Viðreisn og Miðflokkurinn sigurvegarar að mati stjórnmálafræðings Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. maí 2018 19:15 Tuttugu og sjö flokkar buðu fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum um helgina en af þeim náðu átján flokkar inn fjörutíu og fimm kjörnum fulltrúum. Eva Marín Hlynsdóttir lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að mun fleiri hafi komið fram nú en áður. „Það eru fleiri aðilar en áður sem telja að þeirra skoðanir komist ekki að og stofna nýja flokka til að koma þeim á framfæri. Þá virðast flest framboðin sem bjóða fram utan Reykjavíkur vera að komast inn,“ segir Eva Marín. Viðreisn bauðí fyrsta skipti fram á Höfuðborgarsvæðinu og náði alls staðar inn fólki þar sem flokkurinn bauð fram eða í Reykjavík, Kópavogi þar sem flokkurinn bauð fram með Bjartri framtíð, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi þar sem flokkurinn bauð fram með Neslistanum. Miðflokkurinn bauð fram í tólf sveitarfélögum og fékk níu menn kjörna í níu sveitarfélögum. Þrjá á höfuðborgarsvæðinu og sex á landsbyggðinni. Eva Marín segir þessa tvo flokka sigurvegara sveitarstjórnarkosninganna. „Bæði Miðflokkurinn og Viðreisn eru að styrkja sig og eru að koma þarna ný inn á þetta svið með töluverðu trukki. En auðvitað getur maður líka fariðút í það að Samfylkingin er að ná betri árangri í sveitarstjórnarkosningunum núna en í landsmálunum í haust,“ segir Eva. Ný framboð í sveitarstjórnarkosningum 2018: REYKJAVÍK 11 framboð buðu fram í fyrsta skipti í Reykjavík, af þeim komu fjórir flokkar inn fimm mönnum. Viðreisn 2, Sósíalistaflokkur Íslands 1, Flokkur fólksins 1, Miðflokkurinn 1. Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Kvennahreyfinginn, Borgin okkar, Alþýðufylkingin, Karlalistinn, Frelsisflokkurinn KÓPAVOGUR 4 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Kópavogi af þeim kom einn flokkur inn tveimur mönnum. Viðreisn 2.Sósíalistaflokkur Íslands, Fyrir Kópavog, Miðflokkurinn HAFNARFJÖRÐUR 3 framboð buðu fram í fyrsta skipti og þeir komu inn einum manni hver. Viðreisn 1, Bæjarlistinn 1, Miðflokkurinn 1. AKUREYRI 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað inn manni. Miðflokkurinn 1.Píratar REYKJANESBÆR 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað þeirra inn manni. Miðflokkurinn 1.Vinstri græn GARÐABÆR 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Garðabæ og náði annað þeirra inn þremur mönnum. Garðabæjarlistinn 3.Miðflokkurinn MOSFELLSBÆR 3 framboð buðu í fyrsta skipti fram og þau komu öll inn manni. Viðreisn 1, Vinir Mosfellsbæjar 1, Miðflokkurinn 1. ÁRBORG 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram og komu bæði inn manni. Áfram Árborg 1, Miðflokkurinn 1. AKRANES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. Miðflokkurinn. FJARÐABYGGÐ 1 flokkur í fyrsta skipti og fékk 1 mann. Miðflokkurinn 1. SELTJARNARNES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. En eitt framboð Viðreisn/Neslistinn og fékk 1 mann Viðreisn/Neslistinn 1.Fyrir Seltjarnarnes VESTMANNEYJAR 1 flokkur bauð fram í fyrsta skipti og fékk þrjá menn kjörna. Fyrir Heimaey 3. SKAGAFJÖRÐUR 1 flokkur bauð í fyrsta skipti fram og fékk tvo menn kjörna. Byggðalistinn 2. ÍSAFJARÐARBÆR Ekkert nýtt framboð. BORGARBYGGÐ Ekkert nýtt framboð FLJÓTSDALSHÉRAÐ 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1. SANDGERÐI OG GARÐUR 2 framboð í fyrsta skipti og bæði náðu inn fólki. Listi fólksins 2, Jákvætt samfélag 3. GRINDAVÍKURBÆR 2 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1, Rödd unga fólksins 1. NORÐURÞING 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Listi samfélagsins 1. HVERAGERÐI 1 framboð í fyrsta skipti og tveir kjörnir. Okkar Hveragerði 2. FJALLABYGGÐ 2 framboð í fyrsta skipti fengu tvo kjörna hver. Fyrir heildina 2, Betri Fjallabyggð 2. HORNAFJÖRÐUR Ekkert nýtt framboð ÖLFUS 1 framboð í fyrsta skipti fékk þrjá kjörna. Framfarasinnar & félagshyggjufólk 3. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira
Tuttugu og sjö flokkar buðu fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum um helgina en af þeim náðu átján flokkar inn fjörutíu og fimm kjörnum fulltrúum. Eva Marín Hlynsdóttir lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að mun fleiri hafi komið fram nú en áður. „Það eru fleiri aðilar en áður sem telja að þeirra skoðanir komist ekki að og stofna nýja flokka til að koma þeim á framfæri. Þá virðast flest framboðin sem bjóða fram utan Reykjavíkur vera að komast inn,“ segir Eva Marín. Viðreisn bauðí fyrsta skipti fram á Höfuðborgarsvæðinu og náði alls staðar inn fólki þar sem flokkurinn bauð fram eða í Reykjavík, Kópavogi þar sem flokkurinn bauð fram með Bjartri framtíð, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi þar sem flokkurinn bauð fram með Neslistanum. Miðflokkurinn bauð fram í tólf sveitarfélögum og fékk níu menn kjörna í níu sveitarfélögum. Þrjá á höfuðborgarsvæðinu og sex á landsbyggðinni. Eva Marín segir þessa tvo flokka sigurvegara sveitarstjórnarkosninganna. „Bæði Miðflokkurinn og Viðreisn eru að styrkja sig og eru að koma þarna ný inn á þetta svið með töluverðu trukki. En auðvitað getur maður líka fariðút í það að Samfylkingin er að ná betri árangri í sveitarstjórnarkosningunum núna en í landsmálunum í haust,“ segir Eva. Ný framboð í sveitarstjórnarkosningum 2018: REYKJAVÍK 11 framboð buðu fram í fyrsta skipti í Reykjavík, af þeim komu fjórir flokkar inn fimm mönnum. Viðreisn 2, Sósíalistaflokkur Íslands 1, Flokkur fólksins 1, Miðflokkurinn 1. Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Kvennahreyfinginn, Borgin okkar, Alþýðufylkingin, Karlalistinn, Frelsisflokkurinn KÓPAVOGUR 4 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Kópavogi af þeim kom einn flokkur inn tveimur mönnum. Viðreisn 2.Sósíalistaflokkur Íslands, Fyrir Kópavog, Miðflokkurinn HAFNARFJÖRÐUR 3 framboð buðu fram í fyrsta skipti og þeir komu inn einum manni hver. Viðreisn 1, Bæjarlistinn 1, Miðflokkurinn 1. AKUREYRI 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað inn manni. Miðflokkurinn 1.Píratar REYKJANESBÆR 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað þeirra inn manni. Miðflokkurinn 1.Vinstri græn GARÐABÆR 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Garðabæ og náði annað þeirra inn þremur mönnum. Garðabæjarlistinn 3.Miðflokkurinn MOSFELLSBÆR 3 framboð buðu í fyrsta skipti fram og þau komu öll inn manni. Viðreisn 1, Vinir Mosfellsbæjar 1, Miðflokkurinn 1. ÁRBORG 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram og komu bæði inn manni. Áfram Árborg 1, Miðflokkurinn 1. AKRANES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. Miðflokkurinn. FJARÐABYGGÐ 1 flokkur í fyrsta skipti og fékk 1 mann. Miðflokkurinn 1. SELTJARNARNES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. En eitt framboð Viðreisn/Neslistinn og fékk 1 mann Viðreisn/Neslistinn 1.Fyrir Seltjarnarnes VESTMANNEYJAR 1 flokkur bauð fram í fyrsta skipti og fékk þrjá menn kjörna. Fyrir Heimaey 3. SKAGAFJÖRÐUR 1 flokkur bauð í fyrsta skipti fram og fékk tvo menn kjörna. Byggðalistinn 2. ÍSAFJARÐARBÆR Ekkert nýtt framboð. BORGARBYGGÐ Ekkert nýtt framboð FLJÓTSDALSHÉRAÐ 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1. SANDGERÐI OG GARÐUR 2 framboð í fyrsta skipti og bæði náðu inn fólki. Listi fólksins 2, Jákvætt samfélag 3. GRINDAVÍKURBÆR 2 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1, Rödd unga fólksins 1. NORÐURÞING 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Listi samfélagsins 1. HVERAGERÐI 1 framboð í fyrsta skipti og tveir kjörnir. Okkar Hveragerði 2. FJALLABYGGÐ 2 framboð í fyrsta skipti fengu tvo kjörna hver. Fyrir heildina 2, Betri Fjallabyggð 2. HORNAFJÖRÐUR Ekkert nýtt framboð ÖLFUS 1 framboð í fyrsta skipti fékk þrjá kjörna. Framfarasinnar & félagshyggjufólk 3.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira