Skilur alveg af hverju fólk starir á hana Guðný Hrönn skrifar 26. mars 2018 06:00 Ingibjörg hefur verið dugleg að gera tilraunir með útlitið síðan hún var unglingur. Það er óhætt að segja að bloggarinn Ingibjörg Eyfjörð Hólmgeirsdóttir sé óhrædd við að vera öðruvísi í útliti. Hún var í kringum 14 ára þegar hún fór að gera tilraunir með óvenjulega háraliti, förðun og öðruvísi klæðnað. Í dag er hún 26 ára og hefur á þessum 12 árum breytt reglulega til og gert ýmsar tilraunir í hári, förðun og klæðnaði án þess að eltast við tískustrauma. „Það er svo gaman að breyta til og finna það sem hentar manni best. Þetta hefur verið partur af því að finna sjálfa mig,“ segir Ingibjörg. Spurð út í hvort hún sé búin að finna stílinn sem henti henni best eftir öll þessi ár í tilraunastarfsemi segir hún: „Já, eins og ég er núna fer mér best. Með bleikt hár og bleikar augabrúnir?… ég er reyndar ekki með augabrúnir akkúrat núna. En bleika hárið, það er komið til að vera.“ Í gegnum árin hefur Ingibjörg fengið óteljandi augngotur frá ókunnugu fólki vegna óvenjulegs útlits hennar að eigin sögn. Hún kveðst hafa túlkað það sem fordóma til að byrja með en í dag er hún viss um að fólk sé að horfa vegna þess að það er áhugasamt. „Fólk er bara forvitið. Það gerðist ekki neitt sem breytti viðhorfi mínu, ég var bókstaflega bara að keyra heim úr búðinni og þá allt í einu áttaði ég mig á þessu. Þetta nýja viðhorf mitt hefur svo breytt því hvernig ég bregst við þegar fólk horfir á mig. Áður fyrr var ég viss um að fólk væri að dæma mig en mér líður ekki þannig núna. Og ég skil alveg fólk sem starir, það er ekki á hverjum degi sem maður sér einhvern með bleikt hár, lokka í andlitinu og engar augabrúnir,“ útskýrir Ingibjörg.Einu sinni var Ingibjörg hrædd um að fólk væri að dæma hana eftir útliti en í dag líður henni ekki þannig. Hún segir það hafa vera mikinn létti þegar viðhorf hennar breyttist og hún hætti að hafa áhyggjur af hvað öðrum finnst.Hún segir það hafa verið mikinn létti þegar viðhorf hennar breyttist. „Það var gott þegar áhyggjur mínar minnkuðu. Ég var alltaf að velta fyrir mér hvort fólk væri að hugsa hitt og þetta. Ég var líka með áhyggjur af því að fólk héldi að ég væri stóra systir barnanna minna. En það er alveg farið.“ Ingibjörg viðurkennir þó að henni þyki svolítið gaman að sjokkera með óvenjulegu útliti. „Ég hef alltaf verið svoleiðis og ég held að það sé ekki að fara að breytast. Núna finnst mér alveg gaman þegar fólk nánast stoppar til að horfa.“ Ingibjörg er tveggja barna móðir, hún segir börnin hafa gaman af stíl mömmu sinnar. „Þeim þykir þetta skemmtilegt. Dóttir mín fékk meira að segja sjálf bleikt hár um daginn, hún er tæplega tveggja ára. Og sonur minn vill stundum vera með lokk í nefinu eins og ég, ég á gervilokk sem hann fær stundum. Þeim finnst þetta svo spennandi en á sama tíma alveg eðlilegt því ég hef alltaf verið svona,“ segir hún glöð í bragði. Ingibjörn reiknar með að hún muni ekki breytast í bráð þó að hún finni fyrir að sumir séu að bíða eftir að hún vaxi upp úr tilraunastarfseminni. „Ég fæ alveg reglulega spurningu um hvenær ég ætli nú að fara að hætta þessu. En ég verð örugglega enn þá með litríkt hár og hress eftir 30 ár, það held ég.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Það er óhætt að segja að bloggarinn Ingibjörg Eyfjörð Hólmgeirsdóttir sé óhrædd við að vera öðruvísi í útliti. Hún var í kringum 14 ára þegar hún fór að gera tilraunir með óvenjulega háraliti, förðun og öðruvísi klæðnað. Í dag er hún 26 ára og hefur á þessum 12 árum breytt reglulega til og gert ýmsar tilraunir í hári, förðun og klæðnaði án þess að eltast við tískustrauma. „Það er svo gaman að breyta til og finna það sem hentar manni best. Þetta hefur verið partur af því að finna sjálfa mig,“ segir Ingibjörg. Spurð út í hvort hún sé búin að finna stílinn sem henti henni best eftir öll þessi ár í tilraunastarfsemi segir hún: „Já, eins og ég er núna fer mér best. Með bleikt hár og bleikar augabrúnir?… ég er reyndar ekki með augabrúnir akkúrat núna. En bleika hárið, það er komið til að vera.“ Í gegnum árin hefur Ingibjörg fengið óteljandi augngotur frá ókunnugu fólki vegna óvenjulegs útlits hennar að eigin sögn. Hún kveðst hafa túlkað það sem fordóma til að byrja með en í dag er hún viss um að fólk sé að horfa vegna þess að það er áhugasamt. „Fólk er bara forvitið. Það gerðist ekki neitt sem breytti viðhorfi mínu, ég var bókstaflega bara að keyra heim úr búðinni og þá allt í einu áttaði ég mig á þessu. Þetta nýja viðhorf mitt hefur svo breytt því hvernig ég bregst við þegar fólk horfir á mig. Áður fyrr var ég viss um að fólk væri að dæma mig en mér líður ekki þannig núna. Og ég skil alveg fólk sem starir, það er ekki á hverjum degi sem maður sér einhvern með bleikt hár, lokka í andlitinu og engar augabrúnir,“ útskýrir Ingibjörg.Einu sinni var Ingibjörg hrædd um að fólk væri að dæma hana eftir útliti en í dag líður henni ekki þannig. Hún segir það hafa vera mikinn létti þegar viðhorf hennar breyttist og hún hætti að hafa áhyggjur af hvað öðrum finnst.Hún segir það hafa verið mikinn létti þegar viðhorf hennar breyttist. „Það var gott þegar áhyggjur mínar minnkuðu. Ég var alltaf að velta fyrir mér hvort fólk væri að hugsa hitt og þetta. Ég var líka með áhyggjur af því að fólk héldi að ég væri stóra systir barnanna minna. En það er alveg farið.“ Ingibjörg viðurkennir þó að henni þyki svolítið gaman að sjokkera með óvenjulegu útliti. „Ég hef alltaf verið svoleiðis og ég held að það sé ekki að fara að breytast. Núna finnst mér alveg gaman þegar fólk nánast stoppar til að horfa.“ Ingibjörg er tveggja barna móðir, hún segir börnin hafa gaman af stíl mömmu sinnar. „Þeim þykir þetta skemmtilegt. Dóttir mín fékk meira að segja sjálf bleikt hár um daginn, hún er tæplega tveggja ára. Og sonur minn vill stundum vera með lokk í nefinu eins og ég, ég á gervilokk sem hann fær stundum. Þeim finnst þetta svo spennandi en á sama tíma alveg eðlilegt því ég hef alltaf verið svona,“ segir hún glöð í bragði. Ingibjörn reiknar með að hún muni ekki breytast í bráð þó að hún finni fyrir að sumir séu að bíða eftir að hún vaxi upp úr tilraunastarfseminni. „Ég fæ alveg reglulega spurningu um hvenær ég ætli nú að fara að hætta þessu. En ég verð örugglega enn þá með litríkt hár og hress eftir 30 ár, það held ég.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning