Aldrei fleiri mál tengd heimilisofbeldi Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 402 tilkynningar um heimilisofbeldi bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrstu sjö mánuði ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Tilkynningum um heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að fjölga. Þannig bárust embættinu 402 tilkynningar á fyrstu sjö mánuðum ársins. Á sama tíma á síðasta ári höfðu borist 392 tilkynningar. Eftir að breytt verklag var tekið upp í ársbyrjun 2015 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi gríðarlega. Alls voru tilkynningarnar 630 það ár en höfðu verið 479 árið 2014 og 442 árið 2013. Tilkynningum hefur haldið áfram að fjölga og voru þær alls 652 árið 2016 og 703 á síðasta ári. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þessi fjölgun sé enn innan þeirra marka sem búist hafði verið við. Hún leggur áherslu á að fjölgunin þurfi ekki að þýða að heimilisofbeldi sé að aukast. Aukin umræða leiði til fleiri tilkynninga.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglusjórinn á höfuðborgarsvæðinu.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Umræðan hefur verið að breytast á undanförnum árum. Þetta er ekki jafn mikið feimnismál og áður. Þegar við byrjuðum á þessu og breyttum aðferðafræðinni var þetta svolítið á fótinn,“ segir Sigríður Björk. Hún segir þessi mál nú brenna á öllum þjóðum. „Við höfum kynnt þessa aðferðafræði í mjög mörgum löndum. Svíar hafa meðal annars verið að prófa sig áfram og nú er til dæmis í gangi verkefni í Gautaborg sem byggir á þessum hugmyndum.“ Verklagsreglurnar frá 2015 um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála, sem voru gefnar út af Ríkislögreglustjóra, eru byggðar á tilraunaverkefni lögreglustjórans á Suðurnesjum. Með reglunum var forgangsröðun lögreglu og sveitarfélaga breytt með það markmið að bæta þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur manndrápa á Íslandi tengist heimilisofbeldi Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að með breytingum á kerfinu sé mögulegt að bjarga mannslífum. 7. júní 2018 15:30 Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Metfjöldi leitaði á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á síðasta ári. Stefnir ekki í nýtt met í ár. Verkefnastjóri þar segir að fleiri leiti nú þangað vegna kynferðisofbeldis í nánum samböndum. Umræða hafi fækkað kynferðisbrotum um verslunarmannahelgi. 2. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Tilkynningum um heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að fjölga. Þannig bárust embættinu 402 tilkynningar á fyrstu sjö mánuðum ársins. Á sama tíma á síðasta ári höfðu borist 392 tilkynningar. Eftir að breytt verklag var tekið upp í ársbyrjun 2015 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi gríðarlega. Alls voru tilkynningarnar 630 það ár en höfðu verið 479 árið 2014 og 442 árið 2013. Tilkynningum hefur haldið áfram að fjölga og voru þær alls 652 árið 2016 og 703 á síðasta ári. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þessi fjölgun sé enn innan þeirra marka sem búist hafði verið við. Hún leggur áherslu á að fjölgunin þurfi ekki að þýða að heimilisofbeldi sé að aukast. Aukin umræða leiði til fleiri tilkynninga.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglusjórinn á höfuðborgarsvæðinu.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Umræðan hefur verið að breytast á undanförnum árum. Þetta er ekki jafn mikið feimnismál og áður. Þegar við byrjuðum á þessu og breyttum aðferðafræðinni var þetta svolítið á fótinn,“ segir Sigríður Björk. Hún segir þessi mál nú brenna á öllum þjóðum. „Við höfum kynnt þessa aðferðafræði í mjög mörgum löndum. Svíar hafa meðal annars verið að prófa sig áfram og nú er til dæmis í gangi verkefni í Gautaborg sem byggir á þessum hugmyndum.“ Verklagsreglurnar frá 2015 um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála, sem voru gefnar út af Ríkislögreglustjóra, eru byggðar á tilraunaverkefni lögreglustjórans á Suðurnesjum. Með reglunum var forgangsröðun lögreglu og sveitarfélaga breytt með það markmið að bæta þjónustu við þolendur heimilisofbeldis.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur manndrápa á Íslandi tengist heimilisofbeldi Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að með breytingum á kerfinu sé mögulegt að bjarga mannslífum. 7. júní 2018 15:30 Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Metfjöldi leitaði á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á síðasta ári. Stefnir ekki í nýtt met í ár. Verkefnastjóri þar segir að fleiri leiti nú þangað vegna kynferðisofbeldis í nánum samböndum. Umræða hafi fækkað kynferðisbrotum um verslunarmannahelgi. 2. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Helmingur manndrápa á Íslandi tengist heimilisofbeldi Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að með breytingum á kerfinu sé mögulegt að bjarga mannslífum. 7. júní 2018 15:30
Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Metfjöldi leitaði á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á síðasta ári. Stefnir ekki í nýtt met í ár. Verkefnastjóri þar segir að fleiri leiti nú þangað vegna kynferðisofbeldis í nánum samböndum. Umræða hafi fækkað kynferðisbrotum um verslunarmannahelgi. 2. ágúst 2018 06:00