Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2018 12:36 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ræddi frumvarpsdrög sem lögð voru inn á samráðsgáttina í gær í Bítinu í morgun. vísir/hanna Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. Þá finnst henni að fólk eigi að velta því fyrir sér hvort að það eigi að vera hlutverk ríkisins að auka með þeim hætti við refsingu manna að enn sé hægt að fletta þeim upp hjá hinu opinbera, jafnvel 30 árum eftir að þeir hafa afplánað sinn dóm. Þetta kom fram í máli Sigríðar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi frumvarpsdrög sem lögð voru fram í samráðsgáttina í gær og snúa að breytingum á gildandi reglum um birtingu dóma.Ekki nafnleynd til verndar þeim dæmdu Í frumvarpsdrögunum er lagt til að nafnleyndar sé gætt í dómum og úrskurðum sakamála og að dómar sem varða persónuleg viðkvæm málefni verði ekki birtir. Er þar átt við dóma um lögræði, sifjar, erfðir og málefni barna, líkt og miðað er við í lögum í dag, en það er sem er nýtt í frumvarpsdrögunum er að lögin varðandi þetta myndu þá einnig ná til ofbeldis í nánum samböndum, nálgunarbanns og kynferðisbrota. „Í vinnu við aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þá komu fram skýr sjónarmið eða ábendingar um það að umfjöllun fjölmiðla um kynferðisbrot og dóma í þeim eða málsmeðferðina reynist þolendum oft mjög þungbær. Þessi nafnleynd í þessum málum er ekki sett til að vernda hina dæmdu heldur þolendurna því það má mjög oft á dómum greina hverjir þolendur eru og vitni til dæmis líka,“ sagði Sigríður í Bítinu í morgun.Sigríður sagði frumvarpið lagt fram að ósk dómstólasýslunnar þar sem hún hafi bent á það að ekki væri nógu skýr heimild í lögum fyrir hana til að setja reglur um nafnleynd. Þá vanti samræmi varðandi nafnleynd í dómum.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRSamræmi skort á milli dómsstiga Sigríður sagði frumvarpið lagt fram að ósk dómstólasýslunnar þar sem hún hafi bent á það að ekki væri nógu skýr heimild í lögum fyrir hana til að setja reglur um nafnleynd. Þá vanti samræmi varðandi nafnleynd í dómum. „Í dag er þetta ekki alveg samræmt á milli dómsstiga. Hæstiréttur hefur sett sér sínar reglur um nafnleynd, Landsréttur setti sér sínar reglur en í lögum er kveðið á um nafnleynd í þessum málum varðandi héraðsdómstóla,“ sagði Sigríður. Vernda þurfi viðkvæmar persónuupplýsingar með því að nafnhreinsa dóma en það hafi hins vegar oft gerst að misbrestur hafi orðið þar á. „Það þurfi að vernda viðkvæmar persónuupplýsingar eins og hefur verið gert hingað til það er að segja dómar hafa verið nafnhreinsaðir. Það sem hefur hins vegar oft gerst, svo fellur Hæstaréttardómur í þeim málum sem hefur verið áfrýjað og þá er allur héraðsdómurinn birtur og það hafa verið nokkur brögð að því að það fellur niður nafnhreinsun og/eða Hæstiréttur hefur ekki gætt nógu vel að sér að taka út málefni út sem rétt og eðlilegt er að leynt skuli fara. Og það hefur valdið fórnarlömbum eða einstaklingum skaða, tjóni, miska,“ sagði Sigríður. Bætti hún við að þetta hefði gerst alltof oft að hennar mati og hefði hún gert athugasemdir við það. Eitt gangi yfir alla „Það sem er síðan nýtt í þessu líka og ég skil vel að menn spyrji af hverju þetta sé og það er bara fínt að eiga samtal um það að það er lagt til að allir dómar í sakamálum þá skuli gæta nafnleyndar um þá sem þar eru greindir, ekki bara þar sem þolandinn gæti orðið fyrir einhverjum miska að verða greindur.“ Hugsunin væri sú að eitt ætti yfir alla að ganga í þessum efnum og að þá eigi að nafngreina hvorki hinn ákærða þótt hann verði dæmdur né vitni eða aðra sem koma fyrir dóminn. „Menn eru dregnir fyrir dóm í sakamálum og fá bara dóm um fangelsisvist. Það að mínu mati á ekki að vera sérstakt keppikefli að þyngja þá refsingu eitthvað með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þessara manna,“ sagði Sigríður og benti á að ekki væri með þessu verið að taka fyrir að fjölmiðlar geti fjallað um einstök sakamál. „Fjölmiðlar munu alveg hafa aðgang að sakamálum og flest sakamál eru opin réttarhöld, ekki þó öll, þannig að menn hafa alveg aðgang til að fjalla um þessi mál. En mér finnst að fólk eigi að velta því fyrir sér hvort það eigi að vera hlutverk ríkisins að auka þannig með þessum hætti á refsingu manna að þegar menn eru búnir að afplána sinn dóm, segjum 30 árum síðar, að það sé ennþá hægt á einhverjum lista hjá hinu opinbera að fletta þeim upp. Sakaskráin er bara orðin opinber,“ sagði Sigríður en hlusta má á viðtalið við hana í Bítinu í spilaranum hér í fréttinni. Tengdar fréttir Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17 Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. Þá finnst henni að fólk eigi að velta því fyrir sér hvort að það eigi að vera hlutverk ríkisins að auka með þeim hætti við refsingu manna að enn sé hægt að fletta þeim upp hjá hinu opinbera, jafnvel 30 árum eftir að þeir hafa afplánað sinn dóm. Þetta kom fram í máli Sigríðar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi frumvarpsdrög sem lögð voru fram í samráðsgáttina í gær og snúa að breytingum á gildandi reglum um birtingu dóma.Ekki nafnleynd til verndar þeim dæmdu Í frumvarpsdrögunum er lagt til að nafnleyndar sé gætt í dómum og úrskurðum sakamála og að dómar sem varða persónuleg viðkvæm málefni verði ekki birtir. Er þar átt við dóma um lögræði, sifjar, erfðir og málefni barna, líkt og miðað er við í lögum í dag, en það er sem er nýtt í frumvarpsdrögunum er að lögin varðandi þetta myndu þá einnig ná til ofbeldis í nánum samböndum, nálgunarbanns og kynferðisbrota. „Í vinnu við aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þá komu fram skýr sjónarmið eða ábendingar um það að umfjöllun fjölmiðla um kynferðisbrot og dóma í þeim eða málsmeðferðina reynist þolendum oft mjög þungbær. Þessi nafnleynd í þessum málum er ekki sett til að vernda hina dæmdu heldur þolendurna því það má mjög oft á dómum greina hverjir þolendur eru og vitni til dæmis líka,“ sagði Sigríður í Bítinu í morgun.Sigríður sagði frumvarpið lagt fram að ósk dómstólasýslunnar þar sem hún hafi bent á það að ekki væri nógu skýr heimild í lögum fyrir hana til að setja reglur um nafnleynd. Þá vanti samræmi varðandi nafnleynd í dómum.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRSamræmi skort á milli dómsstiga Sigríður sagði frumvarpið lagt fram að ósk dómstólasýslunnar þar sem hún hafi bent á það að ekki væri nógu skýr heimild í lögum fyrir hana til að setja reglur um nafnleynd. Þá vanti samræmi varðandi nafnleynd í dómum. „Í dag er þetta ekki alveg samræmt á milli dómsstiga. Hæstiréttur hefur sett sér sínar reglur um nafnleynd, Landsréttur setti sér sínar reglur en í lögum er kveðið á um nafnleynd í þessum málum varðandi héraðsdómstóla,“ sagði Sigríður. Vernda þurfi viðkvæmar persónuupplýsingar með því að nafnhreinsa dóma en það hafi hins vegar oft gerst að misbrestur hafi orðið þar á. „Það þurfi að vernda viðkvæmar persónuupplýsingar eins og hefur verið gert hingað til það er að segja dómar hafa verið nafnhreinsaðir. Það sem hefur hins vegar oft gerst, svo fellur Hæstaréttardómur í þeim málum sem hefur verið áfrýjað og þá er allur héraðsdómurinn birtur og það hafa verið nokkur brögð að því að það fellur niður nafnhreinsun og/eða Hæstiréttur hefur ekki gætt nógu vel að sér að taka út málefni út sem rétt og eðlilegt er að leynt skuli fara. Og það hefur valdið fórnarlömbum eða einstaklingum skaða, tjóni, miska,“ sagði Sigríður. Bætti hún við að þetta hefði gerst alltof oft að hennar mati og hefði hún gert athugasemdir við það. Eitt gangi yfir alla „Það sem er síðan nýtt í þessu líka og ég skil vel að menn spyrji af hverju þetta sé og það er bara fínt að eiga samtal um það að það er lagt til að allir dómar í sakamálum þá skuli gæta nafnleyndar um þá sem þar eru greindir, ekki bara þar sem þolandinn gæti orðið fyrir einhverjum miska að verða greindur.“ Hugsunin væri sú að eitt ætti yfir alla að ganga í þessum efnum og að þá eigi að nafngreina hvorki hinn ákærða þótt hann verði dæmdur né vitni eða aðra sem koma fyrir dóminn. „Menn eru dregnir fyrir dóm í sakamálum og fá bara dóm um fangelsisvist. Það að mínu mati á ekki að vera sérstakt keppikefli að þyngja þá refsingu eitthvað með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þessara manna,“ sagði Sigríður og benti á að ekki væri með þessu verið að taka fyrir að fjölmiðlar geti fjallað um einstök sakamál. „Fjölmiðlar munu alveg hafa aðgang að sakamálum og flest sakamál eru opin réttarhöld, ekki þó öll, þannig að menn hafa alveg aðgang til að fjalla um þessi mál. En mér finnst að fólk eigi að velta því fyrir sér hvort það eigi að vera hlutverk ríkisins að auka þannig með þessum hætti á refsingu manna að þegar menn eru búnir að afplána sinn dóm, segjum 30 árum síðar, að það sé ennþá hægt á einhverjum lista hjá hinu opinbera að fletta þeim upp. Sakaskráin er bara orðin opinber,“ sagði Sigríður en hlusta má á viðtalið við hana í Bítinu í spilaranum hér í fréttinni.
Tengdar fréttir Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17 Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17
Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37