Vandamálið miklu stærra en áfengis-og kynlífsfíkn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 22:58 Melanie Brown opnar sig um erfiðleika. vísir/getty Melanie Brown kryddpía og gestadómari í America‘s Got Talent hefur að undanförnu glímt við kynlífs-og áfengisfíkn. Hún segir að fíknin sé aðeins ein afleiðing af mun stærra vandamáli sem hún hafi látið hjá líða að takast á við. Hún segir að síðasta hálfa árið hafi reynst henni erfitt. Í dag er hún í sálfræðimeðferð við áfallastreituröskun. Undanfarið ár hefur hún gert upp tímann sinn með fyrrverandi eiginmanni sínum og kvikmyndaframleiðandanum Stephen Belafonte. Þau skildu í fyrra og fékk hún staðfest tímabundið nálgunarbann á hann. Hún hefur þurft að fara ofan í saumana á mjög erfiðu tímabili í lífi sínu því hún hefur að undanförnu verið að skrifa sjálfsævisögu sína sem kemur von bráðar út. Bókin nefnist „Brutally honest“ en af titlinum má ráða að söngkonan dragi hvergi undan. „Það hefur verið ótrúlega trámatískt fyrir mig að endurupplifa ástarsamband sem einkenndist af andlegu ofbeldi og að horfast í augu við svo mörg vandamál í mínu lífi,“ segir Melanie. Hún hefur ákveðið að fara í meðferð við kynlífs-og áfengisfíkn og mun hún dvelja á meðferðarstofnun í að minnsta kosti mánuð. Það mun hún gera meðfram sálfræðimeðferð við áfallastreituröskuninni.Melanie Brown fékk staðfest tímabundið nálgunarbann á fyrrverandi eiginmann sinn, Stephen Belafonte.Vísir/getty„Ég hef verið heiðarleg í umfjöllun minni um það að drekka til að deyfa sársaukann en það er sú leið sem margir fara til að hylja það sem raunverulega er í gangi. Stundum er hreinlega of erfitt að ráða við allar þessar tilfinningar. Vandamálið hefur aldrei snúist um kynlíf eða alkóhól heldur það sem býr að baki því,“ segir Melanie. Hún segist vilja koma hreint fram og segja sannleikann um líðan sína því hún viti að svo margir hafi og séu að upplifa það sama og hún. „Ég er ennþá í erfiðleikum með þetta allt en ef ég get varpað ljósi á þetta vandamál sem sársaukinn er, áfallastreituröskun og allir þessir hlutir sem karlar og konur gera til að fela það, þá mun ég gera það,“ segir Melanie. Áfengi og tóbak Kynlíf Tengdar fréttir Kryddstúlkur sameinast á ný Stúlknasveitin Spice Girls ætlar að koma saman aftur á næsta ári. 15. nóvember 2017 15:30 Var í ástarsambandi með konu í fjögur ár Kryddpían Mel B leynir á sér. 2. desember 2014 15:30 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Melanie Brown kryddpía og gestadómari í America‘s Got Talent hefur að undanförnu glímt við kynlífs-og áfengisfíkn. Hún segir að fíknin sé aðeins ein afleiðing af mun stærra vandamáli sem hún hafi látið hjá líða að takast á við. Hún segir að síðasta hálfa árið hafi reynst henni erfitt. Í dag er hún í sálfræðimeðferð við áfallastreituröskun. Undanfarið ár hefur hún gert upp tímann sinn með fyrrverandi eiginmanni sínum og kvikmyndaframleiðandanum Stephen Belafonte. Þau skildu í fyrra og fékk hún staðfest tímabundið nálgunarbann á hann. Hún hefur þurft að fara ofan í saumana á mjög erfiðu tímabili í lífi sínu því hún hefur að undanförnu verið að skrifa sjálfsævisögu sína sem kemur von bráðar út. Bókin nefnist „Brutally honest“ en af titlinum má ráða að söngkonan dragi hvergi undan. „Það hefur verið ótrúlega trámatískt fyrir mig að endurupplifa ástarsamband sem einkenndist af andlegu ofbeldi og að horfast í augu við svo mörg vandamál í mínu lífi,“ segir Melanie. Hún hefur ákveðið að fara í meðferð við kynlífs-og áfengisfíkn og mun hún dvelja á meðferðarstofnun í að minnsta kosti mánuð. Það mun hún gera meðfram sálfræðimeðferð við áfallastreituröskuninni.Melanie Brown fékk staðfest tímabundið nálgunarbann á fyrrverandi eiginmann sinn, Stephen Belafonte.Vísir/getty„Ég hef verið heiðarleg í umfjöllun minni um það að drekka til að deyfa sársaukann en það er sú leið sem margir fara til að hylja það sem raunverulega er í gangi. Stundum er hreinlega of erfitt að ráða við allar þessar tilfinningar. Vandamálið hefur aldrei snúist um kynlíf eða alkóhól heldur það sem býr að baki því,“ segir Melanie. Hún segist vilja koma hreint fram og segja sannleikann um líðan sína því hún viti að svo margir hafi og séu að upplifa það sama og hún. „Ég er ennþá í erfiðleikum með þetta allt en ef ég get varpað ljósi á þetta vandamál sem sársaukinn er, áfallastreituröskun og allir þessir hlutir sem karlar og konur gera til að fela það, þá mun ég gera það,“ segir Melanie.
Áfengi og tóbak Kynlíf Tengdar fréttir Kryddstúlkur sameinast á ný Stúlknasveitin Spice Girls ætlar að koma saman aftur á næsta ári. 15. nóvember 2017 15:30 Var í ástarsambandi með konu í fjögur ár Kryddpían Mel B leynir á sér. 2. desember 2014 15:30 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Kryddstúlkur sameinast á ný Stúlknasveitin Spice Girls ætlar að koma saman aftur á næsta ári. 15. nóvember 2017 15:30