„Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax“ Þórdís Valsdóttir skrifar 21. apríl 2018 15:02 Dagur B. Eggertsson kynnti konsningaáherslur Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag. Vísir/Ernir „Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax,“ var meðal þess sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg boðaði sem stefnumál flokksins. Samfylkingin í Reykjavík kynnti kosningaáherslur sínar í Gamla bíó fyrr í dag. Dagur sagði að umræðan um Borgarlínu og Miklubraut í stokk yrði eitt af lykilatriðunum. Hann segir að flokkurinn vilji byggja nútímalega borg og þróa þétta borg þar sem öll hverfi eru áhugaverð og með þjónustu. „Hröð gegnumstreymisumferð verður neðanjarðar á meðan ofanjarðar verður borgarlína, hæg umferð bíla, gangandi og hjólandi, minni mengun og minni hávaði og miklu betra mannlíf.“Boða 500 íbúðir í fyrsta áfanga og 500 til á kjörtímabilinuHúsnæðismálin eru og verða ein megin áskorun þeirra sem koma til með að stjórna borginni á næsta kjörtímabili og sagði Dagur að það skipti „gríðarlegu máli að jafnaðarmenn komi að verki“. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við vildum leggja höfuðáherslu á leigu- og búseturéttaríbúðir. Við hétum því að koma á stað 2500 til 3000 slíkum íbúðum innan fimm ára, það mun ganga eftir, en við tökum líka eftir því að þrátt fyrir þessi áform hefur markaðurinn ekki komið inn og mætt ungu fólki og fyrstu kaupendum. Þess vegna setjum við núna fram áætlun um hagkvæmt húsnæði og áætlun fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á áhugaverðum svæðum í Gufunesi, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi, Skerjafirði, á Veðurstofuhæð og Stýrimannaskólanum. Við byrjum á 500 íbúðum í fyrsta áfanga og 500 til innan kjörtímabilsins,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Dagur sagði að honum þætti dapurlegt að sveitarfélögin í „kraganum“ og sveitarfélög um allt land myndu láta Reykjavíkurborg vera eina um það að Reykjavíkurborg vera eina um það að endurreisa verkamannabústaðakerfið með verkalýðshreyfingunni, að byggja stúdentaíbúðir með stúdentahreyfingunni, að byggja íbúðir fyrir eldri borgara með samtökum eldri borgara, að úthluta lóðum fyrir búseturéttaríbúðir. „Vonandi verðum við ekki líka ein í því að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur vegna þess að kæru vinir, þetta er og verður samfélagslegt verkefni og á að vinnast sem samfélagslegt verkefni og þannig viljum við vinna það.“ Leikskólapláss fyrir 12-18 mánaða börnÞriðja stóra áherslumálið hjá Samfylkingunni í Reykjavík er, að sögn Dags, að halda áfram vinnu við að „brúa bilið“. „Á næstu fjórum árum ætlum við að fara í þetta og klára leikskólamálin niður í 12 til 18 mánaða því að það er jafnaðarstefna.“ Borg fyrir allaDagur sagði að tryggja þurfi að Reykjavík verði borg fyrir alla, meðal annars með því að gera öllum börnum kleift að stunda íþróttir og tómstundir án tillits til efnahags. „Við höfum verið að fjölga félagslegu húsnæði og lagt sérstaka áherslu á jöfn tækifæri barna og ungmenna en við viljum halda þessu áfram. Það eru ekki öll börn sem fá tækifæri til frístunda og listnáms og við sjáum þetta sérstaklega í tónlistarnámi. Þess vegna er eitt af stóru verkefnunum á næsta kjörtímabili að efla skólahljómsveitirnar, að opna æfingarhúsnæði fyrir tónlistarfólk í hverfunum, efna til tilraunaverkefna með hverfakóra, að auka tækifæri yngstu barnanna til að prófa ólíkar íþróttagreinar og að tryggja að þetta sé í boði án tillits til efnahags. Þetta er eins og skólastarfið sjálft ótrúlega mikilvægt nesti til framtíðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningaáherslur sínar Kosið verður í borginni þann 26. maí. 21. apríl 2018 12:15 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
„Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax,“ var meðal þess sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg boðaði sem stefnumál flokksins. Samfylkingin í Reykjavík kynnti kosningaáherslur sínar í Gamla bíó fyrr í dag. Dagur sagði að umræðan um Borgarlínu og Miklubraut í stokk yrði eitt af lykilatriðunum. Hann segir að flokkurinn vilji byggja nútímalega borg og þróa þétta borg þar sem öll hverfi eru áhugaverð og með þjónustu. „Hröð gegnumstreymisumferð verður neðanjarðar á meðan ofanjarðar verður borgarlína, hæg umferð bíla, gangandi og hjólandi, minni mengun og minni hávaði og miklu betra mannlíf.“Boða 500 íbúðir í fyrsta áfanga og 500 til á kjörtímabilinuHúsnæðismálin eru og verða ein megin áskorun þeirra sem koma til með að stjórna borginni á næsta kjörtímabili og sagði Dagur að það skipti „gríðarlegu máli að jafnaðarmenn komi að verki“. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við vildum leggja höfuðáherslu á leigu- og búseturéttaríbúðir. Við hétum því að koma á stað 2500 til 3000 slíkum íbúðum innan fimm ára, það mun ganga eftir, en við tökum líka eftir því að þrátt fyrir þessi áform hefur markaðurinn ekki komið inn og mætt ungu fólki og fyrstu kaupendum. Þess vegna setjum við núna fram áætlun um hagkvæmt húsnæði og áætlun fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á áhugaverðum svæðum í Gufunesi, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi, Skerjafirði, á Veðurstofuhæð og Stýrimannaskólanum. Við byrjum á 500 íbúðum í fyrsta áfanga og 500 til innan kjörtímabilsins,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Dagur sagði að honum þætti dapurlegt að sveitarfélögin í „kraganum“ og sveitarfélög um allt land myndu láta Reykjavíkurborg vera eina um það að Reykjavíkurborg vera eina um það að endurreisa verkamannabústaðakerfið með verkalýðshreyfingunni, að byggja stúdentaíbúðir með stúdentahreyfingunni, að byggja íbúðir fyrir eldri borgara með samtökum eldri borgara, að úthluta lóðum fyrir búseturéttaríbúðir. „Vonandi verðum við ekki líka ein í því að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur vegna þess að kæru vinir, þetta er og verður samfélagslegt verkefni og á að vinnast sem samfélagslegt verkefni og þannig viljum við vinna það.“ Leikskólapláss fyrir 12-18 mánaða börnÞriðja stóra áherslumálið hjá Samfylkingunni í Reykjavík er, að sögn Dags, að halda áfram vinnu við að „brúa bilið“. „Á næstu fjórum árum ætlum við að fara í þetta og klára leikskólamálin niður í 12 til 18 mánaða því að það er jafnaðarstefna.“ Borg fyrir allaDagur sagði að tryggja þurfi að Reykjavík verði borg fyrir alla, meðal annars með því að gera öllum börnum kleift að stunda íþróttir og tómstundir án tillits til efnahags. „Við höfum verið að fjölga félagslegu húsnæði og lagt sérstaka áherslu á jöfn tækifæri barna og ungmenna en við viljum halda þessu áfram. Það eru ekki öll börn sem fá tækifæri til frístunda og listnáms og við sjáum þetta sérstaklega í tónlistarnámi. Þess vegna er eitt af stóru verkefnunum á næsta kjörtímabili að efla skólahljómsveitirnar, að opna æfingarhúsnæði fyrir tónlistarfólk í hverfunum, efna til tilraunaverkefna með hverfakóra, að auka tækifæri yngstu barnanna til að prófa ólíkar íþróttagreinar og að tryggja að þetta sé í boði án tillits til efnahags. Þetta er eins og skólastarfið sjálft ótrúlega mikilvægt nesti til framtíðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningaáherslur sínar Kosið verður í borginni þann 26. maí. 21. apríl 2018 12:15 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningaáherslur sínar Kosið verður í borginni þann 26. maí. 21. apríl 2018 12:15
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent