Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. október 2017 06:00 Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. vísir/andri marinó „Aðstæður fyrir vindmyllur eru það góðar hér að ég setti heimsmet á fyrsta ári í framleiðslu,“ segir Steingrímur Erlingsson, eigandi BioKrafts ehf., sem vill setja upp nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ. Steingrímur kveðst hafa flutt vindmyllurnar tvær sem þar eru inn notaðar á sínum tíma. Þær hafi skilað rafmagni framar vonum allt frá byrjun. Í júlí í sumar eyðilagðist önnur myllan þegar eldingu laust niður í hana svo að hún brann. BioKraft óskar nú eftir að fá að taka myllurnar niður af stöplum sínum og koma þar fyrir tveimur nýjum mylluturnum. Hæð turnanna sjálfra er 57 metrar en spaðarnir ná í 96 metra hæð. Hæð núverandi turna er 53 metrar með spöðum sem ná í 74 metra hæð. Skipulagsnefnd Rangárþings ytra segist ekki gera athugasemdir við að vindmyllur BioKrafts verði teknar niður en leyfir hins vegar ekki uppsetningu stærri myllanna. „Þetta eru minnstu myllur sem eru framleiddar í dag fyrir okkar markaðssvæði. Ég get farið til Kína og keypt vindmyllu með gamalli hönnun en það myndi enginn gera. Þetta er eins og vera heimilað að vera með svarthvítt sjónvarp,“ segir Steingrímur sem undirstrikar að nýju myllurnar séu öruggari og betri en þær gömlu enda sé þróunin ör á þessu sviði. Nýju mylluspaðarnir snúist til dæmis sextán hringi á mínútu í staðinn fyrir 28 snúninga og hávaðinn muni minnka. „Hann fer niður þannig að í hundrað metra fjarlægð frá vindmyllunni eru menn að heyra 48 desíbel. Hljóðlátasta uppþvottavélin frá Siemens er 48 desibel.“ Að sögn Steingríms er ætlunin að sækja um breytingu á deiliskipulagi svo setja megi stærri gerð af myllum upp. Hins vegar sé alls óvíst hversu langan tíma það taki. „Ég verð kannski að gera líkt og Landsvirkjun sem er með minni spaða á sínum myllum en þær eru byggðar til að hafa,“ útskýrir hann. BioKraft selur raforku til Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. „Magnið frá okkur samsvarar raforkunotkun eitt þúsund einbýlishúsa,“ segir Steingrímur sem kveður möguleikana mikla á þessu sviði hérlendis, ekki síst í Þykkvabænum. „Ég trúi á þetta og setti aleiguna í þetta á sínum tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira
„Aðstæður fyrir vindmyllur eru það góðar hér að ég setti heimsmet á fyrsta ári í framleiðslu,“ segir Steingrímur Erlingsson, eigandi BioKrafts ehf., sem vill setja upp nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ. Steingrímur kveðst hafa flutt vindmyllurnar tvær sem þar eru inn notaðar á sínum tíma. Þær hafi skilað rafmagni framar vonum allt frá byrjun. Í júlí í sumar eyðilagðist önnur myllan þegar eldingu laust niður í hana svo að hún brann. BioKraft óskar nú eftir að fá að taka myllurnar niður af stöplum sínum og koma þar fyrir tveimur nýjum mylluturnum. Hæð turnanna sjálfra er 57 metrar en spaðarnir ná í 96 metra hæð. Hæð núverandi turna er 53 metrar með spöðum sem ná í 74 metra hæð. Skipulagsnefnd Rangárþings ytra segist ekki gera athugasemdir við að vindmyllur BioKrafts verði teknar niður en leyfir hins vegar ekki uppsetningu stærri myllanna. „Þetta eru minnstu myllur sem eru framleiddar í dag fyrir okkar markaðssvæði. Ég get farið til Kína og keypt vindmyllu með gamalli hönnun en það myndi enginn gera. Þetta er eins og vera heimilað að vera með svarthvítt sjónvarp,“ segir Steingrímur sem undirstrikar að nýju myllurnar séu öruggari og betri en þær gömlu enda sé þróunin ör á þessu sviði. Nýju mylluspaðarnir snúist til dæmis sextán hringi á mínútu í staðinn fyrir 28 snúninga og hávaðinn muni minnka. „Hann fer niður þannig að í hundrað metra fjarlægð frá vindmyllunni eru menn að heyra 48 desíbel. Hljóðlátasta uppþvottavélin frá Siemens er 48 desibel.“ Að sögn Steingríms er ætlunin að sækja um breytingu á deiliskipulagi svo setja megi stærri gerð af myllum upp. Hins vegar sé alls óvíst hversu langan tíma það taki. „Ég verð kannski að gera líkt og Landsvirkjun sem er með minni spaða á sínum myllum en þær eru byggðar til að hafa,“ útskýrir hann. BioKraft selur raforku til Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. „Magnið frá okkur samsvarar raforkunotkun eitt þúsund einbýlishúsa,“ segir Steingrímur sem kveður möguleikana mikla á þessu sviði hérlendis, ekki síst í Þykkvabænum. „Ég trúi á þetta og setti aleiguna í þetta á sínum tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira