Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2018 10:30 Kendrick Lamar hefur þrisvar verið tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir bestu plötuna en aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Kevin Winter/Getty Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. Hann er meðal annars tilnefndur í flokki bestu plötunnar, bestu smáskífunnar og besta rappflutnings (e. rap performance). Næstur á eftir Lamar í fjölda tilnefninga er kanadíska stórstjarnan Drake, með sjö tilnefningar. Lamar er tilnefndur til verðlauna fyrir bestu plötu ársins fyrir plötuna Black Panther sem samin var fyrir samnefnda kvikmynd úr smiðju ofurhetjurisans Marvel. Myndin fjallar, eins og einhverjir lesendur gætu eflaust hafa áttað sig á, um ofurhetjuna Black Panther, eða Svarta pardusinn, sem leikinn er af Chadwick Boseman. Þetta er í fjórða sinn sem Lamar er tilnefndur í flokki bestu plötu ársins en hann hefur aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Hann þurfti á seinustu Grammy-verðlaunahátíð, í febrúar þess árs, að lúta í lægra haldi fyrir popparanum Bruno Mars en plata hans 24K Magic, hafði betur gegn plötu Lamar, DAMN.Rapparinn Drake átti afar gott ár og er tilnefndur í sjö flokkum.Prince Williams/GettyHlutur kvenna stærri en í fyrra Athygli vekur að talsvert fleiri konur eiga upp á pallborðið hjá Grammy-tilnefningarnefndinni heldur en í fyrra. Til að mynda eru fimm konur tilnefndar fyrir bestu plötuna á móti þremur körlum. Í fyrrra var hlutfallið nokkuð frábrugðið, eða ein kona á móti fjórum körlum. Þá eru þrjár konur tilnefndar í flokki bestu smáskífu en á síðasta ári hlaut engin kona náð í augum dómnefndarinnar í þeim flokki. Þá eru sex konur í hópi þeirra átta sem tilnefnd eru í flokki nýs listamanns. Vert að taka það fram að í stærstu Grammy-flokkunum hefur tilnefningum verið fjölgað um þrjár frá því á seinasta ári, úr fimm upp í átta.Söngkonurnar Cardi B og Dua Lipa eru meðal þeirra sem tilnefnd eru í þeim Grammy-flokkum sem þykja stærstir.Kevin Mazur/Tristar Media/Getty ImagesTilnefningar í stærstu flokkunum:Plata ársins:Invasion of Privacy – Cardi BBy the way, I forgive you – Brandi CarlileScorpion – DrakeBeerbongs and Bentleys – Post MaloneDirty Computer – Janelle MonáeGolden Hour – Kacey MusgravesBlack Panther – Kendrick LamarSmáskífa ársins:I like it – Cardi B, Bad Bunny & Jay BalwinThe Joke – Brandi CarlileThis is America – Childish GambinoGod‘s Plan – DrakeShallow – Lady Gaga & Bradley CooperAll the Stars – Kendrick Lamar & SZARockstar – Post MaloneThe Middle – Zedd, Maren Morris & GreyBesti nýi listamaður:Chloe X HalleLuke CombsGreta van FleetH.E.R. Dua LipaMargo PriceBebe RexhaJorja SmithGrammy-verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 10. febrúar 2019. Listann yfir tilnefningar til verðlauna í heild sinni má sjá hér. Grammy Tónlist Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. Hann er meðal annars tilnefndur í flokki bestu plötunnar, bestu smáskífunnar og besta rappflutnings (e. rap performance). Næstur á eftir Lamar í fjölda tilnefninga er kanadíska stórstjarnan Drake, með sjö tilnefningar. Lamar er tilnefndur til verðlauna fyrir bestu plötu ársins fyrir plötuna Black Panther sem samin var fyrir samnefnda kvikmynd úr smiðju ofurhetjurisans Marvel. Myndin fjallar, eins og einhverjir lesendur gætu eflaust hafa áttað sig á, um ofurhetjuna Black Panther, eða Svarta pardusinn, sem leikinn er af Chadwick Boseman. Þetta er í fjórða sinn sem Lamar er tilnefndur í flokki bestu plötu ársins en hann hefur aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Hann þurfti á seinustu Grammy-verðlaunahátíð, í febrúar þess árs, að lúta í lægra haldi fyrir popparanum Bruno Mars en plata hans 24K Magic, hafði betur gegn plötu Lamar, DAMN.Rapparinn Drake átti afar gott ár og er tilnefndur í sjö flokkum.Prince Williams/GettyHlutur kvenna stærri en í fyrra Athygli vekur að talsvert fleiri konur eiga upp á pallborðið hjá Grammy-tilnefningarnefndinni heldur en í fyrra. Til að mynda eru fimm konur tilnefndar fyrir bestu plötuna á móti þremur körlum. Í fyrrra var hlutfallið nokkuð frábrugðið, eða ein kona á móti fjórum körlum. Þá eru þrjár konur tilnefndar í flokki bestu smáskífu en á síðasta ári hlaut engin kona náð í augum dómnefndarinnar í þeim flokki. Þá eru sex konur í hópi þeirra átta sem tilnefnd eru í flokki nýs listamanns. Vert að taka það fram að í stærstu Grammy-flokkunum hefur tilnefningum verið fjölgað um þrjár frá því á seinasta ári, úr fimm upp í átta.Söngkonurnar Cardi B og Dua Lipa eru meðal þeirra sem tilnefnd eru í þeim Grammy-flokkum sem þykja stærstir.Kevin Mazur/Tristar Media/Getty ImagesTilnefningar í stærstu flokkunum:Plata ársins:Invasion of Privacy – Cardi BBy the way, I forgive you – Brandi CarlileScorpion – DrakeBeerbongs and Bentleys – Post MaloneDirty Computer – Janelle MonáeGolden Hour – Kacey MusgravesBlack Panther – Kendrick LamarSmáskífa ársins:I like it – Cardi B, Bad Bunny & Jay BalwinThe Joke – Brandi CarlileThis is America – Childish GambinoGod‘s Plan – DrakeShallow – Lady Gaga & Bradley CooperAll the Stars – Kendrick Lamar & SZARockstar – Post MaloneThe Middle – Zedd, Maren Morris & GreyBesti nýi listamaður:Chloe X HalleLuke CombsGreta van FleetH.E.R. Dua LipaMargo PriceBebe RexhaJorja SmithGrammy-verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 10. febrúar 2019. Listann yfir tilnefningar til verðlauna í heild sinni má sjá hér.
Grammy Tónlist Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira