Ef millilandaflug yrði leyft gæti það stóraukið ferðamannastraum Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 21. maí 2018 22:05 Oddvitar framboðanna þriggja sem bjóða fram í Sveitarfélaginu Hornafirði segja að ef millilandaflug yrði leyft um Hornafjarðarflugvöll gæti það stóraukið ferðamannastraum um Suðausturland og fjölgað atvinnutækifærum. Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram í fjórða skipti á Alþingi um að flugvellinum á Höfn verði breytt í alþjóðaflugvöll sem gæti tekið á móti litlum og meðalstórum flugvélum. Þetta er reyndar í fimmta skipti sem þingsályktunartillagan er lögð fram en vegna tíðra breytinga á alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur tillagan ekki komist í gegn og því verið endurflutt. Flugvöllurinn er staðsettur fimm kílómetra norður af Höfn og sinnir Flugfélagið Ernir áætlunarflugi. Heimamenn vilja betri nýtingu á vellinum sem mundi gefa sveitarfélaginu aukin tækifæri. „Þetta eykur mikla möguleika á vöru sem væri hægt að selja gagnvart ferðamönnum og þetta eykur líka tækifæri í ýmsum útflutningi, til dæmis í sjávarútvegi. Það væri hægt að fljúga hér beint út með fisk og annað þess háttar,“ segir Björn Ingi Jónsson oddviti D-lista í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Það er klárlega eftirspurn eftir því að fólk sem vill koma beint að utan, stoppa hér og fara á jökul og Jökulsárlón og í Skaftafell og skoða þjóðgarðinn,“ segir Ásgerður Kristín Gylfadóttir oddviti Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngukerfi landsins og segir í þingsályktunartillögunni að skoða þurfi áframhaldandi rekstur og uppbyggingu á svæðinu til hagsbóta fyrir heimamenn og atvinnulíf. Staðsetning vallarins býður upp á mikla möguleika til aukinnar umferðar sérstaklega með tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs. „Núna er ekki hægt að tolla vélar hér eins og þetta var nú einu sinni en þau tækifæri sem þetta myndi skapa, það er náttúrulega gluggi hérna inn í ferðaþjónustuna. Þetta getur skapað mörg tækifæri,“ segir Sæmundur Helgason oddviti Þriðja framboðsins í Sveitarfélaginu Hornafirði. Hann vonar að tillagan á þinginu fari í gegn. Hornafjörður Samgöngur Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Oddvitar framboðanna þriggja sem bjóða fram í Sveitarfélaginu Hornafirði segja að ef millilandaflug yrði leyft um Hornafjarðarflugvöll gæti það stóraukið ferðamannastraum um Suðausturland og fjölgað atvinnutækifærum. Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram í fjórða skipti á Alþingi um að flugvellinum á Höfn verði breytt í alþjóðaflugvöll sem gæti tekið á móti litlum og meðalstórum flugvélum. Þetta er reyndar í fimmta skipti sem þingsályktunartillagan er lögð fram en vegna tíðra breytinga á alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur tillagan ekki komist í gegn og því verið endurflutt. Flugvöllurinn er staðsettur fimm kílómetra norður af Höfn og sinnir Flugfélagið Ernir áætlunarflugi. Heimamenn vilja betri nýtingu á vellinum sem mundi gefa sveitarfélaginu aukin tækifæri. „Þetta eykur mikla möguleika á vöru sem væri hægt að selja gagnvart ferðamönnum og þetta eykur líka tækifæri í ýmsum útflutningi, til dæmis í sjávarútvegi. Það væri hægt að fljúga hér beint út með fisk og annað þess háttar,“ segir Björn Ingi Jónsson oddviti D-lista í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Það er klárlega eftirspurn eftir því að fólk sem vill koma beint að utan, stoppa hér og fara á jökul og Jökulsárlón og í Skaftafell og skoða þjóðgarðinn,“ segir Ásgerður Kristín Gylfadóttir oddviti Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngukerfi landsins og segir í þingsályktunartillögunni að skoða þurfi áframhaldandi rekstur og uppbyggingu á svæðinu til hagsbóta fyrir heimamenn og atvinnulíf. Staðsetning vallarins býður upp á mikla möguleika til aukinnar umferðar sérstaklega með tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs. „Núna er ekki hægt að tolla vélar hér eins og þetta var nú einu sinni en þau tækifæri sem þetta myndi skapa, það er náttúrulega gluggi hérna inn í ferðaþjónustuna. Þetta getur skapað mörg tækifæri,“ segir Sæmundur Helgason oddviti Þriðja framboðsins í Sveitarfélaginu Hornafirði. Hann vonar að tillagan á þinginu fari í gegn.
Hornafjörður Samgöngur Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira