Þjóðarsjóður gæti komið niður á eignadreifingu lífeyrissjóða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. september 2018 07:00 Þjóðarsjóður verður fjármagnaður með arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fyrirhugaður þjóðarsjóður fékk ekki háa einkunn hjá umsagnaraðilum. Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. Fyrirhuguðum sjóði er ætlað að vera „áfallavörn fyrir þjóðina“ þegar ríkissjóður verður fyrir ófyrirséðum áföllum. Í því samhengi eru nefndir til sögunnar atburðir á borð við móðuharðindin, Heimaeyjargosið, vistkerfisbrest á borð við hrun síldarstofnsins eða sjúkdómsfaraldur á borð við spænsku veikina. Áætlað er að byggja sjóðinn upp með arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, um tíu til tuttugu milljörðum árlega, þar til stærð sjóðsins er tíu prósent af vergri landsframleiðslu. Eftir fimmtán ár er áætlað að stærð sjóðsins verði á bilinu 250 til 300 milljarðar. Sjóðnum yrði gert skylt að fjárfesta í erlendum verðbréfum til ávöxtunar. Í umsögn Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir að gera verði skýran greinarmun á hlutverki þjóðarsjóðs og NTÍ. Heildargreiðslugeta sjóðsins sé 73 milljarðar króna og ekki ert ljóst hvort hinn nýi sjóður taki við þar sem eignir NTÍ þrýtur. Þá er í umsögn Viðskiptaráðs bent á það að þjóðarsjóði verði gert skylt að fjárfesta erlendis. Umfang sjóðsins gæti þýtt að erfiðara verður fyrir aðra innlenda fjárfesta að fjárfesta erlendis. „Í þessu sambandi koma lífeyrissjóðirnir fyrst upp í hugann. Innstreymi í þá er og verður mikið næstu ár og að auki bendir flest til þess að þeir muni vilja færa eignir í auknum mæli til útlanda. Þjóðarsjóður gæti því verið í beinni samkeppni við sjóðina á gjaldeyrismarkaði og hugsanlega takmarkað þeirra möguleika á að ná fram hagstæðri eignadreifingu,“ segir í umsögn Viðskiptaráðs. Þar er einnig bent á að ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafi numið 619 milljörðum króna í lok síðasta árs. Umhugsunarvert sé að arðgreiðslum vegna orkuauðlinda skuli ekki vera forgangsraðað þangað. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Áform um þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta fátíðum efnahagslegum áföllum eru í kynningu á vef Stjórnarráðsins. Skiptar skoðanir meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Frekar eigi að greiða niður skuldir. 20. september 2018 06:45 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Fyrirhugaður þjóðarsjóður fékk ekki háa einkunn hjá umsagnaraðilum. Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. Fyrirhuguðum sjóði er ætlað að vera „áfallavörn fyrir þjóðina“ þegar ríkissjóður verður fyrir ófyrirséðum áföllum. Í því samhengi eru nefndir til sögunnar atburðir á borð við móðuharðindin, Heimaeyjargosið, vistkerfisbrest á borð við hrun síldarstofnsins eða sjúkdómsfaraldur á borð við spænsku veikina. Áætlað er að byggja sjóðinn upp með arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, um tíu til tuttugu milljörðum árlega, þar til stærð sjóðsins er tíu prósent af vergri landsframleiðslu. Eftir fimmtán ár er áætlað að stærð sjóðsins verði á bilinu 250 til 300 milljarðar. Sjóðnum yrði gert skylt að fjárfesta í erlendum verðbréfum til ávöxtunar. Í umsögn Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir að gera verði skýran greinarmun á hlutverki þjóðarsjóðs og NTÍ. Heildargreiðslugeta sjóðsins sé 73 milljarðar króna og ekki ert ljóst hvort hinn nýi sjóður taki við þar sem eignir NTÍ þrýtur. Þá er í umsögn Viðskiptaráðs bent á það að þjóðarsjóði verði gert skylt að fjárfesta erlendis. Umfang sjóðsins gæti þýtt að erfiðara verður fyrir aðra innlenda fjárfesta að fjárfesta erlendis. „Í þessu sambandi koma lífeyrissjóðirnir fyrst upp í hugann. Innstreymi í þá er og verður mikið næstu ár og að auki bendir flest til þess að þeir muni vilja færa eignir í auknum mæli til útlanda. Þjóðarsjóður gæti því verið í beinni samkeppni við sjóðina á gjaldeyrismarkaði og hugsanlega takmarkað þeirra möguleika á að ná fram hagstæðri eignadreifingu,“ segir í umsögn Viðskiptaráðs. Þar er einnig bent á að ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafi numið 619 milljörðum króna í lok síðasta árs. Umhugsunarvert sé að arðgreiðslum vegna orkuauðlinda skuli ekki vera forgangsraðað þangað.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Áform um þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta fátíðum efnahagslegum áföllum eru í kynningu á vef Stjórnarráðsins. Skiptar skoðanir meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Frekar eigi að greiða niður skuldir. 20. september 2018 06:45 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Áform um þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta fátíðum efnahagslegum áföllum eru í kynningu á vef Stjórnarráðsins. Skiptar skoðanir meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Frekar eigi að greiða niður skuldir. 20. september 2018 06:45
Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00