Venjulegt vetrarveður á morgun en svo koma lægðirnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2018 21:21 Veðrið var afar slæmt um helgina. Vísir/Jói K. Skaplega veður verður víðast hvar á morgun en var í dag. Búast má við venjulegu vetrarveðri áður en næsta lægð færist yfir landið seint annað kvöld. Lægðin sem gengið hefur yfir landið í dag er farin að þynnast og færast frá landinu en líkt og fjallað hefur verið um á Vísi hafa fjölmargir lent í vandræðum um helgina vegna veðurs. Á morgun fá landsmenn þó örlítla pásu frá veðurguðunum. „Það verður ágætis veður fram eftir degi á morgun. Það verður suðvestanátt og einhver él sunnan og vestanlands,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það mun þó ekki endast lengi því gert er ráð fyrir að önnur lægð fikri sig yfir landið frá og með mánudagskvöldi. „Þá kemur næsta lægð með kvöldinu með austan hvassviðri eða stormi með ofankomu um landið suðaustanvert. Þessi lægð gengur vestur yfir landið með hvassviðri og snjókomu,“ segir Helga.Vindaspá Veðurstofunnar fyrir miðvikudaginn.Mynd/Veðurstofa ÍslandsReiknað er þó með því að hún sé með öðru sniði en lægðin um helgina þar sem hún fer mun hraðar yfir. „Hún ætlar ekkert að doka lengi við og verður farin út af landinu seininpartinn á þriðjudaginn,“ segir Helga. Reikna má með að veður verði verst fyrst um sinn á Suðausturlandi en lægðin mun fikra sig norður eftir landinu. Um hádegi á þriðjudag verður orðið þokkalegt veður um veður um landið austanvert en enn verður mjög hvasst og snjókoma á norðvestanverðu landinu. „Eins og staðan er núna virðist höfuðborgarsvæðið ætla að sleppa ansi vel frá þessari lægð sem kemur á morgun. Við erum bara í suðvestan átt með smá éljum. Það er ekki útlit fyrir að við verðum í vandræðum með höfuðborgarsvæðið en eins og við vitum núna um helgina þá þurfa þessar lægðir ekki að færast mikið til,“ segir Helga. Þá er einnig von á annarri lægð á miðvikudaginn en segir Helga að hún sé með hefðbundnara sniði en sú sem kom um helgina. „Hún er aðeins stærri um sig og það eru skil sem ganga yfir landið. Við könnumst meira við hana en þessar litlu lægðir sem hafa verið að koma,“ segir Helga.Veðurhorfur á landinu Vestan 15-23 m/s sunnan- og vestantil á landinu með snjókomu eða éljum. Hvassast við ströndina. Mun hægari vindur norðan- og austanlands og úrkomulítið, en suðlægari og snjókoma á köflum austanlands. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðvestan 5-13 m/s um hádegi á morgun. Él sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Gengur í austan hvassviðri um landið suðaustanvert annað kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag: Austlæg eða breytileg átt 13-23 m/s og snjókoma aðfaranótt þriðjudags, en hægari vindur og él á Suðurlandi. Snýst í suðlæga átt með deginum, víða 8-15 um hádegi og él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Sunnan stormur og snjókoma við Breiðafjörð og á Vestfjörðum fram eftir degi, en lægir þar einnig undir kvöld. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Gengur í austan 15-23 m/s, en 23-28 syðst. Dregur úr vindi síðdegis, allvíða austan 8-15 undir kvöld. Snjókoma eða slydda, einkum á austurhelmingi landsins, en rigning með austurströndinni. Hlýnar í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.Á fimmtudag: Austlæg átt 5-10, en 10-15 á Vestfjörðum. Él eða slydduél, en þurrt og bjart um landið suðvestanvert. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og él í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.Á laugardag: Suðvestan 5-13 og dálítil él, en léttskýjað norðan- og austanlands. Frost 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan og austan.Á sunnudag:Líkur á vaxandi austanátt með ofankomu sunnan- og austanlands. Minnkandi frost. Veður Tengdar fréttir Veðrið í dag frá a-ö: Fjöldaárekstrar, ráðvilltir ferðamenn og óútreiknanleg lægð lar samgöngutruflanir hafa orðið á landinu á meðan óveðurslægð hefur gengið yfir landið. Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum en til að mynda urði tveir átta bíla árekstrar í umferðinni í dag. 11. febrúar 2018 19:44 Ökumenn á alls konar bílum þræta um lokanir við lögreglu: "Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur“ Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. 11. febrúar 2018 18:37 Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Skaplega veður verður víðast hvar á morgun en var í dag. Búast má við venjulegu vetrarveðri áður en næsta lægð færist yfir landið seint annað kvöld. Lægðin sem gengið hefur yfir landið í dag er farin að þynnast og færast frá landinu en líkt og fjallað hefur verið um á Vísi hafa fjölmargir lent í vandræðum um helgina vegna veðurs. Á morgun fá landsmenn þó örlítla pásu frá veðurguðunum. „Það verður ágætis veður fram eftir degi á morgun. Það verður suðvestanátt og einhver él sunnan og vestanlands,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það mun þó ekki endast lengi því gert er ráð fyrir að önnur lægð fikri sig yfir landið frá og með mánudagskvöldi. „Þá kemur næsta lægð með kvöldinu með austan hvassviðri eða stormi með ofankomu um landið suðaustanvert. Þessi lægð gengur vestur yfir landið með hvassviðri og snjókomu,“ segir Helga.Vindaspá Veðurstofunnar fyrir miðvikudaginn.Mynd/Veðurstofa ÍslandsReiknað er þó með því að hún sé með öðru sniði en lægðin um helgina þar sem hún fer mun hraðar yfir. „Hún ætlar ekkert að doka lengi við og verður farin út af landinu seininpartinn á þriðjudaginn,“ segir Helga. Reikna má með að veður verði verst fyrst um sinn á Suðausturlandi en lægðin mun fikra sig norður eftir landinu. Um hádegi á þriðjudag verður orðið þokkalegt veður um veður um landið austanvert en enn verður mjög hvasst og snjókoma á norðvestanverðu landinu. „Eins og staðan er núna virðist höfuðborgarsvæðið ætla að sleppa ansi vel frá þessari lægð sem kemur á morgun. Við erum bara í suðvestan átt með smá éljum. Það er ekki útlit fyrir að við verðum í vandræðum með höfuðborgarsvæðið en eins og við vitum núna um helgina þá þurfa þessar lægðir ekki að færast mikið til,“ segir Helga. Þá er einnig von á annarri lægð á miðvikudaginn en segir Helga að hún sé með hefðbundnara sniði en sú sem kom um helgina. „Hún er aðeins stærri um sig og það eru skil sem ganga yfir landið. Við könnumst meira við hana en þessar litlu lægðir sem hafa verið að koma,“ segir Helga.Veðurhorfur á landinu Vestan 15-23 m/s sunnan- og vestantil á landinu með snjókomu eða éljum. Hvassast við ströndina. Mun hægari vindur norðan- og austanlands og úrkomulítið, en suðlægari og snjókoma á köflum austanlands. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðvestan 5-13 m/s um hádegi á morgun. Él sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Gengur í austan hvassviðri um landið suðaustanvert annað kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag: Austlæg eða breytileg átt 13-23 m/s og snjókoma aðfaranótt þriðjudags, en hægari vindur og él á Suðurlandi. Snýst í suðlæga átt með deginum, víða 8-15 um hádegi og él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Sunnan stormur og snjókoma við Breiðafjörð og á Vestfjörðum fram eftir degi, en lægir þar einnig undir kvöld. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Gengur í austan 15-23 m/s, en 23-28 syðst. Dregur úr vindi síðdegis, allvíða austan 8-15 undir kvöld. Snjókoma eða slydda, einkum á austurhelmingi landsins, en rigning með austurströndinni. Hlýnar í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.Á fimmtudag: Austlæg átt 5-10, en 10-15 á Vestfjörðum. Él eða slydduél, en þurrt og bjart um landið suðvestanvert. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og él í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.Á laugardag: Suðvestan 5-13 og dálítil él, en léttskýjað norðan- og austanlands. Frost 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan og austan.Á sunnudag:Líkur á vaxandi austanátt með ofankomu sunnan- og austanlands. Minnkandi frost.
Veður Tengdar fréttir Veðrið í dag frá a-ö: Fjöldaárekstrar, ráðvilltir ferðamenn og óútreiknanleg lægð lar samgöngutruflanir hafa orðið á landinu á meðan óveðurslægð hefur gengið yfir landið. Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum en til að mynda urði tveir átta bíla árekstrar í umferðinni í dag. 11. febrúar 2018 19:44 Ökumenn á alls konar bílum þræta um lokanir við lögreglu: "Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur“ Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. 11. febrúar 2018 18:37 Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Veðrið í dag frá a-ö: Fjöldaárekstrar, ráðvilltir ferðamenn og óútreiknanleg lægð lar samgöngutruflanir hafa orðið á landinu á meðan óveðurslægð hefur gengið yfir landið. Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum en til að mynda urði tveir átta bíla árekstrar í umferðinni í dag. 11. febrúar 2018 19:44
Ökumenn á alls konar bílum þræta um lokanir við lögreglu: "Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur“ Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. 11. febrúar 2018 18:37
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45