Jón Steinar fékk ekki bætur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2018 06:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttarlögmaður, á ekki rétt á greiðslu úr málskostnaðartryggingu fjölskyldutryggingar sinnar vegna dómsmáls sem hann höfðaði til ógildingar áminningar sem hann hlaut hjá úrskurðarnefnd lögmanna. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum (ÚRVá). Í fyrra var Jón Steinar áminntur vegna ummæla sem hann lét falla í tölvupóstssamskiptum við Ingimund Einarsson, þáverandi dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómarinn fyrrverandi var ósáttur við synjun dómstjórans á beiðni um flýtimeðferð og lét orð falla sem þeim síðarnefnda mislíkaði. Kvartaði Ingimundur til úrskurðarnefndar lögmannafélagsins sem áminnti Jón Steinar vegna brots á siðareglum. Jón Steinar höfðaði dómsmál til ógildingar á úrskurðinum en því var hafnað í maí. Málskostnaður var látinn niður falla. Í tengslum við rekstur dómsmálsins óskaði Jón Steinar eftir því að kostnaður við það yrði greiddur af tryggingafélagi sínu en í fjölskyldutryggingu hans var innifalin málskostnaðartrygging. Félagið hafnaði greiðsluskyldu þar sem tryggingin tæki ekki til ágreinings sem væri í tengslum við atvinnu hins vátryggða. Jón Steinar taldi á móti að ummælin hefðu fallið eftir að lögfræðilegum erindum við dómstjórann var lokið og að þau tengdust ekki vinnu hans heldur tjáningarfrelsi einstaklinga. ÚRVá féllst á rök félagsins og sagði að ummælin væru alfarið komin til vegna lögmannsstarfa. Því ætti Jón Steinar ekki rétt á bótum úr málskostnaðartryggingunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttarlögmaður, á ekki rétt á greiðslu úr málskostnaðartryggingu fjölskyldutryggingar sinnar vegna dómsmáls sem hann höfðaði til ógildingar áminningar sem hann hlaut hjá úrskurðarnefnd lögmanna. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum (ÚRVá). Í fyrra var Jón Steinar áminntur vegna ummæla sem hann lét falla í tölvupóstssamskiptum við Ingimund Einarsson, þáverandi dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómarinn fyrrverandi var ósáttur við synjun dómstjórans á beiðni um flýtimeðferð og lét orð falla sem þeim síðarnefnda mislíkaði. Kvartaði Ingimundur til úrskurðarnefndar lögmannafélagsins sem áminnti Jón Steinar vegna brots á siðareglum. Jón Steinar höfðaði dómsmál til ógildingar á úrskurðinum en því var hafnað í maí. Málskostnaður var látinn niður falla. Í tengslum við rekstur dómsmálsins óskaði Jón Steinar eftir því að kostnaður við það yrði greiddur af tryggingafélagi sínu en í fjölskyldutryggingu hans var innifalin málskostnaðartrygging. Félagið hafnaði greiðsluskyldu þar sem tryggingin tæki ekki til ágreinings sem væri í tengslum við atvinnu hins vátryggða. Jón Steinar taldi á móti að ummælin hefðu fallið eftir að lögfræðilegum erindum við dómstjórann var lokið og að þau tengdust ekki vinnu hans heldur tjáningarfrelsi einstaklinga. ÚRVá féllst á rök félagsins og sagði að ummælin væru alfarið komin til vegna lögmannsstarfa. Því ætti Jón Steinar ekki rétt á bótum úr málskostnaðartryggingunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira