Komnir í hóp með stórstjörnum Benedikt Bóas skrifar 2. júlí 2018 06:00 Vintage Caravan er nýbúin að taka upp plötu og er fyrsta lagið farið að hljóma á ljósvakamiðlunum. Verði ljós „Við höfum verið hjá sama fyrirtæki síðan 2013, hjá austurrísku fyrirtæki, en við fengum flott tilboð frá X-Ray Touring og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt – sérstaklega af því við erum að gefa út nýja plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. X-Ray Touring er gríðarlega stórt breskt bókunarfyrirtæki sem er með fjölmarga heimsþekkta tónlistarmenn undir sínum hatti. Rapparinn Eminem er þar á bæ eins og Íslandsvinirnir í Coldplay og Blur auk Robbies Williams svo nokkrir séu nefndir. Þá eru rokkhundar eins og Alice in Chains, Manic Street Preachers og Belle and Sebastian þar einnig. Það skal því engan undra að Óskar bendi á að með þessu skrefi séu þeir komnir upp um eitt þrep í hinum langa tónlistarstiga. „Þetta er virt fyrirtæki sem hefur verið í gangi í langan tíma,“ segir hann. X-Ray Touring hefur heldur ekki setið auðum höndum því á heimasíðuna eru þegar komnir 26 tónleikar víða um heim. Og það er bara byrjunin. „Þetta eru ekki einu sinni allir tónleikarnir sem við spilum á. Það á eftir að tilkynna nokkra og ég held að það verði allt í allt 32 tónleikar sem við spilum á. Við verðum á ferðinni í rúman mánuð í rútu og höfum það kósí.“Coldplay er meðal þeirra hljómsveita sem eru á mála hjá X-Ray TouringMeð því að skrifa undir samning við svo stórt bókunarfyrirtæki er hljómsveitin með betri sambönd og á því auðveldara með að komast að á stórum tónlistarhátíðum eins og Download festival og fleirum. „Það eru um 500 listamenn hjá þeim og þegar við fengum þetta tilboð var ég ekki mikið búinn að skoða þetta fyrirtæki. Þegar ég lagðist yfir samninginn og skoðaði fyrirtækið þá sá ég hvaða listamenn eru þarna og það eru mörg stór nöfn þarna.“ Ný plata er væntanleg frá þeim sem Óskar segir að sé þroskaðri en þetta verður fjórða breiðskífan. The Vintage Caravan kom út árið 2011, Voyage ári síðar og Arrival árið 2015. Fyrsta smáskífan byrjaði að hljóma á X-inu fyrir helgi. „Við vorum í stúdíóinu í 20 daga og við erum stoltir af henni. Við tókum hana upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og þeir sem hafa hlustað segja að hún sé þroskaðri en fyrri verk okkar. Kannski er hún eins og þetta skref okkar með bókunarskrifstofuna. Nýtt þrep á okkar ferli.“Hljómsveitir undir hatti X-Ray Touring Alice in Chains Ash Bad Rabbits Belle and Sebastian Blur The Cardigans Coldplay Courtney Love Cypress Hill The Darkness Echo & The Bunnymen Eminem Fergie Jimmy Eat World Manic Street Preachers The Offspring Pixies Queens of the Stone Age Robbie Williams Snow Patrol Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Við höfum verið hjá sama fyrirtæki síðan 2013, hjá austurrísku fyrirtæki, en við fengum flott tilboð frá X-Ray Touring og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt – sérstaklega af því við erum að gefa út nýja plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. X-Ray Touring er gríðarlega stórt breskt bókunarfyrirtæki sem er með fjölmarga heimsþekkta tónlistarmenn undir sínum hatti. Rapparinn Eminem er þar á bæ eins og Íslandsvinirnir í Coldplay og Blur auk Robbies Williams svo nokkrir séu nefndir. Þá eru rokkhundar eins og Alice in Chains, Manic Street Preachers og Belle and Sebastian þar einnig. Það skal því engan undra að Óskar bendi á að með þessu skrefi séu þeir komnir upp um eitt þrep í hinum langa tónlistarstiga. „Þetta er virt fyrirtæki sem hefur verið í gangi í langan tíma,“ segir hann. X-Ray Touring hefur heldur ekki setið auðum höndum því á heimasíðuna eru þegar komnir 26 tónleikar víða um heim. Og það er bara byrjunin. „Þetta eru ekki einu sinni allir tónleikarnir sem við spilum á. Það á eftir að tilkynna nokkra og ég held að það verði allt í allt 32 tónleikar sem við spilum á. Við verðum á ferðinni í rúman mánuð í rútu og höfum það kósí.“Coldplay er meðal þeirra hljómsveita sem eru á mála hjá X-Ray TouringMeð því að skrifa undir samning við svo stórt bókunarfyrirtæki er hljómsveitin með betri sambönd og á því auðveldara með að komast að á stórum tónlistarhátíðum eins og Download festival og fleirum. „Það eru um 500 listamenn hjá þeim og þegar við fengum þetta tilboð var ég ekki mikið búinn að skoða þetta fyrirtæki. Þegar ég lagðist yfir samninginn og skoðaði fyrirtækið þá sá ég hvaða listamenn eru þarna og það eru mörg stór nöfn þarna.“ Ný plata er væntanleg frá þeim sem Óskar segir að sé þroskaðri en þetta verður fjórða breiðskífan. The Vintage Caravan kom út árið 2011, Voyage ári síðar og Arrival árið 2015. Fyrsta smáskífan byrjaði að hljóma á X-inu fyrir helgi. „Við vorum í stúdíóinu í 20 daga og við erum stoltir af henni. Við tókum hana upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og þeir sem hafa hlustað segja að hún sé þroskaðri en fyrri verk okkar. Kannski er hún eins og þetta skref okkar með bókunarskrifstofuna. Nýtt þrep á okkar ferli.“Hljómsveitir undir hatti X-Ray Touring Alice in Chains Ash Bad Rabbits Belle and Sebastian Blur The Cardigans Coldplay Courtney Love Cypress Hill The Darkness Echo & The Bunnymen Eminem Fergie Jimmy Eat World Manic Street Preachers The Offspring Pixies Queens of the Stone Age Robbie Williams Snow Patrol
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira