Réttindi launafólks til séreignarsparnaðar aukast verulega Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2018 18:30 Lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði í séreignarsparnaði aukast um 1,5 prósentustig nú um mánaðamótin. Eftir það getur launafólk ráðstafað 3,5 prósentustigum launa sinna í svo kallaða tiltekna séreign sem er til viðbótar við hefðbundinn séreignarsparnað. Lífeyrissparnaður launafólks er í dag þrenns konar. Í fyrsta lagi hinn hefðbundni lífeyrissparnaður sem tryggir fólki lífeyrisgreiðslur eftir 67 ára aldur, í öðru lagi séreignarlífeyrissparnaður sem er valkvæmur og fólk fær tveggja prósenta mótframlag frá atvinnurekendum við tveggja til fjögurra prósenta framlag launamannsins og í þriðja lagi ný leið sem kölluð hefur verið sértækur séreignarsparnaður. Um þessa leið var samið í kjarasamningum Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins í byrjun árs 2016. Ákveðið var að hækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð í þremur skrefum til ársins 2018 um 3,5 prósentustig þannig að heildargreiðsla vegna launafólks á almenna markaðnum yrði sú sama og hjá hinu opinbera.Skoðum fyrst lífeyrisgreiðslur eins og þær voru árið 2015 áður en þessi nýi sértæki sparnaður kom til sögunnar. Þá greiddi launafólk 4 prósent af launum sínum í lífeyrissjóð og atvinnurekandinn greiddi átta prósent í mótframlag. Heildargreiðsla í lífeyrissjóð samsvaraði því 12 prósentum af launum. Fyrsta skref hins sértæka lífeyrissparnaðar var tekið í júlí 2016 þegar mótframlag vinnuveitandans hækkaði í 8,5 prósent og heildargreiðslan í lífeyrissjóð launamannsins fór í 12,5 prósent. Í júlí í fyrra hækkaði mórframlagið síðan um 1,5 prósentustig og hinn fyrsta júlí næst komandi hækkar mótframlagið um einnig um 1,5 prósentustig. Þar með hefur mótframlagið hækkað um 3,5 prósentustig, sem launafólk getur ráðstafað að vild í séreignarsparnað. Þessi sparnaður er séreign sem hægt er að leysa út fimm árum fyrir eftirlaunaaldur. Það er hins vegar mikilvægt að launafólk tilkynni vinnuveitanda sínum hvernig það vill ráðstafa þessum 3,5 prósentu af launum sínum, því ef fólk hefur ekki frumkvæði að því rennur þessi viðbót í langtíma lífeyrissparnað fólks . Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til tengsla bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Sjá meira
Lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði í séreignarsparnaði aukast um 1,5 prósentustig nú um mánaðamótin. Eftir það getur launafólk ráðstafað 3,5 prósentustigum launa sinna í svo kallaða tiltekna séreign sem er til viðbótar við hefðbundinn séreignarsparnað. Lífeyrissparnaður launafólks er í dag þrenns konar. Í fyrsta lagi hinn hefðbundni lífeyrissparnaður sem tryggir fólki lífeyrisgreiðslur eftir 67 ára aldur, í öðru lagi séreignarlífeyrissparnaður sem er valkvæmur og fólk fær tveggja prósenta mótframlag frá atvinnurekendum við tveggja til fjögurra prósenta framlag launamannsins og í þriðja lagi ný leið sem kölluð hefur verið sértækur séreignarsparnaður. Um þessa leið var samið í kjarasamningum Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins í byrjun árs 2016. Ákveðið var að hækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð í þremur skrefum til ársins 2018 um 3,5 prósentustig þannig að heildargreiðsla vegna launafólks á almenna markaðnum yrði sú sama og hjá hinu opinbera.Skoðum fyrst lífeyrisgreiðslur eins og þær voru árið 2015 áður en þessi nýi sértæki sparnaður kom til sögunnar. Þá greiddi launafólk 4 prósent af launum sínum í lífeyrissjóð og atvinnurekandinn greiddi átta prósent í mótframlag. Heildargreiðsla í lífeyrissjóð samsvaraði því 12 prósentum af launum. Fyrsta skref hins sértæka lífeyrissparnaðar var tekið í júlí 2016 þegar mótframlag vinnuveitandans hækkaði í 8,5 prósent og heildargreiðslan í lífeyrissjóð launamannsins fór í 12,5 prósent. Í júlí í fyrra hækkaði mórframlagið síðan um 1,5 prósentustig og hinn fyrsta júlí næst komandi hækkar mótframlagið um einnig um 1,5 prósentustig. Þar með hefur mótframlagið hækkað um 3,5 prósentustig, sem launafólk getur ráðstafað að vild í séreignarsparnað. Þessi sparnaður er séreign sem hægt er að leysa út fimm árum fyrir eftirlaunaaldur. Það er hins vegar mikilvægt að launafólk tilkynni vinnuveitanda sínum hvernig það vill ráðstafa þessum 3,5 prósentu af launum sínum, því ef fólk hefur ekki frumkvæði að því rennur þessi viðbót í langtíma lífeyrissparnað fólks .
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til tengsla bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Sjá meira