Ömurleg aðkoma þegar 12 þúsund kjúklingar brunnu inni Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2018 14:10 Slökkvistarf gekk ágætlega en eldur kom upp í kjúklingabúinu á Oddsmýri í gær. Björn bóndi var á sjúkrahúsi í nótt vegna reykeitrunar. „Þetta var alveg ömurlegt,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd. Í gær kom upp eldur í einu kjúklingahúsa hans og brunnu þar inni eða drápust úr reykeitrun 12 þúsund kjúklingar. Greint var frá á RÚV í gær. Björn segir í samtali við Vísi að þetta hafi verið grátlegt. Hann var nýbúinn að taka á móti kjúklingaungum sem hann fær jafnan frá útungunarstöð á Hellu. Kjúklingarnir voru nýkomnir í húsið þegar upp kom eldur. Talið er að hann eigi upptök sín í hitablásara í húsinu.Glænýir kjúklingar„Kjúklingarnir voru bara glænýir og flottir,“ segir Björn og að grátlegt hafi verið að horfa uppá þetta. „Maður gat ekkert gert. Ég reyndi að fara þarna inn og slökkva en það gekk ekki neitt. Það var svo mikill reykur.“Björn kjúklingabóndi reyndi að ráða niðurlögum eldsins en ekki var við neitt ráðið vegna reyks.Björn kjúklingabóndi er nýútskrifaður af sjúkrahúsi þar sem hann dvaldi í nótt vegna reykeitrunar. Hann er allur að koma til. Í dag verður tjónið metið og allar aðstæður. Björn útskýrir að hann sé bússtjóri á staðnum, Reykjagarður á búnaðinn og fuglana. Svo er annar aðili sem á húsin. „Ég titla mig kjúklingabónda og sé um þetta eldi fyrir Reykjagarð, sem til dæmis selur undir vörumerkjum Holta. Sláturfélag Suðurlands á svo Reykjagarð.“Áhyggjur af því að vatnið á slökkvibílunum dygði ekkiStarfsemin fer fram í fimm húsum sem eru á staðnum. Að jafnaði eru um 55 þúsund kjúklingar á staðnum. Kjúklingana hefur Björn í um fimm vikur áður en þeir eru sendir aftur til Hellu í slátrun. Björn segir að svo hafi viljað til að hann hafi verið með mann á staðnum í snjómokstri sem er í slökkviliðinu á Akranesi. Sem var lán í óláni, hann gat hringt beint inn og gefið góða lýsingu á öllum aðstæðum. Björn segir jafnframt að hann hafi heyrt af áhyggjum slökkviliðsmannanna, að það vatnið myndi klárast af tönkunum en það er ekki svo í dreifbýlinu að brunahanar séu á hverju strái. „Við svona aðstæður þarf að vera með stærri bíla,“ segir Björn. Þó vel hafi tekist til við slökkvistarf var það ekki síst því að þakka að slökkviliðsmennirnir vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu.Áfallið á eftir að koma framBjörn segir þetta vissulega hafa verið áfall, en áhrif þess séu kannski ekki komin fram hvað sig varði, að fullu. „Þetta er að sunkast inn. Mjög skrítið að lenda í þessu.“ Björn, sem er ungur maður, hann verður þrítugur á þessu ári, hefur verið kjúklingabóndi í fjögur ár. Tilviljun réði því að hann lagði kjúklingaræktina fyrir sig. Hann hafði haft áhuga á bústörfum og átti fáeinar kindur sem hann var með sem hobbí-búskap, en hann vissi ekkert um kjúklingabúskap. Björn heyrði svo af þessari stöðu árið 2014. „Þá fór ég og kynnti mér þetta, leist mjög vel á og fór til Edinborgar í Skotlandi til að læra þetta. Kom mér á óvart hversu skemmtilegt þetta hefur reynst,“ segir Björn sem nú upplifir erfiða daga á Oddsmýri. Dýr Landbúnaður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira
„Þetta var alveg ömurlegt,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd. Í gær kom upp eldur í einu kjúklingahúsa hans og brunnu þar inni eða drápust úr reykeitrun 12 þúsund kjúklingar. Greint var frá á RÚV í gær. Björn segir í samtali við Vísi að þetta hafi verið grátlegt. Hann var nýbúinn að taka á móti kjúklingaungum sem hann fær jafnan frá útungunarstöð á Hellu. Kjúklingarnir voru nýkomnir í húsið þegar upp kom eldur. Talið er að hann eigi upptök sín í hitablásara í húsinu.Glænýir kjúklingar„Kjúklingarnir voru bara glænýir og flottir,“ segir Björn og að grátlegt hafi verið að horfa uppá þetta. „Maður gat ekkert gert. Ég reyndi að fara þarna inn og slökkva en það gekk ekki neitt. Það var svo mikill reykur.“Björn kjúklingabóndi reyndi að ráða niðurlögum eldsins en ekki var við neitt ráðið vegna reyks.Björn kjúklingabóndi er nýútskrifaður af sjúkrahúsi þar sem hann dvaldi í nótt vegna reykeitrunar. Hann er allur að koma til. Í dag verður tjónið metið og allar aðstæður. Björn útskýrir að hann sé bússtjóri á staðnum, Reykjagarður á búnaðinn og fuglana. Svo er annar aðili sem á húsin. „Ég titla mig kjúklingabónda og sé um þetta eldi fyrir Reykjagarð, sem til dæmis selur undir vörumerkjum Holta. Sláturfélag Suðurlands á svo Reykjagarð.“Áhyggjur af því að vatnið á slökkvibílunum dygði ekkiStarfsemin fer fram í fimm húsum sem eru á staðnum. Að jafnaði eru um 55 þúsund kjúklingar á staðnum. Kjúklingana hefur Björn í um fimm vikur áður en þeir eru sendir aftur til Hellu í slátrun. Björn segir að svo hafi viljað til að hann hafi verið með mann á staðnum í snjómokstri sem er í slökkviliðinu á Akranesi. Sem var lán í óláni, hann gat hringt beint inn og gefið góða lýsingu á öllum aðstæðum. Björn segir jafnframt að hann hafi heyrt af áhyggjum slökkviliðsmannanna, að það vatnið myndi klárast af tönkunum en það er ekki svo í dreifbýlinu að brunahanar séu á hverju strái. „Við svona aðstæður þarf að vera með stærri bíla,“ segir Björn. Þó vel hafi tekist til við slökkvistarf var það ekki síst því að þakka að slökkviliðsmennirnir vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu.Áfallið á eftir að koma framBjörn segir þetta vissulega hafa verið áfall, en áhrif þess séu kannski ekki komin fram hvað sig varði, að fullu. „Þetta er að sunkast inn. Mjög skrítið að lenda í þessu.“ Björn, sem er ungur maður, hann verður þrítugur á þessu ári, hefur verið kjúklingabóndi í fjögur ár. Tilviljun réði því að hann lagði kjúklingaræktina fyrir sig. Hann hafði haft áhuga á bústörfum og átti fáeinar kindur sem hann var með sem hobbí-búskap, en hann vissi ekkert um kjúklingabúskap. Björn heyrði svo af þessari stöðu árið 2014. „Þá fór ég og kynnti mér þetta, leist mjög vel á og fór til Edinborgar í Skotlandi til að læra þetta. Kom mér á óvart hversu skemmtilegt þetta hefur reynst,“ segir Björn sem nú upplifir erfiða daga á Oddsmýri.
Dýr Landbúnaður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira