Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Höskuldur Kári Schram skrifar 3. apríl 2018 18:45 Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. Gert er ráð fyrir því að utanríkisráðherra verði falið að gera skýrslu um málið og er þá vísað til skýrslu sem Norðmenn létu gera um EES-samninginn í byrjun þessa áratugar. Sú skýrsla vakti mikla athygli en helstu niðurstöðu hennar voru að EES samningurinn hafi falið í sér meira framsal á fullveldi en innganga í Evrópusambandið. Samningurinn hafi þó haft jákvæð áhrif á norskt efnahagslíf. Það er Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins sem óskar eftir skýrslunni en með honum eru flokkssystkini hans og þingmenn úr Miðflokki og Sjálfstæðisflokki. Ólafur segir eðlilegt að Íslendingar leggi mat á stöðuna þar sem um mikla hagsmuni sé að ræða. „Evrópumálin eru á fleygiferð eins og allir þekkja. Við sjáum Brexit, við sjáum að núna er komið upp stórmál varðandi raforkumálin á vettvangi Evrópusambandsins. Norðmenn þekkja það mjög vel og síðan mætti áfram telja,“ segir Ólafur. Hann segir að ESS-samningurinn hafi markað tímamót hér á landi og í megindráttum haft jákvæð áhrif. „En það þýðir ekki það að við eigum ekki að vega og meta árangurinn af þessu starfi. Meta kosti og galla eins og það er orðað ekki síst með tilliti til framtíðar. Ég ítreka og undirstrika þá miklu hagsmuni sem við eigum að gæta gagnvart Evrópu þannig að ég tel að þessi tillaga sé ákaflega tímabær,“ segir Ólafur Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. Gert er ráð fyrir því að utanríkisráðherra verði falið að gera skýrslu um málið og er þá vísað til skýrslu sem Norðmenn létu gera um EES-samninginn í byrjun þessa áratugar. Sú skýrsla vakti mikla athygli en helstu niðurstöðu hennar voru að EES samningurinn hafi falið í sér meira framsal á fullveldi en innganga í Evrópusambandið. Samningurinn hafi þó haft jákvæð áhrif á norskt efnahagslíf. Það er Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins sem óskar eftir skýrslunni en með honum eru flokkssystkini hans og þingmenn úr Miðflokki og Sjálfstæðisflokki. Ólafur segir eðlilegt að Íslendingar leggi mat á stöðuna þar sem um mikla hagsmuni sé að ræða. „Evrópumálin eru á fleygiferð eins og allir þekkja. Við sjáum Brexit, við sjáum að núna er komið upp stórmál varðandi raforkumálin á vettvangi Evrópusambandsins. Norðmenn þekkja það mjög vel og síðan mætti áfram telja,“ segir Ólafur. Hann segir að ESS-samningurinn hafi markað tímamót hér á landi og í megindráttum haft jákvæð áhrif. „En það þýðir ekki það að við eigum ekki að vega og meta árangurinn af þessu starfi. Meta kosti og galla eins og það er orðað ekki síst með tilliti til framtíðar. Ég ítreka og undirstrika þá miklu hagsmuni sem við eigum að gæta gagnvart Evrópu þannig að ég tel að þessi tillaga sé ákaflega tímabær,“ segir Ólafur
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira