Fyrsta demó David Bowie fannst óvænt í brauðkörfu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2018 11:00 David Bowie var einn þekktasti tónlistarmaður heims um áratugaskeið. vísir/getty Fyrsta demó sem vitað er til að breski tónlistarmaðurinn David Bowie tók upp fannst nýverið í brauðkörfu þegar David Hadfield, trommari og framkvæmdastjóri The Konrads, fyrstu hljómsveitarinnar sem Bowie var í, var að flytja. Talið er að upptakan muni seljast fyrir um 10 þúsund pund á uppboði, eða sem samsvarar um 1,4 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Lagið á upptökunni heitir I Never Dreamed og er með The Konrads. Bowie var sextán ára og spilaði á saxófón en samþykkti að syngja lagið fyrir upptökuna sem gerð var í litlu hljóðveri í suðurhluta London. Upptakan var send útgáfufyrirtækinu Decca en The Konrads höfðu ekki erindi sem erfiði og komust aldrei á samning hjá fyrirtækinu. Hadfield fann upptökuna óvænt þegar hann var að flytja. Upptakan var í gamalli brauðkörfu sem afi hans hafði átt en í körfunni, sem fannst uppi á lofti fyrir ofan bílskúr Hadfield, var ýmislegt annað eins og til dæmis myndir, bréf og reikningar. Ekki löngu eftir að The Konrads tóku lagið upp hætti Bowie í hljómsveitinni vegna listræns ágreinings. Nokkrum árum síðar var hann orðinn einn þekktasti tónlistarmaður heims en Bowie lést í janúar 2016, 69 ára að aldri. Banamein hans var lifrarkrabbamein. Tengdar fréttir Iman deilir mynd af dóttur sinni og David Bowie Alexandria Zahra Jones er orðin 17 ára gömul. 22. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Fyrsta demó sem vitað er til að breski tónlistarmaðurinn David Bowie tók upp fannst nýverið í brauðkörfu þegar David Hadfield, trommari og framkvæmdastjóri The Konrads, fyrstu hljómsveitarinnar sem Bowie var í, var að flytja. Talið er að upptakan muni seljast fyrir um 10 þúsund pund á uppboði, eða sem samsvarar um 1,4 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Lagið á upptökunni heitir I Never Dreamed og er með The Konrads. Bowie var sextán ára og spilaði á saxófón en samþykkti að syngja lagið fyrir upptökuna sem gerð var í litlu hljóðveri í suðurhluta London. Upptakan var send útgáfufyrirtækinu Decca en The Konrads höfðu ekki erindi sem erfiði og komust aldrei á samning hjá fyrirtækinu. Hadfield fann upptökuna óvænt þegar hann var að flytja. Upptakan var í gamalli brauðkörfu sem afi hans hafði átt en í körfunni, sem fannst uppi á lofti fyrir ofan bílskúr Hadfield, var ýmislegt annað eins og til dæmis myndir, bréf og reikningar. Ekki löngu eftir að The Konrads tóku lagið upp hætti Bowie í hljómsveitinni vegna listræns ágreinings. Nokkrum árum síðar var hann orðinn einn þekktasti tónlistarmaður heims en Bowie lést í janúar 2016, 69 ára að aldri. Banamein hans var lifrarkrabbamein.
Tengdar fréttir Iman deilir mynd af dóttur sinni og David Bowie Alexandria Zahra Jones er orðin 17 ára gömul. 22. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Iman deilir mynd af dóttur sinni og David Bowie Alexandria Zahra Jones er orðin 17 ára gömul. 22. ágúst 2017 08:45