Reykjavíkurborg vill efla atvinnutengt nám Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2018 07:00 Davíð Thor Morgan vinnur einu sinni i viku í Bauhaus. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að áformum með þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts um að fjölga börnum í verkefninu Atvinnutengt nám. Verkefnið er unnið í samvinnu þessara tveggja aðila. Það er ætlað nemendum í 9. og 10 bekk grunnskóla í Reykjavík, sem vegna sértækra örðugleika, annarra en fötlunar, hafa dregist verulega aftur úr námi og/eða eiga við félags- og tilfinningalega örðugleika að stríða sem valda þeim verulegri vanlíðan í grunnskóla. Markmiðið er að bæta líðan nemenda og styrkja sjálfsmynd þeirra. Nemendurnir hafa verið að aðstoða við verslunarstörf, störf í eldhúsum veitingahúsa og hótela, í byggingavinnu og fleiru. Eru þau þá einn dag í viku í fjóra tíma í senn á vinnustað í stað þess að vera í skóla. Skóla- og frístundasvið fær tiltekna fjárveitingu í þetta verkefni. Fjármagnið fer í að greiða starfsmanni í þjónustumiðstöðinni í Árbæ fyrir að sinna verkefninu og greiða laun krakkanna, en þau fá greiddan vinnuskólataxta. „Við erum í samstarfi við þjónustumiðstöðina í Árbæ um að fjölga nemendum í úrræðinu, en gera eins litla hækkun á stöðuhlutfallinu og hægt er þannig að við getum látið peningana sem mest fara til barnanna en minna í annað,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og fræðslusviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekkert nákvæmlega hvar þetta endar, en það er verið að vinna í því að efla úrræðið af því að við vitum að þetta svínvirkar og það skiptir mjög miklu máli að hafa úrræði og við getum þá gripið börnin, haldið þeim virkum og gefið þeim leið inn í framtíðina. Það er alveg lykilatriði,“ segir Helgi Í umfjöllun Fréttablaðsins um atvinnutengt nám kom fram að á yfirstandandi skólavetri eru 85 nemendur í atvinnutengdu námi. Fjölgaði þeim um 13 frá fyrri vetri. Verkefnastjórinn, Arna Hrönn Aradóttir, segir að eftirspurn eftir þátttöku í verkefninu sé mjög mikil. Hún hefur þess vegna lagt áherslu á að það sé mjög mikilvægt að atvinnurekendur sýni því áhuga og séu fúsir til að taka nemendur að sér. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að áformum með þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts um að fjölga börnum í verkefninu Atvinnutengt nám. Verkefnið er unnið í samvinnu þessara tveggja aðila. Það er ætlað nemendum í 9. og 10 bekk grunnskóla í Reykjavík, sem vegna sértækra örðugleika, annarra en fötlunar, hafa dregist verulega aftur úr námi og/eða eiga við félags- og tilfinningalega örðugleika að stríða sem valda þeim verulegri vanlíðan í grunnskóla. Markmiðið er að bæta líðan nemenda og styrkja sjálfsmynd þeirra. Nemendurnir hafa verið að aðstoða við verslunarstörf, störf í eldhúsum veitingahúsa og hótela, í byggingavinnu og fleiru. Eru þau þá einn dag í viku í fjóra tíma í senn á vinnustað í stað þess að vera í skóla. Skóla- og frístundasvið fær tiltekna fjárveitingu í þetta verkefni. Fjármagnið fer í að greiða starfsmanni í þjónustumiðstöðinni í Árbæ fyrir að sinna verkefninu og greiða laun krakkanna, en þau fá greiddan vinnuskólataxta. „Við erum í samstarfi við þjónustumiðstöðina í Árbæ um að fjölga nemendum í úrræðinu, en gera eins litla hækkun á stöðuhlutfallinu og hægt er þannig að við getum látið peningana sem mest fara til barnanna en minna í annað,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og fræðslusviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekkert nákvæmlega hvar þetta endar, en það er verið að vinna í því að efla úrræðið af því að við vitum að þetta svínvirkar og það skiptir mjög miklu máli að hafa úrræði og við getum þá gripið börnin, haldið þeim virkum og gefið þeim leið inn í framtíðina. Það er alveg lykilatriði,“ segir Helgi Í umfjöllun Fréttablaðsins um atvinnutengt nám kom fram að á yfirstandandi skólavetri eru 85 nemendur í atvinnutengdu námi. Fjölgaði þeim um 13 frá fyrri vetri. Verkefnastjórinn, Arna Hrönn Aradóttir, segir að eftirspurn eftir þátttöku í verkefninu sé mjög mikil. Hún hefur þess vegna lagt áherslu á að það sé mjög mikilvægt að atvinnurekendur sýni því áhuga og séu fúsir til að taka nemendur að sér.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira