Leiðinlegt þegar fólk er með háð, spott og fliss Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. júlí 2018 15:00 Fulltrúar minnihlutans telja eineltismenningu ríkja í ráðhúsinu. „Við lítum þennan dóm grafalvarlegum augum,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, og vísar hún í nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur gegn borginni en þar var felld úr gildi skrifleg áminning sem skrifstofustjóri borgarinnar veitti þáverandi fjármálastjóra og skal borgin samkvæmt dómnum greiða alls um eina og hálfa milljón í skaðabætur og málskostnað.Sjá einnig:„Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Dómurinn var til umræðu á borgarráðsfundi í liðinni viku. Fulltrúar minnihlutans lögðu fram tvær bókanir í tengslum við umræðuna og segja þar eineltismenningu ríkja í ráðhúsinu. Kolbrún segir að það hafi farið um hana við að lesa dóminn. „Maður er hálf gáttaður á að þetta hafi fengist þrifist innan ráðhússins.“ Ekki sé dómurinn einn vitnisburður um það, vísar hún einnig í fyrsta borgarstjórnarfund tímabilsins sem rataði í fréttir fyrir ýmsar sakir. Þá nefnir hún bókun Kjartans Magnússonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá því á síðasta kjörtímabili þar sem hann nefnir slæma framkomu í sinn garð.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, finnur fyrir því að allir í borgarstjórn eru sammála um að byggja upp góðan starfsanda.Hún finnur fyrir því að allir í borgarstjórn séu á sama máli um að byggja þurfi upp góðan starfsanda. „Við getum auðvitað tekist á og deilt okkar á milli og hvaðeina en höldum persónu hvors annars fyrir utan þetta,“ segir Kolbrún. „Hæðni, spott og fliss og þegar verið er að ranghvolfa augum framan í mann og sýna einhver svipbrigði er leiðinlegt og setur mann út af laginu.“ Kolbrún hefur lagt fram í borgarráði og forsætisnefnd drög að samskiptareglum fyrir borgarfulltrúa. Þar má meðal annrs finna atriði á borð við að ekki megi baktala eða hæðast að borgarfulltrúm, grípa fram í eða sýna hroka. Tillöguni var hafnað í borgarráði en vísað í vinnu um endurskoðun siðareglur borgarstjórnar af forsætisnefnd borgarstjórnar. Borgarfulltrúar meirihlutans telja að siðareglur borgarfulltrúa taki á sömu þáttum og samskiptareglur. „Borgarfulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna líta svo á að siðareglur borgarfulltrúa haldi utan um það hvernig ætlast er til að borgarfulltrúar hegði sér í samstarfi sín á milli. Siðareglur verða í haust uppfærðar í samvinnu allra borgarfulltrúa. Fyrr á fundinum var ákveðið að skipa stýrihóp um endurskoðun gildandi stefnumótunar gegn einelti og áreitni á starfsstöðum Reykjavíkurborgar og gefst þar tækifæri til að fara yfir stefnu Reykjavíkurborgar í þeim málum,“ segir í bókun meirihlutaflokkanna. Kolbrún er því ekki sammála og telur að ítarlegar samskiptareglur þurfi samhliða siðareglum. „Það þarf bara að hafa þetta mjög skýrt hvaða hegðun og framkoma er ekki liðin.“ Tengdar fréttir Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Bókað í bak og fyrir á fyrsta fundi nýs borgarráðs Líf og fjör var á fyrsta fundi nýs borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Alls var lögð fram 21 bókun á fundinum vegna hinna ýmsu mála. 29. júní 2018 11:45 Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Marta Guðjónsdóttir baðst afsökunar í dag á máli sem hún segir að kenna megi við storm í vatnsglasi. 20. júlí 2018 22:49 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Við lítum þennan dóm grafalvarlegum augum,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, og vísar hún í nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur gegn borginni en þar var felld úr gildi skrifleg áminning sem skrifstofustjóri borgarinnar veitti þáverandi fjármálastjóra og skal borgin samkvæmt dómnum greiða alls um eina og hálfa milljón í skaðabætur og málskostnað.Sjá einnig:„Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Dómurinn var til umræðu á borgarráðsfundi í liðinni viku. Fulltrúar minnihlutans lögðu fram tvær bókanir í tengslum við umræðuna og segja þar eineltismenningu ríkja í ráðhúsinu. Kolbrún segir að það hafi farið um hana við að lesa dóminn. „Maður er hálf gáttaður á að þetta hafi fengist þrifist innan ráðhússins.“ Ekki sé dómurinn einn vitnisburður um það, vísar hún einnig í fyrsta borgarstjórnarfund tímabilsins sem rataði í fréttir fyrir ýmsar sakir. Þá nefnir hún bókun Kjartans Magnússonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá því á síðasta kjörtímabili þar sem hann nefnir slæma framkomu í sinn garð.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, finnur fyrir því að allir í borgarstjórn eru sammála um að byggja upp góðan starfsanda.Hún finnur fyrir því að allir í borgarstjórn séu á sama máli um að byggja þurfi upp góðan starfsanda. „Við getum auðvitað tekist á og deilt okkar á milli og hvaðeina en höldum persónu hvors annars fyrir utan þetta,“ segir Kolbrún. „Hæðni, spott og fliss og þegar verið er að ranghvolfa augum framan í mann og sýna einhver svipbrigði er leiðinlegt og setur mann út af laginu.“ Kolbrún hefur lagt fram í borgarráði og forsætisnefnd drög að samskiptareglum fyrir borgarfulltrúa. Þar má meðal annrs finna atriði á borð við að ekki megi baktala eða hæðast að borgarfulltrúm, grípa fram í eða sýna hroka. Tillöguni var hafnað í borgarráði en vísað í vinnu um endurskoðun siðareglur borgarstjórnar af forsætisnefnd borgarstjórnar. Borgarfulltrúar meirihlutans telja að siðareglur borgarfulltrúa taki á sömu þáttum og samskiptareglur. „Borgarfulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna líta svo á að siðareglur borgarfulltrúa haldi utan um það hvernig ætlast er til að borgarfulltrúar hegði sér í samstarfi sín á milli. Siðareglur verða í haust uppfærðar í samvinnu allra borgarfulltrúa. Fyrr á fundinum var ákveðið að skipa stýrihóp um endurskoðun gildandi stefnumótunar gegn einelti og áreitni á starfsstöðum Reykjavíkurborgar og gefst þar tækifæri til að fara yfir stefnu Reykjavíkurborgar í þeim málum,“ segir í bókun meirihlutaflokkanna. Kolbrún er því ekki sammála og telur að ítarlegar samskiptareglur þurfi samhliða siðareglum. „Það þarf bara að hafa þetta mjög skýrt hvaða hegðun og framkoma er ekki liðin.“
Tengdar fréttir Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Bókað í bak og fyrir á fyrsta fundi nýs borgarráðs Líf og fjör var á fyrsta fundi nýs borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Alls var lögð fram 21 bókun á fundinum vegna hinna ýmsu mála. 29. júní 2018 11:45 Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Marta Guðjónsdóttir baðst afsökunar í dag á máli sem hún segir að kenna megi við storm í vatnsglasi. 20. júlí 2018 22:49 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05
Bókað í bak og fyrir á fyrsta fundi nýs borgarráðs Líf og fjör var á fyrsta fundi nýs borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Alls var lögð fram 21 bókun á fundinum vegna hinna ýmsu mála. 29. júní 2018 11:45
Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Marta Guðjónsdóttir baðst afsökunar í dag á máli sem hún segir að kenna megi við storm í vatnsglasi. 20. júlí 2018 22:49