Fjármálaráðherra segir ASÍ og SA ekki geta varpað ábyrgð samninga í fang ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2018 18:30 Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa lagt ýmislegt af mörkum til að auka frið á vinnumarkaði meðal annars með nýlegum samningum við fjölda aðildarfélaga Bandalags háskólamanna. Viss tímamót séu nú á vinnumarkaði en ríkisstjórnin taki ekki ábyrgð á gerð samninga á almenna vinnumarkaðnum af viðsemjendum þar. Um hálfur mánuður er í dag þar til frestur félaga innan Alþýðusambandsins til að segja upp kjarasamningum eftir að endurskoðun þeirra rennur út. Háværar raddir eru innan verkalýðsfélaganna um að segja samningunum upp meðal annars út af úrskurðum kjararáðs undanfarin tvö ár. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir tillögur starfshóps varðandi kjararáð frá í gær miða að því að auka gegnsæi á launamálum æðstu embættismanna. Þá hafi verið gerðir samningar að undanförnu við 12 félög innan BHM á allt öðrum nótum en samningar á síðustu árum. En verkalýðshreyfingin þrýstir líka m.a. á breytingar í skattamálum og húsnæðis- og barnabótum. „Já, já við erum með öll þessi mál á dagskrá. Ég segi nú stundum við aðila vinnumarkaðarins; þið eruð að tala fyrir fólk sem líka kýs stjórnmálaflokka. Við erum með þessi mál á dagskrá í stjórnarsáttmálanum. Samtalið er kannski um það hvernig við náum að forgangsraða, fjármagna og hrinda í framkvæmd mörgum af þessum áformum,“ segir Bjarni. Eins og er séu engar tilteknar aðgerðir tilbúnar að hálfu stjórnvalda vegna komandi kjarasamninga. Hins vegar leggi ríkisstjórnin til að félagslegur stöðugleiki verði eitt af verkefnum þjóðhagsráðs. En verkalýðshreyfingin hefur hingað til ekki viljað skipa fulltrúa í það ráð. „Ég held að við höfum lagt ýmislegt af mörkum til þess að auka samstöðu og frið á vinnumarkaði að undanförnu. Hvort það dugar verður síðan að koma í ljós,“ segir Bjarni. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Alþýðusambandið leggja fram kröfur á ríkisstjórnina í tengslum við endurnýjun kjarasamninga í næstu viku. Bjarni bindur meiri vonir við það nú en áður að það takist að halda friði á vinnumarkaði á næstu árum. Til að mynda hafi verið gerðir samningar við lækna um mitt síðasta ár á allt öðrum nótum en áður ásamt nýgerðum hóflegum samningum við aðildarfélög BHM. Nú séu viss tímamót og ríkisstjórnin vilji horfa fram veginn í samstöðu með aðilum vinnumarkaðarins. „Þetta er viðkvæmt. Það getur brugðið til beggja vona. Einstök aðildarfélög geta verið ósátt vegna einhverra hluta sem við ráðum ekki við. En við getum ekki tekið af og ætlum ekki að taka ábyrgðina af aðilum vinnumarkaðarins á því að semja. ASÍ og SA verða að semja sín á milli. Þeir geta ekki varpað allri ábyrgð á þeirri viðræðulotu í fangið á ríkinu. En við höfum hins vegar verið viljug til að koma með svör og skýringar og erum mjög opin fyrir því að eiga þéttara samstarf en verið hefur lengi,“ segir Bjarni Benediktsson. Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa lagt ýmislegt af mörkum til að auka frið á vinnumarkaði meðal annars með nýlegum samningum við fjölda aðildarfélaga Bandalags háskólamanna. Viss tímamót séu nú á vinnumarkaði en ríkisstjórnin taki ekki ábyrgð á gerð samninga á almenna vinnumarkaðnum af viðsemjendum þar. Um hálfur mánuður er í dag þar til frestur félaga innan Alþýðusambandsins til að segja upp kjarasamningum eftir að endurskoðun þeirra rennur út. Háværar raddir eru innan verkalýðsfélaganna um að segja samningunum upp meðal annars út af úrskurðum kjararáðs undanfarin tvö ár. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir tillögur starfshóps varðandi kjararáð frá í gær miða að því að auka gegnsæi á launamálum æðstu embættismanna. Þá hafi verið gerðir samningar að undanförnu við 12 félög innan BHM á allt öðrum nótum en samningar á síðustu árum. En verkalýðshreyfingin þrýstir líka m.a. á breytingar í skattamálum og húsnæðis- og barnabótum. „Já, já við erum með öll þessi mál á dagskrá. Ég segi nú stundum við aðila vinnumarkaðarins; þið eruð að tala fyrir fólk sem líka kýs stjórnmálaflokka. Við erum með þessi mál á dagskrá í stjórnarsáttmálanum. Samtalið er kannski um það hvernig við náum að forgangsraða, fjármagna og hrinda í framkvæmd mörgum af þessum áformum,“ segir Bjarni. Eins og er séu engar tilteknar aðgerðir tilbúnar að hálfu stjórnvalda vegna komandi kjarasamninga. Hins vegar leggi ríkisstjórnin til að félagslegur stöðugleiki verði eitt af verkefnum þjóðhagsráðs. En verkalýðshreyfingin hefur hingað til ekki viljað skipa fulltrúa í það ráð. „Ég held að við höfum lagt ýmislegt af mörkum til þess að auka samstöðu og frið á vinnumarkaði að undanförnu. Hvort það dugar verður síðan að koma í ljós,“ segir Bjarni. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Alþýðusambandið leggja fram kröfur á ríkisstjórnina í tengslum við endurnýjun kjarasamninga í næstu viku. Bjarni bindur meiri vonir við það nú en áður að það takist að halda friði á vinnumarkaði á næstu árum. Til að mynda hafi verið gerðir samningar við lækna um mitt síðasta ár á allt öðrum nótum en áður ásamt nýgerðum hóflegum samningum við aðildarfélög BHM. Nú séu viss tímamót og ríkisstjórnin vilji horfa fram veginn í samstöðu með aðilum vinnumarkaðarins. „Þetta er viðkvæmt. Það getur brugðið til beggja vona. Einstök aðildarfélög geta verið ósátt vegna einhverra hluta sem við ráðum ekki við. En við getum ekki tekið af og ætlum ekki að taka ábyrgðina af aðilum vinnumarkaðarins á því að semja. ASÍ og SA verða að semja sín á milli. Þeir geta ekki varpað allri ábyrgð á þeirri viðræðulotu í fangið á ríkinu. En við höfum hins vegar verið viljug til að koma með svör og skýringar og erum mjög opin fyrir því að eiga þéttara samstarf en verið hefur lengi,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira