Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2018 13:15 Vindmyllan í Vigri er rúmlega 150 ára gömul. Davíð Ólafsson Miklir tekjumöguleikar eru sagðir í boði fyrir hvern þann sem festir kaup á eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Eigendur Vigurs til tæps aldarfjórðungs hafa sett eyjuna á sölu en á bilinu tíu til ellefu þúsund ferðamenn sækja hana heim á hverju ári. Vigur var auglýstur til sölu í morgun og segir Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, að fyrirspurnir hafi þegar borist. Eyjan hefur verið í eigu bændanna Salvars Baldurssonar og Hugrúnar Magnúsdóttur frá árinu 1994. Þau ætla að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Húsakosturinn í Vigri. Viktoríuhúsið er hluti af gulu byggingunni á miðri myndinni, lengst til vinstri.Davíð ÓlafssonVigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins. Hluti af Vigur er friðland en þar er líflegt fuglalíf og æðarvarp. Þrátt fyrir það og friðuð húsin segir Davíð að engar kvaðir verði á kaupanda eyjunnar. „Það má byggja þarna og það má bæta húsakost,“ segir hann. Brunabótamat á húsakostinum í Vigur en Davíð vill ekki ljóstra upp um mögulegt kaupverð á eyjunni. Óskað sé eftir tilboðum. „Eyjan er mikils virði og gefur mikla tekjumöguleika,“ segir hann.Áttæringurinn Vigur-Breiður er talinn hátt í tvö hundruð ára gamall. Hann var notaður til fjárflutningaDavíð Ólafsson Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Miklir tekjumöguleikar eru sagðir í boði fyrir hvern þann sem festir kaup á eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Eigendur Vigurs til tæps aldarfjórðungs hafa sett eyjuna á sölu en á bilinu tíu til ellefu þúsund ferðamenn sækja hana heim á hverju ári. Vigur var auglýstur til sölu í morgun og segir Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, að fyrirspurnir hafi þegar borist. Eyjan hefur verið í eigu bændanna Salvars Baldurssonar og Hugrúnar Magnúsdóttur frá árinu 1994. Þau ætla að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Húsakosturinn í Vigri. Viktoríuhúsið er hluti af gulu byggingunni á miðri myndinni, lengst til vinstri.Davíð ÓlafssonVigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins. Hluti af Vigur er friðland en þar er líflegt fuglalíf og æðarvarp. Þrátt fyrir það og friðuð húsin segir Davíð að engar kvaðir verði á kaupanda eyjunnar. „Það má byggja þarna og það má bæta húsakost,“ segir hann. Brunabótamat á húsakostinum í Vigur en Davíð vill ekki ljóstra upp um mögulegt kaupverð á eyjunni. Óskað sé eftir tilboðum. „Eyjan er mikils virði og gefur mikla tekjumöguleika,“ segir hann.Áttæringurinn Vigur-Breiður er talinn hátt í tvö hundruð ára gamall. Hann var notaður til fjárflutningaDavíð Ólafsson
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira