Boða aðgerðir vegna áreitni og ofbeldis í íþróttum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. janúar 2018 20:00 Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd. Frásagnir íþróttakvenna af kynferðislegri áreitni og kynferðisbrotum voru birtar í gær en þær eru margar mjög grófar og varða níu þeirra nauðganir innan íþróttastarfsins. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í morgun með íþróttahreyfingunni og forsvarsfólki #metoo hreyfingarinnar og var ákveðið að stofna starfshóp sem mun móta aðgerðaráætlun. „Um hvernig eigi að bregðast við kynbundnu ofbeldi hjá íþrótta- og æskulýðshreyfingunni og hópurinn það hlutverk líka að samræma verklag innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar," segir Lilja Alferðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Þessi framkoma og þessi hegðun verður ekki liðin," segir hún. Í hópnum verður fulltrúi frá þeim konum sem hafa leitt #metoo umræðuna, fulltrar frá ÍSÍ, UMFÍ og menntamálaráðuneytinu. Niðurstaða hópsins á að liggja fyrir í vor. Innan ÍSÍ er meðal annars til skoðunar er að íþróttakonur geti leitað til óháðs trúnaðarmanns, eða nokkurs konar umboðsmanns. „Hvort við getum verið með einhverja miðstöð eða einstakling sem getur tekið á móti umkvörtunum og ábendingum um slíkt," segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Hún hvetur einstök félög til sjálfsskoðunar. „Þau félög sem eru með þjálfara innan sinna raða sem hefur mögulega brotið á iðkendum eða öðrum innan félags muni skoða það með öðrum augum en gert hefur verið hingað til," segir Líney. Fyrrverandi framkvæmdastjóri tveggja íþróttafélaga sem hefur reynslu af því að eiga við svona mál segir að þjálfarar sem hafi verið reknir vegna atvika af þessu tagi komist stundum að á öðrum stöðum. „Þeir dúkka dúkka upp annars staðar og mér finnst það ekki í lagi," segir Jóhann Már Helgason. Hann telur að hægt að koma í veg fyrir þetta með einhvers konar miðlægu kerfi og samstarfi allra félaga. „Ég held að þegar þessi ferli hafa ekki verið nógu skipulögð og nógu ákveðin fyrirfram hefur fólk verið hrætt við að stíga fram og það er vandamál sem við þurfum að breyta," segir Jóhann. MeToo Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd. Frásagnir íþróttakvenna af kynferðislegri áreitni og kynferðisbrotum voru birtar í gær en þær eru margar mjög grófar og varða níu þeirra nauðganir innan íþróttastarfsins. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í morgun með íþróttahreyfingunni og forsvarsfólki #metoo hreyfingarinnar og var ákveðið að stofna starfshóp sem mun móta aðgerðaráætlun. „Um hvernig eigi að bregðast við kynbundnu ofbeldi hjá íþrótta- og æskulýðshreyfingunni og hópurinn það hlutverk líka að samræma verklag innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar," segir Lilja Alferðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Þessi framkoma og þessi hegðun verður ekki liðin," segir hún. Í hópnum verður fulltrúi frá þeim konum sem hafa leitt #metoo umræðuna, fulltrar frá ÍSÍ, UMFÍ og menntamálaráðuneytinu. Niðurstaða hópsins á að liggja fyrir í vor. Innan ÍSÍ er meðal annars til skoðunar er að íþróttakonur geti leitað til óháðs trúnaðarmanns, eða nokkurs konar umboðsmanns. „Hvort við getum verið með einhverja miðstöð eða einstakling sem getur tekið á móti umkvörtunum og ábendingum um slíkt," segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Hún hvetur einstök félög til sjálfsskoðunar. „Þau félög sem eru með þjálfara innan sinna raða sem hefur mögulega brotið á iðkendum eða öðrum innan félags muni skoða það með öðrum augum en gert hefur verið hingað til," segir Líney. Fyrrverandi framkvæmdastjóri tveggja íþróttafélaga sem hefur reynslu af því að eiga við svona mál segir að þjálfarar sem hafi verið reknir vegna atvika af þessu tagi komist stundum að á öðrum stöðum. „Þeir dúkka dúkka upp annars staðar og mér finnst það ekki í lagi," segir Jóhann Már Helgason. Hann telur að hægt að koma í veg fyrir þetta með einhvers konar miðlægu kerfi og samstarfi allra félaga. „Ég held að þegar þessi ferli hafa ekki verið nógu skipulögð og nógu ákveðin fyrirfram hefur fólk verið hrætt við að stíga fram og það er vandamál sem við þurfum að breyta," segir Jóhann.
MeToo Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira