Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn til rannsóknar árás á stúlku í Garðabæ fimmtudaginn 23. ágúst síðastliðinn. Nokkrar ábendingar hafa þegar borist vegna málsins en lögregla óskar nú sérstaklega eftir að ná tali af manni sem var á gangi með ljósan hund og konu sem var að skokka í bleikri peysu á göngustígnum neðan við og með fram Gullakri og Góðakri í Garðabæ milli klukkan 14.10 og 14.30 síðastliðinn fimmtudag.
Þessir einstaklingar og aðrir sem telja sig geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband í síma 444-1000, senda póst á abending@lrh.is eða senda einkaskilaboð á fésbókarsíðu lögreglunnar.
Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni.