„Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax“ Þórdís Valsdóttir skrifar 21. apríl 2018 15:02 Dagur B. Eggertsson kynnti konsningaáherslur Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag. Vísir/Ernir „Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax,“ var meðal þess sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg boðaði sem stefnumál flokksins. Samfylkingin í Reykjavík kynnti kosningaáherslur sínar í Gamla bíó fyrr í dag. Dagur sagði að umræðan um Borgarlínu og Miklubraut í stokk yrði eitt af lykilatriðunum. Hann segir að flokkurinn vilji byggja nútímalega borg og þróa þétta borg þar sem öll hverfi eru áhugaverð og með þjónustu. „Hröð gegnumstreymisumferð verður neðanjarðar á meðan ofanjarðar verður borgarlína, hæg umferð bíla, gangandi og hjólandi, minni mengun og minni hávaði og miklu betra mannlíf.“Boða 500 íbúðir í fyrsta áfanga og 500 til á kjörtímabilinuHúsnæðismálin eru og verða ein megin áskorun þeirra sem koma til með að stjórna borginni á næsta kjörtímabili og sagði Dagur að það skipti „gríðarlegu máli að jafnaðarmenn komi að verki“. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við vildum leggja höfuðáherslu á leigu- og búseturéttaríbúðir. Við hétum því að koma á stað 2500 til 3000 slíkum íbúðum innan fimm ára, það mun ganga eftir, en við tökum líka eftir því að þrátt fyrir þessi áform hefur markaðurinn ekki komið inn og mætt ungu fólki og fyrstu kaupendum. Þess vegna setjum við núna fram áætlun um hagkvæmt húsnæði og áætlun fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á áhugaverðum svæðum í Gufunesi, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi, Skerjafirði, á Veðurstofuhæð og Stýrimannaskólanum. Við byrjum á 500 íbúðum í fyrsta áfanga og 500 til innan kjörtímabilsins,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Dagur sagði að honum þætti dapurlegt að sveitarfélögin í „kraganum“ og sveitarfélög um allt land myndu láta Reykjavíkurborg vera eina um það að Reykjavíkurborg vera eina um það að endurreisa verkamannabústaðakerfið með verkalýðshreyfingunni, að byggja stúdentaíbúðir með stúdentahreyfingunni, að byggja íbúðir fyrir eldri borgara með samtökum eldri borgara, að úthluta lóðum fyrir búseturéttaríbúðir. „Vonandi verðum við ekki líka ein í því að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur vegna þess að kæru vinir, þetta er og verður samfélagslegt verkefni og á að vinnast sem samfélagslegt verkefni og þannig viljum við vinna það.“ Leikskólapláss fyrir 12-18 mánaða börnÞriðja stóra áherslumálið hjá Samfylkingunni í Reykjavík er, að sögn Dags, að halda áfram vinnu við að „brúa bilið“. „Á næstu fjórum árum ætlum við að fara í þetta og klára leikskólamálin niður í 12 til 18 mánaða því að það er jafnaðarstefna.“ Borg fyrir allaDagur sagði að tryggja þurfi að Reykjavík verði borg fyrir alla, meðal annars með því að gera öllum börnum kleift að stunda íþróttir og tómstundir án tillits til efnahags. „Við höfum verið að fjölga félagslegu húsnæði og lagt sérstaka áherslu á jöfn tækifæri barna og ungmenna en við viljum halda þessu áfram. Það eru ekki öll börn sem fá tækifæri til frístunda og listnáms og við sjáum þetta sérstaklega í tónlistarnámi. Þess vegna er eitt af stóru verkefnunum á næsta kjörtímabili að efla skólahljómsveitirnar, að opna æfingarhúsnæði fyrir tónlistarfólk í hverfunum, efna til tilraunaverkefna með hverfakóra, að auka tækifæri yngstu barnanna til að prófa ólíkar íþróttagreinar og að tryggja að þetta sé í boði án tillits til efnahags. Þetta er eins og skólastarfið sjálft ótrúlega mikilvægt nesti til framtíðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningaáherslur sínar Kosið verður í borginni þann 26. maí. 21. apríl 2018 12:15 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
„Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax,“ var meðal þess sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg boðaði sem stefnumál flokksins. Samfylkingin í Reykjavík kynnti kosningaáherslur sínar í Gamla bíó fyrr í dag. Dagur sagði að umræðan um Borgarlínu og Miklubraut í stokk yrði eitt af lykilatriðunum. Hann segir að flokkurinn vilji byggja nútímalega borg og þróa þétta borg þar sem öll hverfi eru áhugaverð og með þjónustu. „Hröð gegnumstreymisumferð verður neðanjarðar á meðan ofanjarðar verður borgarlína, hæg umferð bíla, gangandi og hjólandi, minni mengun og minni hávaði og miklu betra mannlíf.“Boða 500 íbúðir í fyrsta áfanga og 500 til á kjörtímabilinuHúsnæðismálin eru og verða ein megin áskorun þeirra sem koma til með að stjórna borginni á næsta kjörtímabili og sagði Dagur að það skipti „gríðarlegu máli að jafnaðarmenn komi að verki“. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við vildum leggja höfuðáherslu á leigu- og búseturéttaríbúðir. Við hétum því að koma á stað 2500 til 3000 slíkum íbúðum innan fimm ára, það mun ganga eftir, en við tökum líka eftir því að þrátt fyrir þessi áform hefur markaðurinn ekki komið inn og mætt ungu fólki og fyrstu kaupendum. Þess vegna setjum við núna fram áætlun um hagkvæmt húsnæði og áætlun fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á áhugaverðum svæðum í Gufunesi, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi, Skerjafirði, á Veðurstofuhæð og Stýrimannaskólanum. Við byrjum á 500 íbúðum í fyrsta áfanga og 500 til innan kjörtímabilsins,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Dagur sagði að honum þætti dapurlegt að sveitarfélögin í „kraganum“ og sveitarfélög um allt land myndu láta Reykjavíkurborg vera eina um það að Reykjavíkurborg vera eina um það að endurreisa verkamannabústaðakerfið með verkalýðshreyfingunni, að byggja stúdentaíbúðir með stúdentahreyfingunni, að byggja íbúðir fyrir eldri borgara með samtökum eldri borgara, að úthluta lóðum fyrir búseturéttaríbúðir. „Vonandi verðum við ekki líka ein í því að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur vegna þess að kæru vinir, þetta er og verður samfélagslegt verkefni og á að vinnast sem samfélagslegt verkefni og þannig viljum við vinna það.“ Leikskólapláss fyrir 12-18 mánaða börnÞriðja stóra áherslumálið hjá Samfylkingunni í Reykjavík er, að sögn Dags, að halda áfram vinnu við að „brúa bilið“. „Á næstu fjórum árum ætlum við að fara í þetta og klára leikskólamálin niður í 12 til 18 mánaða því að það er jafnaðarstefna.“ Borg fyrir allaDagur sagði að tryggja þurfi að Reykjavík verði borg fyrir alla, meðal annars með því að gera öllum börnum kleift að stunda íþróttir og tómstundir án tillits til efnahags. „Við höfum verið að fjölga félagslegu húsnæði og lagt sérstaka áherslu á jöfn tækifæri barna og ungmenna en við viljum halda þessu áfram. Það eru ekki öll börn sem fá tækifæri til frístunda og listnáms og við sjáum þetta sérstaklega í tónlistarnámi. Þess vegna er eitt af stóru verkefnunum á næsta kjörtímabili að efla skólahljómsveitirnar, að opna æfingarhúsnæði fyrir tónlistarfólk í hverfunum, efna til tilraunaverkefna með hverfakóra, að auka tækifæri yngstu barnanna til að prófa ólíkar íþróttagreinar og að tryggja að þetta sé í boði án tillits til efnahags. Þetta er eins og skólastarfið sjálft ótrúlega mikilvægt nesti til framtíðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningaáherslur sínar Kosið verður í borginni þann 26. maí. 21. apríl 2018 12:15 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningaáherslur sínar Kosið verður í borginni þann 26. maí. 21. apríl 2018 12:15
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent