Draumur að spila með Magga Benedikt Bóas skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Vintage Caravan spilaði með Magga Kjartans á Eistnaflugi árið 2015 og tókst með þeim góður vinskapur. „Ef ég hefði sagt við sjálfan mig þegar ég var 13 ára að ég myndi vinna með Magga Kjartans þá hefði ég eflaust orðið agndofa. Ég var heltekinn af Lifun þegar ég var yngri og hef hlustað á hana oftar en nokkra aðra plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og lagasmiður Vintage Caravan. Hljómsveitin fagnar útgáfu nýrrar breiðskífu, Gateways, með tónleikum í Iðnó á föstudaginn. Platan verður flutt í heild sinni með hjálp aukahljóðfæraleikara sem komu við sögu í upptökuferlinu, meðal annars Magga Kjartans. „Ég hef aldrei farið úr rokkinu. Þetta er eins og að vera með ólæknandi sjúkdóm,“ segir píanóleikarinn geðþekki. „Ég kynntist þeim þegar ég fór með þeim á Eistnaflug árið 2015. Þar spiluðum við Lifun með þá fremsta í flokki. Ég fór svo að fylgjast með þeim spila sitt efni síðar á Eistnaflugi og ég varð alveg gáttaður á hæfileikunum,“ bætir hann við.Magnús kom í stúdíóið og heilsaði upp á hljómsveitina. Heyrði eitt lag og vildi bæta við píanóhljómum við. Mætti daginn eftir með Fender píanóið og hlóð í.Óskar segir að lagið sé sett saman úr tveimur lögum og ekki samið með Magga í huga. Hann hafi kíkt til þeirra í upptökur á Gateways og heyrt að þarna mætti bæta inn píanói. „Honum fannst hann heyra píanó sem myndi passa inn í lagið og kom daginn eftir og spilaði. Hann tók tvö rennsli og bombaði þessu svo inn og gerði það frábærlega.“ Magnús bætir við að nafnið á hljómsveitinni beri þeir með rentu. „Þeir eru allir forfallnir fortíðardýrkendur í músík, hlusta mikið á bönd eins og Led Zeppelin, Deep Purple og fleiri. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hlakka mjög til að fá plötuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Tengdar fréttir Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Martraðarflugferð hljómsveitarinnar The Vintage Caravan með flugfélaginu Vueling frá Barcelona lauk þannig að þeir fóru heim tómhentir. Engin hljóðfæri voru um borð og bíða þeir og vona það besta. 9. ágúst 2018 06:00 Komnir í hóp með stórstjörnum Rokkhljómsveitin The Vintage Caravan er komin undir hatt bókunarfyrirtækisins X-Ray Touring og slæst þar í hóp með mörgum stórstjörnum. Fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar er komið í spilun. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
„Ef ég hefði sagt við sjálfan mig þegar ég var 13 ára að ég myndi vinna með Magga Kjartans þá hefði ég eflaust orðið agndofa. Ég var heltekinn af Lifun þegar ég var yngri og hef hlustað á hana oftar en nokkra aðra plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og lagasmiður Vintage Caravan. Hljómsveitin fagnar útgáfu nýrrar breiðskífu, Gateways, með tónleikum í Iðnó á föstudaginn. Platan verður flutt í heild sinni með hjálp aukahljóðfæraleikara sem komu við sögu í upptökuferlinu, meðal annars Magga Kjartans. „Ég hef aldrei farið úr rokkinu. Þetta er eins og að vera með ólæknandi sjúkdóm,“ segir píanóleikarinn geðþekki. „Ég kynntist þeim þegar ég fór með þeim á Eistnaflug árið 2015. Þar spiluðum við Lifun með þá fremsta í flokki. Ég fór svo að fylgjast með þeim spila sitt efni síðar á Eistnaflugi og ég varð alveg gáttaður á hæfileikunum,“ bætir hann við.Magnús kom í stúdíóið og heilsaði upp á hljómsveitina. Heyrði eitt lag og vildi bæta við píanóhljómum við. Mætti daginn eftir með Fender píanóið og hlóð í.Óskar segir að lagið sé sett saman úr tveimur lögum og ekki samið með Magga í huga. Hann hafi kíkt til þeirra í upptökur á Gateways og heyrt að þarna mætti bæta inn píanói. „Honum fannst hann heyra píanó sem myndi passa inn í lagið og kom daginn eftir og spilaði. Hann tók tvö rennsli og bombaði þessu svo inn og gerði það frábærlega.“ Magnús bætir við að nafnið á hljómsveitinni beri þeir með rentu. „Þeir eru allir forfallnir fortíðardýrkendur í músík, hlusta mikið á bönd eins og Led Zeppelin, Deep Purple og fleiri. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hlakka mjög til að fá plötuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Tengdar fréttir Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Martraðarflugferð hljómsveitarinnar The Vintage Caravan með flugfélaginu Vueling frá Barcelona lauk þannig að þeir fóru heim tómhentir. Engin hljóðfæri voru um borð og bíða þeir og vona það besta. 9. ágúst 2018 06:00 Komnir í hóp með stórstjörnum Rokkhljómsveitin The Vintage Caravan er komin undir hatt bókunarfyrirtækisins X-Ray Touring og slæst þar í hóp með mörgum stórstjörnum. Fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar er komið í spilun. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Martraðarflugferð hljómsveitarinnar The Vintage Caravan með flugfélaginu Vueling frá Barcelona lauk þannig að þeir fóru heim tómhentir. Engin hljóðfæri voru um borð og bíða þeir og vona það besta. 9. ágúst 2018 06:00
Komnir í hóp með stórstjörnum Rokkhljómsveitin The Vintage Caravan er komin undir hatt bókunarfyrirtækisins X-Ray Touring og slæst þar í hóp með mörgum stórstjörnum. Fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar er komið í spilun. 2. júlí 2018 06:00