Reyndi að tengjast voninni hjá þeim sem komust af Benedikt Bóas skrifar 4. júní 2018 06:00 Birgir Hilmarsson í stúdíóinu sínu þar sem hann samdi verkið fyrir myndina. Vísir/Sigtryggur „Verkið nálgaðist ég þannig að ég reyndi að tengjast viðfangsefninu tilfinningalega en líka voninni hjá þeim sem komust af,“ segir tónskáldið Biggi Hilmars en hann semur tónlistina í heimildarmynd um brunann í Grenfell fjölbýlishúsinu í Kensington hverfinu sem Jonathan Rudd leikstýrir. Bruninn vakti heimsathygli enda fuðraði fjölbýlishúsið upp á undraskömmum tíma. Alls létust 72 í eldhafinu og enn er verið að rétta í málinu. Myndin kallast Grenfell Our Home og er framleidd í sýndarveruleika. Bíógestir fá þannig sýndarveruleikagleraugu og fá að skyggnast inn í bygginguna eins og hún leit út og upplifa stemninguna í húsinu, skelfinguna í kringum brunann, ásamt því að heyra viðtöl við eftirlifendur. Myndin verður frumsýnd á Sheffield Doc Festival í næsta mánuði og fer í framhaldinu á ferðalag um heiminn. Grenfell turninn sem stóð í Kensington hverfinu var 24 hæðir og fóru um 200 slökkviliðsmenn á vettvang til að slökkva eldhafið. Fréttablaðið/EPABiggi segir sköpunarferlið hafa verið athyglisvert, því hann hafi ekki séð mikið af myndinni enda tekur mjög langan tíma að framleiða hana í sýndarveruleika. „Ég fékk tímalínu og pínu bút úr myndinni og viðtölum til að sjá. Sýndarveruleiki er mjög nýtt fyrirbæri og dýrt í framkvæmd, en fyrirtækið sem gerir hana er mjög framarlega í þessu. Þau náðu að gera nokkrar sekúndur á dag með stóru teymi. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert verkefni, en jafnframt krefjandi því maður upplifði svo mikla sorg í gegnum sögur og upplifanir þeirra sem eftir lifðu. Ég samdi af fingrum fram undir það sem ég var með í höndunum og út komu verk sem einkennast af einhvers konar tregablandinni fegurð, sorg og von þeirra sem eftir lifðu.” Birtist í Fréttablaðinu Bruni í Grenfell-turni Tengdar fréttir Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30 Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24 Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira
„Verkið nálgaðist ég þannig að ég reyndi að tengjast viðfangsefninu tilfinningalega en líka voninni hjá þeim sem komust af,“ segir tónskáldið Biggi Hilmars en hann semur tónlistina í heimildarmynd um brunann í Grenfell fjölbýlishúsinu í Kensington hverfinu sem Jonathan Rudd leikstýrir. Bruninn vakti heimsathygli enda fuðraði fjölbýlishúsið upp á undraskömmum tíma. Alls létust 72 í eldhafinu og enn er verið að rétta í málinu. Myndin kallast Grenfell Our Home og er framleidd í sýndarveruleika. Bíógestir fá þannig sýndarveruleikagleraugu og fá að skyggnast inn í bygginguna eins og hún leit út og upplifa stemninguna í húsinu, skelfinguna í kringum brunann, ásamt því að heyra viðtöl við eftirlifendur. Myndin verður frumsýnd á Sheffield Doc Festival í næsta mánuði og fer í framhaldinu á ferðalag um heiminn. Grenfell turninn sem stóð í Kensington hverfinu var 24 hæðir og fóru um 200 slökkviliðsmenn á vettvang til að slökkva eldhafið. Fréttablaðið/EPABiggi segir sköpunarferlið hafa verið athyglisvert, því hann hafi ekki séð mikið af myndinni enda tekur mjög langan tíma að framleiða hana í sýndarveruleika. „Ég fékk tímalínu og pínu bút úr myndinni og viðtölum til að sjá. Sýndarveruleiki er mjög nýtt fyrirbæri og dýrt í framkvæmd, en fyrirtækið sem gerir hana er mjög framarlega í þessu. Þau náðu að gera nokkrar sekúndur á dag með stóru teymi. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert verkefni, en jafnframt krefjandi því maður upplifði svo mikla sorg í gegnum sögur og upplifanir þeirra sem eftir lifðu. Ég samdi af fingrum fram undir það sem ég var með í höndunum og út komu verk sem einkennast af einhvers konar tregablandinni fegurð, sorg og von þeirra sem eftir lifðu.”
Birtist í Fréttablaðinu Bruni í Grenfell-turni Tengdar fréttir Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30 Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24 Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira
Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30
Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24
Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54