Fara fögrum orðum um tónlist Jóhanns í blóðugum hefndartrylli Nicolas Cage Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2018 11:17 Nicolas Cage leikur Red Miller í Mandy. Spennutryllirinn Mandy var frumsýndur á Sundance-kvikmyndahátíðinni um liðna helgi. Myndin gerist árið 1983 þar sem maður að nafni Red Miller, leikinn af Óskarsverðlaunahafanum Nicolas Cage, eltir uppi truflaðan hóp djöfladýrkenda sem myrti konuna hans Mandy á hrottafenginn hátt. Íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson semur tónlist myndarinnar og er farið fögrum orðum um tónlistina í gagnrýni Variety og Indiewire.Jóhann Jóhannsson.GettyMyndin er eftir leikstjórann Panos Cosmatos sem vakti mikla athygli fyrir fyrstu mynd sína Beyond the Black Rainbow sem kom út árið 2010. Í umfjöllun Variety um Mandy segir að þeir sem sáu fyrstu mynd Cosmatos hafi skipst í tvo hópa, þeir sem hrifust af því og hinir sem urðu hreinlega reiðir við að horfa á myndina. Gagnrýnandi Variety segir myndina Mandy vera skref fram á við. Leikstjórinn hafi tekið miklum framförum þegar kemur að sjónrænum þætti kvikmyndagerðar sem og þegar kemur að því að segja sögu sem heldur samhengi. Gagnrýnandinn segir Mandy eflaust eftir að heilla þá áhorfendur sem eru fyrir listrænni myndir. Mandy er að hans mati samsuða djöfladýrkenda hrollvekju og hefndartryllis en þeir sem elska Nicolas Cage í fullum blóma ættu að fá eitthvað fyrir sinn skerf. Sú sem leikur Mandy í þessari mynd er leikkonan Andrea Riseborough. Sú er heldur betur Íslandsvinkona en hún leikur í þættinum Crocodile í fjórðu seríu Black Mirror en þátturinn var tekinn upp hér á landi í fyrra. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Spennutryllirinn Mandy var frumsýndur á Sundance-kvikmyndahátíðinni um liðna helgi. Myndin gerist árið 1983 þar sem maður að nafni Red Miller, leikinn af Óskarsverðlaunahafanum Nicolas Cage, eltir uppi truflaðan hóp djöfladýrkenda sem myrti konuna hans Mandy á hrottafenginn hátt. Íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson semur tónlist myndarinnar og er farið fögrum orðum um tónlistina í gagnrýni Variety og Indiewire.Jóhann Jóhannsson.GettyMyndin er eftir leikstjórann Panos Cosmatos sem vakti mikla athygli fyrir fyrstu mynd sína Beyond the Black Rainbow sem kom út árið 2010. Í umfjöllun Variety um Mandy segir að þeir sem sáu fyrstu mynd Cosmatos hafi skipst í tvo hópa, þeir sem hrifust af því og hinir sem urðu hreinlega reiðir við að horfa á myndina. Gagnrýnandi Variety segir myndina Mandy vera skref fram á við. Leikstjórinn hafi tekið miklum framförum þegar kemur að sjónrænum þætti kvikmyndagerðar sem og þegar kemur að því að segja sögu sem heldur samhengi. Gagnrýnandinn segir Mandy eflaust eftir að heilla þá áhorfendur sem eru fyrir listrænni myndir. Mandy er að hans mati samsuða djöfladýrkenda hrollvekju og hefndartryllis en þeir sem elska Nicolas Cage í fullum blóma ættu að fá eitthvað fyrir sinn skerf. Sú sem leikur Mandy í þessari mynd er leikkonan Andrea Riseborough. Sú er heldur betur Íslandsvinkona en hún leikur í þættinum Crocodile í fjórðu seríu Black Mirror en þátturinn var tekinn upp hér á landi í fyrra.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira