Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2018 13:20 Árásin var sérlega hrottafengin en hópur fanga tók sig til og réðust á einn úr sínum röðum í útivistartíma í gær. visir/vilhelm Gróf líkamsárás átti sér stað síðdegis í gær á Litla Hrauni. Þá tók hópur fanga sig til og gengu í skrokk á samfanga sínum. Þetta gerðist í útivistartíma og munu aðfarirnar hafa verið einstaklega hrottalegar, þannig að vart hefur annað eins sést. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og eru meðal annars að skoða myndbandsupptökur. Fanginn var fluttur á sjúkrahús slasaður en miðað við það hversu hrottafengin árásin var slapp hann furðu vel; með brotnar tennur og illa marinn - talsvert slasaður. Verið er að greina meiðsl hans.Erlendur fangi sem varð fyrir árásinni Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða erlendan fanga sem ekki hefur nein tengsl við íslenska undirheima svo vitað sé. Þannig er ólíklegt að um hefnd eða óuppgerðar sakir sé að ræða. Og ekki eru heldur um að ræða það að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir kynferðisbrot þannig að flest bendir til þess að um sé að ræða að árásin tengist innanhússuppgjöri.Páll Winkel segir það rétt að óánægja sé meðal fanga vegna þess að að þeim hefur verið þrengt en atvikið er litið mjög alvarlegum augum og gæta þurfi öryggis, bæði fanga og starfsfólks.Fangelsismálastofnun hefur gripið til þess ráðs, í kjölfar atviksins, að þrengja að allri starfsemi sem snýr að föngum á Litla Hrauni. Meðal annars hefur íþróttahúsinu verið lokað og kennsla felld niður. Veruleg óánægja er í þeirra röðum með þá ráðstöfun.Starfsemi lágmörkuð tímabundið En, þegar Vísir spurði Páll Winkel fangelsismálastjóra nánar út atvikið og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til segir hann fangelsismálayfirvöld líta þetta mál mjög alvarlegum augum. „Það er alveg á hreinu að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva ofbeldi í fangelsum. Fyrsta verkefni þegar svona gerist er að kalla til lögreglu. Og samhliða þá skapa ró og öryggi í fangelsinu. Við gerum það. Meðal annars með því að lágmarka starfsemi tímabundið, eftir svona ofbeldi. Í því felst meðal annars að loka íþróttahúsi og aflýsa kennslu, já. Og hafa aðstæður þannig að það sé hægt að tryggja öryggi annarra fanga og starfsmanna ekki síður.“En, samkvæmt heimildum Vísis þá er veruleg óánægja meðal fanga vegna þessarar tilhögunar? „Já. Og það er skiljanlegt en þetta er nauðsynlegt. Okkar fyrsta verkefni er að tryggja öryggi og við munum gera það.“Stórhættulegir menn á ferðEn, er þá hægt að tala um neyðarástand á Litla Hrauni? „Ég myndi ekki segja það. En það er áhyggjuefni að upp komi gróf ofbeldismál í fangelsunum.Hafa ber í huga að þarna eru saman komnir einstaklingar, menn sem eiga það sameiginlegt að hafa brotið reglur samfélagsins og eru sumir töluvert hættulegir.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis var árásin með þeim hrottafengnari sem sést hafa innan veggja fangelsismúra. Páll vill ekki tjá sig um það í sjálfu sér, segir að rannsókn standi yfir en staðfestir að það hafi gerst í gær að hópur fanga hafi veist að öðrum fanga í íþróttahúsi Litla Hrauns og létu höggin dynja á fanganum í talsvert langan tíma. Margir tóku þátt í árásinni.Eru atvik sem þessi algeng innan veggja íslenskra fangelsa? „Nei, ekki meira en hjá þjóðunum sem við berum okkur saman við. En, það er ofbeldi í fangelsum eins og annars staðar í samfélaginu. Við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Lögreglumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Gróf líkamsárás átti sér stað síðdegis í gær á Litla Hrauni. Þá tók hópur fanga sig til og gengu í skrokk á samfanga sínum. Þetta gerðist í útivistartíma og munu aðfarirnar hafa verið einstaklega hrottalegar, þannig að vart hefur annað eins sést. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og eru meðal annars að skoða myndbandsupptökur. Fanginn var fluttur á sjúkrahús slasaður en miðað við það hversu hrottafengin árásin var slapp hann furðu vel; með brotnar tennur og illa marinn - talsvert slasaður. Verið er að greina meiðsl hans.Erlendur fangi sem varð fyrir árásinni Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða erlendan fanga sem ekki hefur nein tengsl við íslenska undirheima svo vitað sé. Þannig er ólíklegt að um hefnd eða óuppgerðar sakir sé að ræða. Og ekki eru heldur um að ræða það að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir kynferðisbrot þannig að flest bendir til þess að um sé að ræða að árásin tengist innanhússuppgjöri.Páll Winkel segir það rétt að óánægja sé meðal fanga vegna þess að að þeim hefur verið þrengt en atvikið er litið mjög alvarlegum augum og gæta þurfi öryggis, bæði fanga og starfsfólks.Fangelsismálastofnun hefur gripið til þess ráðs, í kjölfar atviksins, að þrengja að allri starfsemi sem snýr að föngum á Litla Hrauni. Meðal annars hefur íþróttahúsinu verið lokað og kennsla felld niður. Veruleg óánægja er í þeirra röðum með þá ráðstöfun.Starfsemi lágmörkuð tímabundið En, þegar Vísir spurði Páll Winkel fangelsismálastjóra nánar út atvikið og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til segir hann fangelsismálayfirvöld líta þetta mál mjög alvarlegum augum. „Það er alveg á hreinu að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva ofbeldi í fangelsum. Fyrsta verkefni þegar svona gerist er að kalla til lögreglu. Og samhliða þá skapa ró og öryggi í fangelsinu. Við gerum það. Meðal annars með því að lágmarka starfsemi tímabundið, eftir svona ofbeldi. Í því felst meðal annars að loka íþróttahúsi og aflýsa kennslu, já. Og hafa aðstæður þannig að það sé hægt að tryggja öryggi annarra fanga og starfsmanna ekki síður.“En, samkvæmt heimildum Vísis þá er veruleg óánægja meðal fanga vegna þessarar tilhögunar? „Já. Og það er skiljanlegt en þetta er nauðsynlegt. Okkar fyrsta verkefni er að tryggja öryggi og við munum gera það.“Stórhættulegir menn á ferðEn, er þá hægt að tala um neyðarástand á Litla Hrauni? „Ég myndi ekki segja það. En það er áhyggjuefni að upp komi gróf ofbeldismál í fangelsunum.Hafa ber í huga að þarna eru saman komnir einstaklingar, menn sem eiga það sameiginlegt að hafa brotið reglur samfélagsins og eru sumir töluvert hættulegir.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis var árásin með þeim hrottafengnari sem sést hafa innan veggja fangelsismúra. Páll vill ekki tjá sig um það í sjálfu sér, segir að rannsókn standi yfir en staðfestir að það hafi gerst í gær að hópur fanga hafi veist að öðrum fanga í íþróttahúsi Litla Hrauns og létu höggin dynja á fanganum í talsvert langan tíma. Margir tóku þátt í árásinni.Eru atvik sem þessi algeng innan veggja íslenskra fangelsa? „Nei, ekki meira en hjá þjóðunum sem við berum okkur saman við. En, það er ofbeldi í fangelsum eins og annars staðar í samfélaginu. Við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Lögreglumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira