Jakob Möller situr áfram og metur dómaraefni í næstu umferð Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. janúar 2018 10:15 Jakob Möller formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti sem starfar samkvæmt lögum um dómstóla. Jakob Möller hefur verið valinn af Hæstarétti Íslands til að vera settur formaður dómnefndar um hæfni umsækjanda um dómaraembætti vegna skipunar eins dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var 17. nóvember. Gunnlaugur Claessen og Greta Baldursdóttir víkja sæti úr nefndinni „vegna tímabundinna anna.“ Þetta kemur fram í tölvupósti til umsækjenda um dómaraembættið sem fréttastofan hefur undir höndum. Þess má geta að Gunnlaugur Claessen lét af störfum sem hæstaréttardómari í ágúst 2013 sökum aldurs og er í reynd sestur í helgan stein. Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Á meðal umsækjenda eru margir þeir sömu og sóttu um dómaraembætti við síðustu skipun. Umsóknarfrestur rann út 11. desember. Í tölvupósti sem barst umsækjendum í gær segir: „Upplýst er um að Gunnlaugur Claessen, formaður nefndarinnar, og Greta Baldursdóttir, varamaður hans, hafa bæði vikið sæti við meðferð málsins fyrst og fremst vegna tímabundinna anna. Í því ljósi óskaði ráðuneytið þess að Hæstiréttur Íslands tilnefndi einstakling til að taka sæti í dómnefndinni ad hoc við meðferð málsins. Samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar hefur dómsmálaráðherra sett Jakob R. Möller, hæstaréttarlögmann, sem formann dómnefndarinnar við meðferð málsins.“ Þá er greint frá því að Óskar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður, hafi einnig vikið sæti í nefndinni vegna tengsla við einn umsækjanda og tekur varamaður hans Guðrún Björk Bjarnadóttir, hæstaréttarlögmaður, sæti í nefndinni í hans stað. Aðrir nefndarmenn eru Kristín Benediktsdóttir, dósent, Ragnheiður Harðardóttir, landsréttardómari, og Ragnhildur Helgadóttir, prófessor.Hæstiréttur Íslands virðist ekki telja að tilnefning Jakobs Möllers rýri trúverðugleika umsagnarferlisins eða það traust sem er talið nauðsynlegt að ríki um dómskerfið í landinu.Nokkur styr hefur staðið um síðustu umsögn dómnefndarinnar um umsækjendur um embætti héraðsdómara en þá var Jakob Möller einnig settur formaður nefndarinnar. Gerði Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, alvarlegar athugasemdir við umsögnina og taldi hana óskýra og illa rökstudda. Þá taldi hann svör nefndarinnar við fyrirspurn „gefa litlar sem engar upplýsingar um það hvernig mati nefndarinnar var háttað.“ Gerði hann grein fyrir athugasemdum sínum í bréfi til nefndarinnar og lýsti óánægju með umsagnarferlið og svör nefndarinnar í öðru bréfi til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um leið og hann skipaði dómara í samræmi við umsögn nefndarinnar. Guðlaugur Þór sagði að hann teldi mikilvægt að skoða aðkomu leikmanna að umsagnarferlinu að danskri fyrirmynd til að draga úr hættu á „klíkumyndun í vali dómara.“ Dómsmálaráðherra brást við athugasemdum hans og sagði í viðtali að hún teldi mikilvægt að endurskoða reglurnar um störf dómnefndarinnar og eftir atvikum einnig ákvæði laga um dómstóla. Hæstiréttur Íslands virðist ekki telja að umfjöllun fjölmiðla og athugasemdir ráðherra rýri trúverðugleika umsagnarferlisins með Jakob Möller sem settan formann dómnefndarinnar í ljósi ákvörðunar um að tilnefna hann að nýju. Þá virðist rétturinn ekki heldur telja að það sé til þess fallið að draga úr trausti í garð dómskerfisins í landinu. Ekki liggur fyrir hvort tilteknir umsækjendur muni fara fram á að Jakob víki sæti vegna vanhæfis. Tengdar fréttir Guðlaugur Þór svarar Jakobi Möller: Aukaatriði hver sat við tölvuna og ritaði inn bréfið Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra sem skipaði átta héraðsdómara í gær, segir það aukaatriði í málinu hver hafi setið við tölvuna og ritað inn bréf sem hann sendi Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipunarinnar. 10. janúar 2018 10:21 Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00 Þau sóttu um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 11. desember. 4. janúar 2018 14:17 Ráðherra mun birta svarbréf dómnefndar Dómnefnd um hæfni umsækjenda um átta stöður héraðsdómara hefur óskað eftir því við Guðlaug Þór Þórðarson, settan dómsmálaráðherra, að svarbréf nefndarinnar við bréfi ráðherra verði birt á vef ráðuneytisins. 3. janúar 2018 18:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Jakob Möller hefur verið valinn af Hæstarétti Íslands til að vera settur formaður dómnefndar um hæfni umsækjanda um dómaraembætti vegna skipunar eins dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var 17. nóvember. Gunnlaugur Claessen og Greta Baldursdóttir víkja sæti úr nefndinni „vegna tímabundinna anna.