Reykingar hvergi minni en á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2018 10:17 Veipurnar eru að ryðja tóbakinu í burtu. Sígarettusala hefur hrunið um fimmtíu prósent frá árinu 2008. Samantekið þá er það svo að árið 2014 reyktu 35.000 manns eða 14 prósent landsmanna. Árið 2017 reyktu 22.000 manns eða 9 prósent landsmanna. Þetta er fækkun í röðum reykingarmanna um 13 þúsund manns á tæpum þremur árum. Tæp 40 prósent hafa hætt að reykja á þeim tíma.Að verulegu leyti veipunni að þakka Þetta les Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir út úr nýútkomnum talnabrunni Landlæknisembættisins. Hann segir engan vafa á leika að þetta megi einkum þakka tilkomu rafrettunnar eða veipunnar, eins og hann kýs að kalla raftækið sem framleiðir gufu með nikótíni og margir hafa fengið sér í stað sígarettunnar. Guðmundur Karl hefur látið mjög til sín taka í umræðunni um veipuna og telur yfirvöld vilja mála yfir þá staðreynd að henni megi þakka að verulegu leyti það að nú eru reykingar minni á Íslandi en þekkist í hinum vestræna heimi.Guðmundur Karl læknir talar um kraftaverk. Reykingar eru nánast að hverfa á Íslandi og hann þakkar það ekki síst aukinni notkun veipa.visir/anton brink„Kraftaverk. Það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir vissulega erfitt að staðhæfa um orsakasamhengi en þetta fari ekki á milli mála.Sala á tóbaki hrunið frá árinu 2008 „Ég kallaði eftir sölutölum tóbaks frá ÁTVR. Sígarettusala hefur hrunið um 50 prósent frá 2008 til vorra tíma. Algjör snilld,“ segir Guðmundur Karl. Í þeim tölum kemur einnig fram að sala á snusi hefur aukist til samræmis við það. „Reykingarnar eru hríðfallandi eins og við höfum aldrei áður séð séð. Stærstu orsakavaldarnir eru munntóbakið og veipurnar sem eru klárlega að hreinsa reykingarnar í burtu.“Eins og glögglega má sjá hefur sala á sígarettum hrunið á Íslandi.Fleiri veipa færri reykja Guðmundur Karl lítur til þess að notkun veipa hefur aukist, og enn er horft til talnabrunns Landlæknisembættisins. Dagleg notkun veipa meðal 18 ára og eldri mældist 4 prósent árið 2017 sem samsvarar því að um það bil 10 þúsund manns hafa notað veipur daglega ef tekið er mið af þjóðinni allri. Svipað hlutfall, eða um 4 prósent, notaði veipur sjaldnar en daglega. „Samtals veipa því 20.000 manns. Þetta er aukning frá sambærilegri mælingu árið 2016 þar sem tæplega 3 prósent sögðust nota veipur daglega og önnur 3 prósent sjaldnar en daglega eða samtals um 15 þúsund manns í heildina,“ segir Guðmundur Karl sem lítur á veipur sem mikla blessun fyrir lýðheilsu almennt. Kraftaverk reyndar. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
Samantekið þá er það svo að árið 2014 reyktu 35.000 manns eða 14 prósent landsmanna. Árið 2017 reyktu 22.000 manns eða 9 prósent landsmanna. Þetta er fækkun í röðum reykingarmanna um 13 þúsund manns á tæpum þremur árum. Tæp 40 prósent hafa hætt að reykja á þeim tíma.Að verulegu leyti veipunni að þakka Þetta les Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir út úr nýútkomnum talnabrunni Landlæknisembættisins. Hann segir engan vafa á leika að þetta megi einkum þakka tilkomu rafrettunnar eða veipunnar, eins og hann kýs að kalla raftækið sem framleiðir gufu með nikótíni og margir hafa fengið sér í stað sígarettunnar. Guðmundur Karl hefur látið mjög til sín taka í umræðunni um veipuna og telur yfirvöld vilja mála yfir þá staðreynd að henni megi þakka að verulegu leyti það að nú eru reykingar minni á Íslandi en þekkist í hinum vestræna heimi.Guðmundur Karl læknir talar um kraftaverk. Reykingar eru nánast að hverfa á Íslandi og hann þakkar það ekki síst aukinni notkun veipa.visir/anton brink„Kraftaverk. Það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir vissulega erfitt að staðhæfa um orsakasamhengi en þetta fari ekki á milli mála.Sala á tóbaki hrunið frá árinu 2008 „Ég kallaði eftir sölutölum tóbaks frá ÁTVR. Sígarettusala hefur hrunið um 50 prósent frá 2008 til vorra tíma. Algjör snilld,“ segir Guðmundur Karl. Í þeim tölum kemur einnig fram að sala á snusi hefur aukist til samræmis við það. „Reykingarnar eru hríðfallandi eins og við höfum aldrei áður séð séð. Stærstu orsakavaldarnir eru munntóbakið og veipurnar sem eru klárlega að hreinsa reykingarnar í burtu.“Eins og glögglega má sjá hefur sala á sígarettum hrunið á Íslandi.Fleiri veipa færri reykja Guðmundur Karl lítur til þess að notkun veipa hefur aukist, og enn er horft til talnabrunns Landlæknisembættisins. Dagleg notkun veipa meðal 18 ára og eldri mældist 4 prósent árið 2017 sem samsvarar því að um það bil 10 þúsund manns hafa notað veipur daglega ef tekið er mið af þjóðinni allri. Svipað hlutfall, eða um 4 prósent, notaði veipur sjaldnar en daglega. „Samtals veipa því 20.000 manns. Þetta er aukning frá sambærilegri mælingu árið 2016 þar sem tæplega 3 prósent sögðust nota veipur daglega og önnur 3 prósent sjaldnar en daglega eða samtals um 15 þúsund manns í heildina,“ segir Guðmundur Karl sem lítur á veipur sem mikla blessun fyrir lýðheilsu almennt. Kraftaverk reyndar.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira