað sem hann gekk yfirvegaður og tilkynnti að hann neiti enn sök. „Ég vildi ekki leggja það á veröldina að upplýsa um hinn hræðilega dauðdaga Kim Wall. Sérstaklega vildi ég ekki deila því með fjölskyldu hennar,“ sagði Madsen í réttarsalnum þegar hann var spurður hvers vegna hann hefur logið ítrekað um dánarorsök Kim Wall. Neitar að hafa myrt hana Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði og þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Kim hafði ætlað að gera nærmynd um Madsen og uppfinningar hans. Hann hafði smíðað fjörutíu tonna kafbát, en hann hafði hópfjármagnað þá framkvæmd árið 2008. Kim hafði mælt sér mót við Madsen og höfðu þau ráðgert að sigla saman í kafbátnum Nautilus 10. ágúst síðastliðinn en úr þeirri ferð sneri Wall aldrei. Sagðist vera í sambandi við anda Kim Við réttarhöldin kom fram að Madsen skrifaði vinkonu Kim Wall bréf í september síðastliðnum. Í bréfinu sagðist Madsen finna fyrir anda Kims og að hún væri ekki reið. „Hún sagði mér að þetta örlagaríka kvöld hefði verið það besta sem hún hefði gert,“ sagði Madsen í bréfinu. Hann sagðist hafa viljað hugga vinkonu Kim með þessu bréfi. Sagði hann vinkonu Kim hafa gefið sig út fyrir að vera miðil og að hún væri í sambandi við anda Kim Wall. Hann sagðist hafa þannig viljað lina þjáningar vinkonu Kim með bréfinu. „Ég er nokkuð viss um að hún átti mjög yndislega nótt áður en slysið varð,“ sagði Madsen. Hló að spurningu um sæði Madsen var spurður hvers vegna sæði fannst í nærbuxum sem hann var í þetta örlagaríka kvöld. Madsen hló og sagði að það væri ekki fréttnæmt að finna sæði í nærbuxum í eigu jafn fjöllynds manns og hans. Hann taldi líklegt að rekja megi það til „erótískrar google-leitar“ þann 10. ágúst, daginn sem Madsen og Wall héldu af stað um borð í kafbátnum Nautilus. Við réttarhöldin sagðist Madsen hafa farið yfir 250 ferðir með konum í kafbátnum. Hann skrifaði vinkonu sinni bréf úr fangelsinu þar sem hann hafði sagðist hafa skotið 100 rakettum upp með öðru fólki, drukkið áfengi yfir 1.200 sinnum og legið með mörgum Pernillum og Beatrice-um. Hann sagði það til marks um hve fjöllyndur hann hefði verið. Einn daginn hafi það hins vegar farið úrskeiðis og vísaði hann þar í kvöldið með Kim Wall. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35 Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
„Það sem ég ætla að segja ykkur í dag er hrottaleg saga sem ég vildi ekki segja nokkrum,“ sagði Peter Madsen í réttarsal í dag. Hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbátnum Nautilus ágúst í fyrra.Sjá beina lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Réttarhöld hófust yfir honum í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Hann var leiddur í vitnastúku í dómsalnum fyrir skömmu þangað sem hann gekk yfirvegaður og tilkynnti að hann neiti enn sök. „Ég vildi ekki leggja það á veröldina að upplýsa um hinn hræðilega dauðdaga Kim Wall. Sérstaklega vildi ég ekki deila því með fjölskyldu hennar,“ sagði Madsen í réttarsalnum þegar hann var spurður hvers vegna hann hefur logið ítrekað um dánarorsök Kim Wall. Neitar að hafa myrt hana Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði og þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Kim hafði ætlað að gera nærmynd um Madsen og uppfinningar hans. Hann hafði smíðað fjörutíu tonna kafbát, en hann hafði hópfjármagnað þá framkvæmd árið 2008. Kim hafði mælt sér mót við Madsen og höfðu þau ráðgert að sigla saman í kafbátnum Nautilus 10. ágúst síðastliðinn en úr þeirri ferð sneri Wall aldrei. Sagðist vera í sambandi við anda Kim Við réttarhöldin kom fram að Madsen skrifaði vinkonu Kim Wall bréf í september síðastliðnum. Í bréfinu sagðist Madsen finna fyrir anda Kims og að hún væri ekki reið. „Hún sagði mér að þetta örlagaríka kvöld hefði verið það besta sem hún hefði gert,“ sagði Madsen í bréfinu. Hann sagðist hafa viljað hugga vinkonu Kim með þessu bréfi. Sagði hann vinkonu Kim hafa gefið sig út fyrir að vera miðil og að hún væri í sambandi við anda Kim Wall. Hann sagðist hafa þannig viljað lina þjáningar vinkonu Kim með bréfinu. „Ég er nokkuð viss um að hún átti mjög yndislega nótt áður en slysið varð,“ sagði Madsen. Hló að spurningu um sæði Madsen var spurður hvers vegna sæði fannst í nærbuxum sem hann var í þetta örlagaríka kvöld. Madsen hló og sagði að það væri ekki fréttnæmt að finna sæði í nærbuxum í eigu jafn fjöllynds manns og hans. Hann taldi líklegt að rekja megi það til „erótískrar google-leitar“ þann 10. ágúst, daginn sem Madsen og Wall héldu af stað um borð í kafbátnum Nautilus. Við réttarhöldin sagðist Madsen hafa farið yfir 250 ferðir með konum í kafbátnum. Hann skrifaði vinkonu sinni bréf úr fangelsinu þar sem hann hafði sagðist hafa skotið 100 rakettum upp með öðru fólki, drukkið áfengi yfir 1.200 sinnum og legið með mörgum Pernillum og Beatrice-um. Hann sagði það til marks um hve fjöllyndur hann hefði verið. Einn daginn hafi það hins vegar farið úrskeiðis og vísaði hann þar í kvöldið með Kim Wall.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35 Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35