Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. október 2017 06:00 Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. vísir/andri marinó „Aðstæður fyrir vindmyllur eru það góðar hér að ég setti heimsmet á fyrsta ári í framleiðslu,“ segir Steingrímur Erlingsson, eigandi BioKrafts ehf., sem vill setja upp nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ. Steingrímur kveðst hafa flutt vindmyllurnar tvær sem þar eru inn notaðar á sínum tíma. Þær hafi skilað rafmagni framar vonum allt frá byrjun. Í júlí í sumar eyðilagðist önnur myllan þegar eldingu laust niður í hana svo að hún brann. BioKraft óskar nú eftir að fá að taka myllurnar niður af stöplum sínum og koma þar fyrir tveimur nýjum mylluturnum. Hæð turnanna sjálfra er 57 metrar en spaðarnir ná í 96 metra hæð. Hæð núverandi turna er 53 metrar með spöðum sem ná í 74 metra hæð. Skipulagsnefnd Rangárþings ytra segist ekki gera athugasemdir við að vindmyllur BioKrafts verði teknar niður en leyfir hins vegar ekki uppsetningu stærri myllanna. „Þetta eru minnstu myllur sem eru framleiddar í dag fyrir okkar markaðssvæði. Ég get farið til Kína og keypt vindmyllu með gamalli hönnun en það myndi enginn gera. Þetta er eins og vera heimilað að vera með svarthvítt sjónvarp,“ segir Steingrímur sem undirstrikar að nýju myllurnar séu öruggari og betri en þær gömlu enda sé þróunin ör á þessu sviði. Nýju mylluspaðarnir snúist til dæmis sextán hringi á mínútu í staðinn fyrir 28 snúninga og hávaðinn muni minnka. „Hann fer niður þannig að í hundrað metra fjarlægð frá vindmyllunni eru menn að heyra 48 desíbel. Hljóðlátasta uppþvottavélin frá Siemens er 48 desibel.“ Að sögn Steingríms er ætlunin að sækja um breytingu á deiliskipulagi svo setja megi stærri gerð af myllum upp. Hins vegar sé alls óvíst hversu langan tíma það taki. „Ég verð kannski að gera líkt og Landsvirkjun sem er með minni spaða á sínum myllum en þær eru byggðar til að hafa,“ útskýrir hann. BioKraft selur raforku til Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. „Magnið frá okkur samsvarar raforkunotkun eitt þúsund einbýlishúsa,“ segir Steingrímur sem kveður möguleikana mikla á þessu sviði hérlendis, ekki síst í Þykkvabænum. „Ég trúi á þetta og setti aleiguna í þetta á sínum tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Sjá meira
„Aðstæður fyrir vindmyllur eru það góðar hér að ég setti heimsmet á fyrsta ári í framleiðslu,“ segir Steingrímur Erlingsson, eigandi BioKrafts ehf., sem vill setja upp nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ. Steingrímur kveðst hafa flutt vindmyllurnar tvær sem þar eru inn notaðar á sínum tíma. Þær hafi skilað rafmagni framar vonum allt frá byrjun. Í júlí í sumar eyðilagðist önnur myllan þegar eldingu laust niður í hana svo að hún brann. BioKraft óskar nú eftir að fá að taka myllurnar niður af stöplum sínum og koma þar fyrir tveimur nýjum mylluturnum. Hæð turnanna sjálfra er 57 metrar en spaðarnir ná í 96 metra hæð. Hæð núverandi turna er 53 metrar með spöðum sem ná í 74 metra hæð. Skipulagsnefnd Rangárþings ytra segist ekki gera athugasemdir við að vindmyllur BioKrafts verði teknar niður en leyfir hins vegar ekki uppsetningu stærri myllanna. „Þetta eru minnstu myllur sem eru framleiddar í dag fyrir okkar markaðssvæði. Ég get farið til Kína og keypt vindmyllu með gamalli hönnun en það myndi enginn gera. Þetta er eins og vera heimilað að vera með svarthvítt sjónvarp,“ segir Steingrímur sem undirstrikar að nýju myllurnar séu öruggari og betri en þær gömlu enda sé þróunin ör á þessu sviði. Nýju mylluspaðarnir snúist til dæmis sextán hringi á mínútu í staðinn fyrir 28 snúninga og hávaðinn muni minnka. „Hann fer niður þannig að í hundrað metra fjarlægð frá vindmyllunni eru menn að heyra 48 desíbel. Hljóðlátasta uppþvottavélin frá Siemens er 48 desibel.“ Að sögn Steingríms er ætlunin að sækja um breytingu á deiliskipulagi svo setja megi stærri gerð af myllum upp. Hins vegar sé alls óvíst hversu langan tíma það taki. „Ég verð kannski að gera líkt og Landsvirkjun sem er með minni spaða á sínum myllum en þær eru byggðar til að hafa,“ útskýrir hann. BioKraft selur raforku til Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. „Magnið frá okkur samsvarar raforkunotkun eitt þúsund einbýlishúsa,“ segir Steingrímur sem kveður möguleikana mikla á þessu sviði hérlendis, ekki síst í Þykkvabænum. „Ég trúi á þetta og setti aleiguna í þetta á sínum tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Sjá meira