Skalf úr stressi þegar hún sendi frá sér fyrsta lagið Guðný Hrönn skrifar 8. febrúar 2018 11:00 Saga Matthildur stefnir á að gefa út plötu síðar á þessu ári. Vísir/ERNIR Söngkonan Saga Matthildur Árnadóttir stendur á tímamótum þar sem hún gaf út sitt fyrsta lag á mánudaginn. Saga er 19 ára en þrátt fyrir ungan aldur hefur Saga samið tónlist og sungið í nokkur ár. Margir muna eftir henni úr Söngkeppni framhaldsskólanna en hún keppti árið 2015 fyrir hönd FG og hafnaði í þriðja sæti og vann símakosninguna. Saga var himinlifandi með árangurinn í keppninni en tók sér þó fljótlega smá pásu. „Ég er með kvíðaröskun og hef notað tónlistina til að vinna mig í gegnum það. Það var svo mikið í gangi á þessum tíma þannig að mig langaði aðeins að hægja á mér og taka pásu. Ég spilaði alveg á nokkrum stöðum og það var gaman en ég vildi samt taka pásu frá því að koma fram.“ En Saga er komin á fullt aftur í tónlistinni og hefur undanfarið nýtt tímann í tónlistarsköpun ásamt vini sínum, Pétri Þór Sævarssyni. „Hann tók upp nýja lagið mitt og framleiddi.“ Spurð nánar út í þetta fyrsta lag sem Saga gefur út segir hún: „Það heitir Peter Pan og ég samdi það þegar ég var 15 ára. Það er eitthvað við þetta lag, mér þykir mjög vænt um það.“ Í laginu syngur kór með Sögu á köflum. „Ég setti saman kór með því að fara bara á Facebook og finna alla vini mína sem ég vissi að gætu sungið,“ segir hún og hlær. Hún bætir við að því hafi fylgt mikið stress að gefa lagið út þegar það var loksins tilbúið. „Þegar ég var að bíða eftir að fá lagið á Spotify þá skalf ég hálfan daginn, af stressi og spenningi. En ég er ótrúlega ánægð með að hafa gert þetta því þetta er það sem mig er búið að langa að gera síðan ég var 6 ára.“ Aðspurð hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér segist Saga vona að þetta fyrsta lag sem hún gefur út sé fyrsta skrefið í átt að plötuútgáfu. „Ég er strax byrjuð að vinna í næsta lagi og vonandi kemur plata á árinu. Stefnan er sett á það.“ Áhugasamir geta hlustað á Peter Pan eftir Sögu bæði á Youtube og Spotify. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Söngkonan Saga Matthildur Árnadóttir stendur á tímamótum þar sem hún gaf út sitt fyrsta lag á mánudaginn. Saga er 19 ára en þrátt fyrir ungan aldur hefur Saga samið tónlist og sungið í nokkur ár. Margir muna eftir henni úr Söngkeppni framhaldsskólanna en hún keppti árið 2015 fyrir hönd FG og hafnaði í þriðja sæti og vann símakosninguna. Saga var himinlifandi með árangurinn í keppninni en tók sér þó fljótlega smá pásu. „Ég er með kvíðaröskun og hef notað tónlistina til að vinna mig í gegnum það. Það var svo mikið í gangi á þessum tíma þannig að mig langaði aðeins að hægja á mér og taka pásu. Ég spilaði alveg á nokkrum stöðum og það var gaman en ég vildi samt taka pásu frá því að koma fram.“ En Saga er komin á fullt aftur í tónlistinni og hefur undanfarið nýtt tímann í tónlistarsköpun ásamt vini sínum, Pétri Þór Sævarssyni. „Hann tók upp nýja lagið mitt og framleiddi.“ Spurð nánar út í þetta fyrsta lag sem Saga gefur út segir hún: „Það heitir Peter Pan og ég samdi það þegar ég var 15 ára. Það er eitthvað við þetta lag, mér þykir mjög vænt um það.“ Í laginu syngur kór með Sögu á köflum. „Ég setti saman kór með því að fara bara á Facebook og finna alla vini mína sem ég vissi að gætu sungið,“ segir hún og hlær. Hún bætir við að því hafi fylgt mikið stress að gefa lagið út þegar það var loksins tilbúið. „Þegar ég var að bíða eftir að fá lagið á Spotify þá skalf ég hálfan daginn, af stressi og spenningi. En ég er ótrúlega ánægð með að hafa gert þetta því þetta er það sem mig er búið að langa að gera síðan ég var 6 ára.“ Aðspurð hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér segist Saga vona að þetta fyrsta lag sem hún gefur út sé fyrsta skrefið í átt að plötuútgáfu. „Ég er strax byrjuð að vinna í næsta lagi og vonandi kemur plata á árinu. Stefnan er sett á það.“ Áhugasamir geta hlustað á Peter Pan eftir Sögu bæði á Youtube og Spotify.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira