Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2018 19:30 Afrin-hérað í Sýrlandi er skammt frá landamærunum við Tyrkland. Vísir/Gvendur Utanríkisráðuneytið kannar nú orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Upplýsingar um andlát mannsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er hann sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi, skammt frá landamærum Tyrklands. Þar til nú hefur utanríkisráðuneytið ekki fengið spurn af Íslendingum stöddum í Sýrlandi að sögn fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Íslendingurinn er sagður hafa barist með YPG-liðum, hersveit sýrlenskra Kúrda, en hann hafi látist í stórskotaárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn að því er óstaðfestar fregnir af svæðinu herma. „Við vitum í rauninni ekki annað en það að orðrómur er uppi um að Íslendingur hafi fallið í Sýrlandi og það er verið að kanna hvort hann eigi við rök að styðjast,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Stöð 2. Greint var fyrst frá málinu á Twitter í dag en þar er maðurinn sagður hafa gengið til liðs við YPG í gegnum gríska anarkistahópinn RUIS. Kúrdiskir og tyrkneskir vefmiðlar hafa í dag birt myndir af Íslendingnum vopnum búnum og í herklæðum. Að sögn Sveins hefur utanríkisráðuneytið ekki áður fengið spurn af Íslendingum í Sýrlandi en samkvæmt heimildum fréttastofu heyrði fjölskylda mannsins fyrst af málinu í gegnum samfélagsmiðla í dag. „Við höfum annars vegar verið í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og hins vegar við alþjóðadeild lögreglunnar, þetta eru eins og sakir standa þær leiðir sem við beitum til þess að grennslast fyrir um þetta mál,“ segir Sveinn. Kúrdar segjast eiga í átökum annars vegar við Tyrklandsher og hinsvegar við hryðjuverkasamtökin ISIS en Tyrkir hafa fagnað sókn hersins inn í héraðið. Erfitt er að fá staðfestar upplýsingar af átökum á svæðinu en stríðandi fylkingar og stuðningsmenn þeirra halda uppi öflugum áróðursmiðlum. „Allar upplýsingar höfum við úr fjölmiðlum og þær hafa ekki verið staðfestar með formlegum hætti,“ segir Sveinn. „Á meðan svo er sláum við engu föstu.“ Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Utanríkisráðuneytið kannar nú orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Upplýsingar um andlát mannsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er hann sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi, skammt frá landamærum Tyrklands. Þar til nú hefur utanríkisráðuneytið ekki fengið spurn af Íslendingum stöddum í Sýrlandi að sögn fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Íslendingurinn er sagður hafa barist með YPG-liðum, hersveit sýrlenskra Kúrda, en hann hafi látist í stórskotaárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn að því er óstaðfestar fregnir af svæðinu herma. „Við vitum í rauninni ekki annað en það að orðrómur er uppi um að Íslendingur hafi fallið í Sýrlandi og það er verið að kanna hvort hann eigi við rök að styðjast,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Stöð 2. Greint var fyrst frá málinu á Twitter í dag en þar er maðurinn sagður hafa gengið til liðs við YPG í gegnum gríska anarkistahópinn RUIS. Kúrdiskir og tyrkneskir vefmiðlar hafa í dag birt myndir af Íslendingnum vopnum búnum og í herklæðum. Að sögn Sveins hefur utanríkisráðuneytið ekki áður fengið spurn af Íslendingum í Sýrlandi en samkvæmt heimildum fréttastofu heyrði fjölskylda mannsins fyrst af málinu í gegnum samfélagsmiðla í dag. „Við höfum annars vegar verið í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og hins vegar við alþjóðadeild lögreglunnar, þetta eru eins og sakir standa þær leiðir sem við beitum til þess að grennslast fyrir um þetta mál,“ segir Sveinn. Kúrdar segjast eiga í átökum annars vegar við Tyrklandsher og hinsvegar við hryðjuverkasamtökin ISIS en Tyrkir hafa fagnað sókn hersins inn í héraðið. Erfitt er að fá staðfestar upplýsingar af átökum á svæðinu en stríðandi fylkingar og stuðningsmenn þeirra halda uppi öflugum áróðursmiðlum. „Allar upplýsingar höfum við úr fjölmiðlum og þær hafa ekki verið staðfestar með formlegum hætti,“ segir Sveinn. „Á meðan svo er sláum við engu föstu.“
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira