Guðmundur Ingi og Halldóra Geirharðsdóttir ráðin til LHÍ Ingvar Þór Björnsson skrifar 16. febrúar 2018 19:02 Halldóra og Guðmundur hafa komið víða við á löngum ferli innan sviðslistanna. Vísir/Samsett Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið ráðinn lektor í leiklist við Listaháskóla Íslands og Halldóra Geirharðsdóttir prófessor í leiktúlkun við sama skóla. Þetta kemur fram á vef Listaháskólans. Guðmundur hefur verið ráðinn lektor í leiklist með áherslu á aðferðir samtímasviðslista við sviðslistadeild Listaháskólans. Alls sóttu níu um stöðuna og hlutu fimm þeirra hæfi. Á vef Listaháskólans kemur fram að Guðmundur hafi viðamikla þekkingu og reynslu á sínu sérsviði sem leikari, hafi miðlað verkum sínum á fagvettvangi auk þess að hafa þekkingu á straumum og stefnum í samtíðasviðslistum. „Hann hefur leikið í fjölda leiksýninga, í kvikmyndum og sjónvarpi bæði hérlendis og erlendis. Auk þess hefur hann töluverða reynslu af leikstjórn á sviði og í útvarpi.“ Guðmundur hefur nokkra kennslureynslu á háskólastigi auk kennslu á framhaldsskólastigi. Hann lauk leikaranámi frá Leiklistarskóla Íslands, meistaragráðu í sviðslistum frá Goldsmith, University of London og MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Halldóra Geirharðsdóttir hefur verið ráðin prófessor í leiktúlkun við sviðslistadeild. Alls sóttu níu um stöðuna og hlutu sex þeirra hæfi. Í tilkynningu Listaháskólans segir: „Halldóra hefur verið fastráðin leikkona hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu frá 1996 þar sem hún hefur leikið í fjölda leiksýninga, oft í burðarhlutverkum. Hún hefur verið meðhöfundur að fjölda leiksýninga þar á meðal Jesús Litla sem var valin sýning ársins á Grímunni 2010. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímuverðlaunanna og hlaut Grímuna fyrir leik sinn í Billy Elliot 2015 og Edduverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki í kvikmyndinni Málmhaus 2014. Auk þessa hefur Halldóra hefur nokkra reynslu í leikstjórn.“ Þá hefur Halldóra nokkra kennslureynslu á háskólastigi. Halldóra lauk leikaranámi frá Leiklistarskóla Íslands. Ráðningar Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið ráðinn lektor í leiklist við Listaháskóla Íslands og Halldóra Geirharðsdóttir prófessor í leiktúlkun við sama skóla. Þetta kemur fram á vef Listaháskólans. Guðmundur hefur verið ráðinn lektor í leiklist með áherslu á aðferðir samtímasviðslista við sviðslistadeild Listaháskólans. Alls sóttu níu um stöðuna og hlutu fimm þeirra hæfi. Á vef Listaháskólans kemur fram að Guðmundur hafi viðamikla þekkingu og reynslu á sínu sérsviði sem leikari, hafi miðlað verkum sínum á fagvettvangi auk þess að hafa þekkingu á straumum og stefnum í samtíðasviðslistum. „Hann hefur leikið í fjölda leiksýninga, í kvikmyndum og sjónvarpi bæði hérlendis og erlendis. Auk þess hefur hann töluverða reynslu af leikstjórn á sviði og í útvarpi.“ Guðmundur hefur nokkra kennslureynslu á háskólastigi auk kennslu á framhaldsskólastigi. Hann lauk leikaranámi frá Leiklistarskóla Íslands, meistaragráðu í sviðslistum frá Goldsmith, University of London og MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Halldóra Geirharðsdóttir hefur verið ráðin prófessor í leiktúlkun við sviðslistadeild. Alls sóttu níu um stöðuna og hlutu sex þeirra hæfi. Í tilkynningu Listaháskólans segir: „Halldóra hefur verið fastráðin leikkona hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu frá 1996 þar sem hún hefur leikið í fjölda leiksýninga, oft í burðarhlutverkum. Hún hefur verið meðhöfundur að fjölda leiksýninga þar á meðal Jesús Litla sem var valin sýning ársins á Grímunni 2010. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímuverðlaunanna og hlaut Grímuna fyrir leik sinn í Billy Elliot 2015 og Edduverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki í kvikmyndinni Málmhaus 2014. Auk þessa hefur Halldóra hefur nokkra reynslu í leikstjórn.“ Þá hefur Halldóra nokkra kennslureynslu á háskólastigi. Halldóra lauk leikaranámi frá Leiklistarskóla Íslands.
Ráðningar Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“