Gylfi semur stöku um Sönnu Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2018 11:22 Gylfi og Sanna en það angraði söngvaskáldið ekki þá er hún Einar lagði. visir/hanna/stína Söngvaskáldið umdeilda, Gylfi Ægisson, hefur tekið sig til og samið stöku um stjörnu nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, leiðtoga Sósíalista í borginni. Þar gerir hann sér mat úr einu umdeildasta atriði kosningabaráttunnar og telur Einar Þorsteinsson, fréttamann Ríkisútvarpsins, hafa „fallið á eigin bragði“. Gylfi Ægisson var lengi einn dáðasti laga og textahöfundur landsins og samdi fallega texta og lög á borð við Í sól og sumaryl og svo allt yfir í hinn nánast dónalega og glettinn brag: Sjúddírarírei. Dálæti margra á Gylfa fór hins vegar fyrir lítið þegar hann lét til sín taka í andófi gegn Gleðigöngunni sem hann telur atlögu við almennt velsæmi hvar samkynhneigðir fara um á leðurbuxum með beran rassinn og bjóða tippasleikjóa börnum og gamalmennum. Gylfi hefur verið býsna afgerandi í þeirri baráttu sinni og ekki gefið tommu eftir: „Þetta er bara klámsýning“. Kveðskapur Gylfa, sem hann birtir á athugasemdakerfi Vísis, er þó líkast til við alþýðuskap því stakan lýsir verulegri ánægju með hina ungu stjórnmálakonu. Gylfi gerir sér mat úr umdeildu atviki í kosningasjónvarpi Ríkissjónvarpsins, hvar Einar Þorsteinsson spyrill gekk fremur harkalega að margra mati á Sönnu og krafðist reikningsskila af hennar hálfu í því sem snýr að fortíð Gunnars Smára Egilssonar, sem hefur verið prímusmótor í starfi Sósíalistaflokksins. Sú framganga fór öfugt ofan í margan manninn og til að mynda krafðist Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í opnu bréfi til Einars þess að hann segði sig frá frekari störfum hjá Ríkisútvarpinu. En, Sönnustaka Gylfa er svona:Sanna hefur sannað sigsannarlega Einar lagðiAngraði það ekki miger hann féll á eigin bragði. Tengdar fréttir Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15 Framkvæmdastjóri Sósíalista kallar fréttamann RÚV drullusokk eftir kappræður Fréttamaðurinn spurði frambjóðanda Sósíalista hvort kjósendur gætu treyst flokknum með Gunnar Smára Egilsson í brúnni. 25. maí 2018 23:09 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Söngvaskáldið umdeilda, Gylfi Ægisson, hefur tekið sig til og samið stöku um stjörnu nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, leiðtoga Sósíalista í borginni. Þar gerir hann sér mat úr einu umdeildasta atriði kosningabaráttunnar og telur Einar Þorsteinsson, fréttamann Ríkisútvarpsins, hafa „fallið á eigin bragði“. Gylfi Ægisson var lengi einn dáðasti laga og textahöfundur landsins og samdi fallega texta og lög á borð við Í sól og sumaryl og svo allt yfir í hinn nánast dónalega og glettinn brag: Sjúddírarírei. Dálæti margra á Gylfa fór hins vegar fyrir lítið þegar hann lét til sín taka í andófi gegn Gleðigöngunni sem hann telur atlögu við almennt velsæmi hvar samkynhneigðir fara um á leðurbuxum með beran rassinn og bjóða tippasleikjóa börnum og gamalmennum. Gylfi hefur verið býsna afgerandi í þeirri baráttu sinni og ekki gefið tommu eftir: „Þetta er bara klámsýning“. Kveðskapur Gylfa, sem hann birtir á athugasemdakerfi Vísis, er þó líkast til við alþýðuskap því stakan lýsir verulegri ánægju með hina ungu stjórnmálakonu. Gylfi gerir sér mat úr umdeildu atviki í kosningasjónvarpi Ríkissjónvarpsins, hvar Einar Þorsteinsson spyrill gekk fremur harkalega að margra mati á Sönnu og krafðist reikningsskila af hennar hálfu í því sem snýr að fortíð Gunnars Smára Egilssonar, sem hefur verið prímusmótor í starfi Sósíalistaflokksins. Sú framganga fór öfugt ofan í margan manninn og til að mynda krafðist Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í opnu bréfi til Einars þess að hann segði sig frá frekari störfum hjá Ríkisútvarpinu. En, Sönnustaka Gylfa er svona:Sanna hefur sannað sigsannarlega Einar lagðiAngraði það ekki miger hann féll á eigin bragði.
Tengdar fréttir Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15 Framkvæmdastjóri Sósíalista kallar fréttamann RÚV drullusokk eftir kappræður Fréttamaðurinn spurði frambjóðanda Sósíalista hvort kjósendur gætu treyst flokknum með Gunnar Smára Egilsson í brúnni. 25. maí 2018 23:09 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15
Framkvæmdastjóri Sósíalista kallar fréttamann RÚV drullusokk eftir kappræður Fréttamaðurinn spurði frambjóðanda Sósíalista hvort kjósendur gætu treyst flokknum með Gunnar Smára Egilsson í brúnni. 25. maí 2018 23:09