„Ég hugsa þetta bara sem sigur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. september 2018 16:27 Sigríður Sjöfn, ekkja Tryggva Marinós, ásamt dóttur þeirra, Kristínu Önnu, og syni hennar, Tryggva Rúnari Brynjarssyni, við aðalmeðferð málsins í Hæstarétti fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Sigríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, segist líta á sýknudóminn í Guðmundar-og Geirfinnsmálunum í dag sem stóran sigur. „Mér líður vel. Ég hugsa þetta bara sem sigur, stóran sigur. Ég lagði upp með það að hann yrði sýknaður af því að hann sagði alltaf sjálfur að það þýðir ekkert að gera neitt í þessu fyrr en allt þetta fólk er dáið sem kom að þessu. En hann hafði rangt fyrir sér þar. Já, ég er ofsalega ánægð og fólk verður bara að eiga það við sig hvernig þau komu fram og allt það,“ sagði Sigríður Sjöfn í samtali við fréttastofu í dag eftir að dómurinn var kveðinn upp. Hún kvaðst til mikillar gleði en líka sorgar þar sem Tryggvi Rúnar er ekki á lífi og fær því ekki að fagna þessum áfanga. Hæstiréttur sýknaði þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Endurupptökunefnd úrskurðaði í febrúar í fyrra að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Ekki var heimilað að taka mál. Erlu Bolladóttur upp en hún hlaut dóm fyrir rangar sakargiftir. Hún sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væru blendnar tilfinningar við sýknudóminn nú. „Þetta er ekki búið enn. En gríðarlegur sigur því með þessu er auðvitað tekin afstaða til dómanna sem féllu árið 1980 og um leið er ekkert að marka minn framburð í þeim málum sem sýknað var þannig að gangi þeim vel að halda inni framburði í meinsæri,“ sagði Erla. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Cieselski, sagðist ánægður með að Hæstarétti hefði nú tekist að vinda ofan af þessu ljóta máli. „Og að einstaklingar hafi verið sýknaðir og hreinsaðir af þessum sakargiftum, það er gleði.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sigríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, segist líta á sýknudóminn í Guðmundar-og Geirfinnsmálunum í dag sem stóran sigur. „Mér líður vel. Ég hugsa þetta bara sem sigur, stóran sigur. Ég lagði upp með það að hann yrði sýknaður af því að hann sagði alltaf sjálfur að það þýðir ekkert að gera neitt í þessu fyrr en allt þetta fólk er dáið sem kom að þessu. En hann hafði rangt fyrir sér þar. Já, ég er ofsalega ánægð og fólk verður bara að eiga það við sig hvernig þau komu fram og allt það,“ sagði Sigríður Sjöfn í samtali við fréttastofu í dag eftir að dómurinn var kveðinn upp. Hún kvaðst til mikillar gleði en líka sorgar þar sem Tryggvi Rúnar er ekki á lífi og fær því ekki að fagna þessum áfanga. Hæstiréttur sýknaði þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Endurupptökunefnd úrskurðaði í febrúar í fyrra að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Ekki var heimilað að taka mál. Erlu Bolladóttur upp en hún hlaut dóm fyrir rangar sakargiftir. Hún sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væru blendnar tilfinningar við sýknudóminn nú. „Þetta er ekki búið enn. En gríðarlegur sigur því með þessu er auðvitað tekin afstaða til dómanna sem féllu árið 1980 og um leið er ekkert að marka minn framburð í þeim málum sem sýknað var þannig að gangi þeim vel að halda inni framburði í meinsæri,“ sagði Erla. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Cieselski, sagðist ánægður með að Hæstarétti hefði nú tekist að vinda ofan af þessu ljóta máli. „Og að einstaklingar hafi verið sýknaðir og hreinsaðir af þessum sakargiftum, það er gleði.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54
Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04