Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. desember 2018 19:00 Lög um sanngirnisbætur voru sett árið 2010 og byggjast á rannsókn vistheimilanefndar á árunum 2007 til 2017 á starfsemi vistheimila og stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Málið hófst þegar Breiðurvíkurmálið komst í hámæli árið 2007 en í kjölfar þess hófst viðamikið ferli þar sem farið var yfir vistun barna. Í ljós kom að börn á ellefu stofnunum höfðu mátt sæta illri meðferð. Heimilin sem um ræðir eru Unglingaheimili ríkisins, Vistheimilið Silungapollur, Heyrnleysingjaskólinn, Heimavistarskólinn að Jaðri í Elliðavatnslandi, Vistheimilið Breiðavík, Upptökuheimili ríkisins, Kópavogshæli, Vistheimilið Reykjahlíð í Mosfellssveit Landakotsskóli, Vistheimilið Kumbaravogur við Stokkseyri, Skólaheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi. Alls sóttu 1190 manns um sanngirnisbætur og 1162 fengu greiddar bæturnar. Skýrsla um niðurstöður á greiðslu þeirra var kynnt í dómsmálaráðuneytinu í dag. Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður við umsækjendur segir að margt hafi komið fram í ferlinu. „Það sem stingur í augu er til dæmis Landakotsskóli en þar talaði ég við rúmlega fimmtugan mann um ofbeldi sem viðgekkst þar og svo annan sem var um þrítugt og allan tímann hafði sama ofbeldið viðgengist. Eftirlitið með þessum stofnunum var mjög ábótavant,“ segir Guðrún. Tvö hundruð manns fá hæstu bætur eða sjö komma fjórar milljónir króna en það á við þegar fólk dvaldi lengi á stofnun, fór á milli margra eða þar sem voru framin alvarleg brot. „Á Kópavogshæli, Breiðavík og í Herynleysingjaskólanum voru framin afar alvarleg brot og fólk sem dvaldi þar sem börn fær oft háar bætur,“ segir Halldór Þormaður Halldórsson umsjónarmaður sanngirnisbóta. Þau Guðrún og Halldór segja að samfélagið geti lært margt af málinu. „Við þurfum alltaf að hafa í huga velferð barna,“ segir Halldór að lokum. Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Lög um sanngirnisbætur voru sett árið 2010 og byggjast á rannsókn vistheimilanefndar á árunum 2007 til 2017 á starfsemi vistheimila og stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Málið hófst þegar Breiðurvíkurmálið komst í hámæli árið 2007 en í kjölfar þess hófst viðamikið ferli þar sem farið var yfir vistun barna. Í ljós kom að börn á ellefu stofnunum höfðu mátt sæta illri meðferð. Heimilin sem um ræðir eru Unglingaheimili ríkisins, Vistheimilið Silungapollur, Heyrnleysingjaskólinn, Heimavistarskólinn að Jaðri í Elliðavatnslandi, Vistheimilið Breiðavík, Upptökuheimili ríkisins, Kópavogshæli, Vistheimilið Reykjahlíð í Mosfellssveit Landakotsskóli, Vistheimilið Kumbaravogur við Stokkseyri, Skólaheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi. Alls sóttu 1190 manns um sanngirnisbætur og 1162 fengu greiddar bæturnar. Skýrsla um niðurstöður á greiðslu þeirra var kynnt í dómsmálaráðuneytinu í dag. Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður við umsækjendur segir að margt hafi komið fram í ferlinu. „Það sem stingur í augu er til dæmis Landakotsskóli en þar talaði ég við rúmlega fimmtugan mann um ofbeldi sem viðgekkst þar og svo annan sem var um þrítugt og allan tímann hafði sama ofbeldið viðgengist. Eftirlitið með þessum stofnunum var mjög ábótavant,“ segir Guðrún. Tvö hundruð manns fá hæstu bætur eða sjö komma fjórar milljónir króna en það á við þegar fólk dvaldi lengi á stofnun, fór á milli margra eða þar sem voru framin alvarleg brot. „Á Kópavogshæli, Breiðavík og í Herynleysingjaskólanum voru framin afar alvarleg brot og fólk sem dvaldi þar sem börn fær oft háar bætur,“ segir Halldór Þormaður Halldórsson umsjónarmaður sanngirnisbóta. Þau Guðrún og Halldór segja að samfélagið geti lært margt af málinu. „Við þurfum alltaf að hafa í huga velferð barna,“ segir Halldór að lokum.
Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11