“ Þetta kemur fram í tölvupósti til umsækjenda um dómaraembættið sem fréttastofan hefur undir höndum. Þess má geta að Gunnlaugur Claessen lét af störfum sem hæstaréttardómari í ágúst 2013 sökum aldurs og er í reynd sestur í helgan stein. Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Á meðal umsækjenda eru margir þeir sömu og sóttu um dómaraembætti við síðustu skipun. Umsóknarfrestur rann út 11. desember. Í tölvupósti sem barst umsækjendum í gær segir: „Upplýst er um að Gunnlaugur Claessen, formaður nefndarinnar, og Greta Baldursdóttir, varamaður hans, hafa bæði vikið sæti við meðferð málsins fyrst og fremst vegna tímabundinna anna. Í því ljósi óskaði ráðuneytið þess að Hæstiréttur Íslands tilnefndi einstakling til að taka sæti í dómnefndinni ad hoc við meðferð málsins. Samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar hefur dómsmálaráðherra sett Jakob R. Möller, hæstaréttarlögmann, sem formann dómnefndarinnar við meðferð málsins.“ Þá er greint frá því að Óskar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður, hafi einnig vikið sæti í nefndinni vegna tengsla við einn umsækjanda og tekur varamaður hans Guðrún Björk Bjarnadóttir, hæstaréttarlögmaður, sæti í nefndinni í hans stað. Aðrir nefndarmenn eru Kristín Benediktsdóttir, dósent, Ragnheiður Harðardóttir, landsréttardómari, og Ragnhildur Helgadóttir, prófessor.Hæstiréttur Íslands virðist ekki telja að tilnefning Jakobs Möllers rýri trúverðugleika umsagnarferlisins eða það traust sem er talið nauðsynlegt að ríki um dómskerfið í landinu.Nokkur styr hefur staðið um síðustu umsögn dómnefndarinnar um umsækjendur um embætti héraðsdómara en þá var Jakob Möller einnig settur formaður nefndarinnar. Gerði Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, alvarlegar athugasemdir við umsögnina og taldi hana óskýra og illa rökstudda. Þá taldi hann svör nefndarinnar við fyrirspurn „gefa litlar sem engar upplýsingar um það hvernig mati nefndarinnar var háttað.“ Gerði hann grein fyrir athugasemdum sínum í bréfi til nefndarinnar og lýsti óánægju með umsagnarferlið og svör nefndarinnar í öðru bréfi til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um leið og hann skipaði dómara í samræmi við umsögn nefndarinnar. Guðlaugur Þór sagði að hann teldi mikilvægt að skoða aðkomu leikmanna að umsagnarferlinu að danskri fyrirmynd til að draga úr hættu á „klíkumyndun í vali dómara.“ Dómsmálaráðherra brást við athugasemdum hans og sagði í viðtali að hún teldi mikilvægt að endurskoða reglurnar um störf dómnefndarinnar og eftir atvikum einnig ákvæði laga um dómstóla. Hæstiréttur Íslands virðist ekki telja að umfjöllun fjölmiðla og athugasemdir ráðherra rýri trúverðugleika umsagnarferlisins með Jakob Möller sem settan formann dómnefndarinnar í ljósi ákvörðunar um að tilnefna hann að nýju. Þá virðist rétturinn ekki heldur telja að það sé til þess fallið að draga úr trausti í garð dómskerfisins í landinu. Ekki liggur fyrir hvort tilteknir umsækjendur muni fara fram á að Jakob víki sæti vegna vanhæfis.
Tengdar fréttir Guðlaugur Þór svarar Jakobi Möller: Aukaatriði hver sat við tölvuna og ritaði inn bréfið Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra sem skipaði átta héraðsdómara í gær, segir það aukaatriði í málinu hver hafi setið við tölvuna og ritað inn bréf sem hann sendi Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipunarinnar. 10. janúar 2018 10:21 Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00 Þau sóttu um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 11. desember. 4. janúar 2018 14:17 Ráðherra mun birta svarbréf dómnefndar Dómnefnd um hæfni umsækjenda um átta stöður héraðsdómara hefur óskað eftir því við Guðlaug Þór Þórðarson, settan dómsmálaráðherra, að svarbréf nefndarinnar við bréfi ráðherra verði birt á vef ráðuneytisins. 3. janúar 2018 18:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Guðlaugur Þór svarar Jakobi Möller: Aukaatriði hver sat við tölvuna og ritaði inn bréfið Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra sem skipaði átta héraðsdómara í gær, segir það aukaatriði í málinu hver hafi setið við tölvuna og ritað inn bréf sem hann sendi Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipunarinnar. 10. janúar 2018 10:21
Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00
Þau sóttu um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 11. desember. 4. janúar 2018 14:17
Ráðherra mun birta svarbréf dómnefndar Dómnefnd um hæfni umsækjenda um átta stöður héraðsdómara hefur óskað eftir því við Guðlaug Þór Þórðarson, settan dómsmálaráðherra, að svarbréf nefndarinnar við bréfi ráðherra verði birt á vef ráðuneytisins. 3. janúar 2018 18:45