Öllum útibúum, afgreiðslum og þjónustuveri Landsbankans verður lokað klukkan 14:30 á morgun vegna kvennafrís. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.
Allar konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 á morgun, miðvikudaginn 24. október. Dagkrá hefst við Arnarhól klukkan 15:30 og er gert ráð fyrir að viðburðurinn vari í um eina klukkustund.
Búist er við miklum mannfjölda í miðborginni og þá verða miklar takmarkanir á umferð í miðborginni.
Í tilkynningu Landsbankans segir að búast megi við skerðingu á annarri þjónustu bankans á þessum tíma vegna lokananna.

