Ósvífinn og óþekktur saurdólgur gengur laus Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2018 14:11 Hér getur að líta mynd af skitugemsanum sem leysti niður um sig og lét vaða á glugga verslunar í hjarta borgarinnar, þegar sjálf lýðræðishátíðin stóð sem hæst. Af instagramsíðu Ernu Margrétar „Já, þetta var heldur betur óskemmtilegt,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir í veipbúðinni Gryfjunni sem stendur við Veltusund 1 – í hjarta borgarinnar. Hún birti myndir á Instagramsíðu sinni, heldur ókræsilegar, þar sem getur að líta óþekktan mann sem hefur lagt rasskinnar sínar utan í rúðu verslunarinnar og lætur smúlinn úr afturendanum vaða. Brún spýjan gusast á gluggann. Manninum virðist hafa orðið allverulega brátt í brók – og hefur látið eitthvað í sig það sem þoldi enga bið í iðrum þessa óþekkta saurdólgs.Atvikið náðist á öryggismyndavél Mynd Ernu Margrétar hefur vakið mikla athygli og hafa fjölmiðlar á borð við DV og Nútímann stokkið til og sagt af þessu miður kræsilega uppátæki mannsins. En, hann er ófundinn enn og óþekktur. Nei andskotinn... #miðbæjarlífið A post shared by ernamagga (@ernamagga) on May 27, 2018 at 7:08am PDTErna Margrét segir að það hafi orðið uppi fótur og fit þegar þetta uppgötvaðist en sæmilegar myndir náðust af atvikinu í öryggismyndavél Gryfjunnar. Starfsmaður hennar sem kom að ósköpunum var í miklu uppnámi og sendi henni Snapchat-skilaboð:Hjálp! Hvað á ég að gera? Ég segi upp! Háþrýstidælu strax! „Þetta var algjör viðbjóður,“ segir Erna Margrét og horfir meðal annars til þess að þau voru nýbúin að þrífa allt vandlega í kringum búðina með háþrýstidælu og voru nýlega búin að skila henni.Kamar skammt undan Þau hjá Gryfjunni horfðu svo sér til mikillar furðu á myndbandsupptökur af manninum þar sem hann tekur sér sæmilega góðan tíma, um mínútu, í að horfa í kringum sig, leysa niðrum sig og láta þá vaða. Atvikið gerðist snemma að morgni kosninganætur.Erna Margrét kannast ekki við kauða en segir að þau hafi sæmilega mynd af andliti mannsins. Hún ætlar ekki að kæra til lögreglu en vonar að skitugemsinn sjái þetta og skammist sín.„Engin smá buna sem stendur út úr afturendanum á manninum. Hann kíkir í kringum sig. Það er fólk á ferli, bjart … þetta hefur líkast til verið morguninn. Okkur grunar að hann hafi verið ölvaður því ekki sá hann kamar sem er þarna þremur metrum frá.“ Erna Margrét segist ekki hafa kært manninn, hún vonast bara til þess að hann sjái þetta og skammist sín. „Við erum með hliðarmynd af andlitinu á honum en ég myndi aldrei gera honum það að birta prófílmynd. Nei, ég kannast ekki við kauða. Þetta er maður milli þrítugs og fertugs.“ Systurfélag Gryfjunnar er Gyllti kötturinn, verslun sem er á svipuðum slóðum og þar hafa þau aldrei lent í neinu í líkingu við þetta. Hins vegar háttar svo til með Gryfjuna að hún er að nokkru niðurgrafin og fólk virðist líta svo á að þar sjái enginn til þeirra þegar þau eru komin niður tröppurnar. Þarna hefur fólk kastað af sér þvagi, ælt en þetta er fyrsta skipti sem þau í Gryfjunni fá yfir sig skitugemsa af þessari gráðu. Neytendur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
„Já, þetta var heldur betur óskemmtilegt,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir í veipbúðinni Gryfjunni sem stendur við Veltusund 1 – í hjarta borgarinnar. Hún birti myndir á Instagramsíðu sinni, heldur ókræsilegar, þar sem getur að líta óþekktan mann sem hefur lagt rasskinnar sínar utan í rúðu verslunarinnar og lætur smúlinn úr afturendanum vaða. Brún spýjan gusast á gluggann. Manninum virðist hafa orðið allverulega brátt í brók – og hefur látið eitthvað í sig það sem þoldi enga bið í iðrum þessa óþekkta saurdólgs.Atvikið náðist á öryggismyndavél Mynd Ernu Margrétar hefur vakið mikla athygli og hafa fjölmiðlar á borð við DV og Nútímann stokkið til og sagt af þessu miður kræsilega uppátæki mannsins. En, hann er ófundinn enn og óþekktur. Nei andskotinn... #miðbæjarlífið A post shared by ernamagga (@ernamagga) on May 27, 2018 at 7:08am PDTErna Margrét segir að það hafi orðið uppi fótur og fit þegar þetta uppgötvaðist en sæmilegar myndir náðust af atvikinu í öryggismyndavél Gryfjunnar. Starfsmaður hennar sem kom að ósköpunum var í miklu uppnámi og sendi henni Snapchat-skilaboð:Hjálp! Hvað á ég að gera? Ég segi upp! Háþrýstidælu strax! „Þetta var algjör viðbjóður,“ segir Erna Margrét og horfir meðal annars til þess að þau voru nýbúin að þrífa allt vandlega í kringum búðina með háþrýstidælu og voru nýlega búin að skila henni.Kamar skammt undan Þau hjá Gryfjunni horfðu svo sér til mikillar furðu á myndbandsupptökur af manninum þar sem hann tekur sér sæmilega góðan tíma, um mínútu, í að horfa í kringum sig, leysa niðrum sig og láta þá vaða. Atvikið gerðist snemma að morgni kosninganætur.Erna Margrét kannast ekki við kauða en segir að þau hafi sæmilega mynd af andliti mannsins. Hún ætlar ekki að kæra til lögreglu en vonar að skitugemsinn sjái þetta og skammist sín.„Engin smá buna sem stendur út úr afturendanum á manninum. Hann kíkir í kringum sig. Það er fólk á ferli, bjart … þetta hefur líkast til verið morguninn. Okkur grunar að hann hafi verið ölvaður því ekki sá hann kamar sem er þarna þremur metrum frá.“ Erna Margrét segist ekki hafa kært manninn, hún vonast bara til þess að hann sjái þetta og skammist sín. „Við erum með hliðarmynd af andlitinu á honum en ég myndi aldrei gera honum það að birta prófílmynd. Nei, ég kannast ekki við kauða. Þetta er maður milli þrítugs og fertugs.“ Systurfélag Gryfjunnar er Gyllti kötturinn, verslun sem er á svipuðum slóðum og þar hafa þau aldrei lent í neinu í líkingu við þetta. Hins vegar háttar svo til með Gryfjuna að hún er að nokkru niðurgrafin og fólk virðist líta svo á að þar sjái enginn til þeirra þegar þau eru komin niður tröppurnar. Þarna hefur fólk kastað af sér þvagi, ælt en þetta er fyrsta skipti sem þau í Gryfjunni fá yfir sig skitugemsa af þessari gráðu.
Neytendur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira