Sakar borgarstjóra um að hafa „hrútskýrt“ fyrir sér hvernig fjárframlög eru reiknuð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2018 19:55 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki lengur greina muninn á Samfylkingu og Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir vísar ásökunum á bug og segir að það sé leiðigjarnt að horfa upp á borgarfulltrúa slá ódýrar og pólitískar keilur. Hún hlakki til að vinna með tillöguna í borgarráði. FBL/sigtryggur Ari Tillögu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um jöfn fjárframlög með börnum í leik-og grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar óháð rekstrarformi var vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur tók til máls á Facebook síðu sinni og sakaði Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, um að hafa „hrútskýrt“ fyrir sér hvernig fjárframlög til grunnskóla og leikskóla í borginni eru reiknuð. „Hann sagði tillöguna vanhugsaða og byggða á þekkingarleysi. Er þetta ekki dæmigert?“ spyr Hildur. Hún segir að tillaga sín, sem ætluð er til að koma í veg fyrir innheimtu skólagjalda og tryggja öllum borgum jöfn tækifæri til að sækja ólíka skóla í borginni hafi verið ítarleg og vel ígrunduð. Tillagan hafi verið unnin í nánu samstarfi við skólastjórnendur sjálfstæðra grunnskóla og leikskóla og hagsmunasamtök sjálfstæðra skóla. „Hrútskýringar borgarstjóra voru því ekki eingöngu ósmekklegar, heldur fullkomlega óþarfar,“ segir Hildur.Segir meirihlutann finnast rétt að mismuna í sparnaðarskyni Hildur segir meirihlutann í borginni virðast þykja rétt að mismuna börnum í sparnaðarskyni í ljósi þess að fulltrúar meirihlutann hafi lýst yfir áhyggjum af kostnaði. „Það væri óskandi að borgarstjóri horfði með sama hætti í hverja krónu þegar hver framkvæmdin á fætur annarri fer margfalt fram úr áætlunum á hans vakt. Það mætti eflaust fjármagna tillöguna með einum Bragga. Til dæmis,“ segir Hildur. Hún segir að það vaki athygli að Viðreisn hafi ekki treyst sér til að styðja við töllöguna þrátt fyrir „fögur fyrirheit í kosningabaráttu“. Hún bætir við að hún geti ekki lengur séð muninn á stjórnmálaflokkunum Samfylkingu og Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að sér leiðist að sjá borgarfulltrúa slá ódýrar pólitískar keilur.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKVerið að slá ódýrar pólitískar keilur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík, svarar ummælum Hildar og annarra í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hún segir að sem formaður borgarráðs leiðist sér að sjá borgarfulltrúa slá ódýrar pólitískar keilur. Það sé hvorki verið að fela né flækja tillögur með því að vísa þeim til borgarráðs. „Það er nefnilega ekki svo heldur er tilgangurinn að vinna tillögurnar áfram. Þannig vill meirihlutinn vinna með minnihlutanum að góðum málum,“ segir Þórdís. Segist hlakka til að vinna með tillöguna í borgarráði Hún segist hlakka til að takast á við tillögurnar tvær, sem annars vegar lúta að grunnskólum og frístundaheimilum og hins vegar leikskólum. „Það kemur engum á óvart að Viðreisn styður fjölbreytt rekstrarform og sjálfstæði skóla en við þurfum að skoða þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða leikskólana, grunnskólana og frístundina,“ segir Þórdís. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Tillögu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um jöfn fjárframlög með börnum í leik-og grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar óháð rekstrarformi var vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur tók til máls á Facebook síðu sinni og sakaði Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, um að hafa „hrútskýrt“ fyrir sér hvernig fjárframlög til grunnskóla og leikskóla í borginni eru reiknuð. „Hann sagði tillöguna vanhugsaða og byggða á þekkingarleysi. Er þetta ekki dæmigert?“ spyr Hildur. Hún segir að tillaga sín, sem ætluð er til að koma í veg fyrir innheimtu skólagjalda og tryggja öllum borgum jöfn tækifæri til að sækja ólíka skóla í borginni hafi verið ítarleg og vel ígrunduð. Tillagan hafi verið unnin í nánu samstarfi við skólastjórnendur sjálfstæðra grunnskóla og leikskóla og hagsmunasamtök sjálfstæðra skóla. „Hrútskýringar borgarstjóra voru því ekki eingöngu ósmekklegar, heldur fullkomlega óþarfar,“ segir Hildur.Segir meirihlutann finnast rétt að mismuna í sparnaðarskyni Hildur segir meirihlutann í borginni virðast þykja rétt að mismuna börnum í sparnaðarskyni í ljósi þess að fulltrúar meirihlutann hafi lýst yfir áhyggjum af kostnaði. „Það væri óskandi að borgarstjóri horfði með sama hætti í hverja krónu þegar hver framkvæmdin á fætur annarri fer margfalt fram úr áætlunum á hans vakt. Það mætti eflaust fjármagna tillöguna með einum Bragga. Til dæmis,“ segir Hildur. Hún segir að það vaki athygli að Viðreisn hafi ekki treyst sér til að styðja við töllöguna þrátt fyrir „fögur fyrirheit í kosningabaráttu“. Hún bætir við að hún geti ekki lengur séð muninn á stjórnmálaflokkunum Samfylkingu og Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að sér leiðist að sjá borgarfulltrúa slá ódýrar pólitískar keilur.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKVerið að slá ódýrar pólitískar keilur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík, svarar ummælum Hildar og annarra í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hún segir að sem formaður borgarráðs leiðist sér að sjá borgarfulltrúa slá ódýrar pólitískar keilur. Það sé hvorki verið að fela né flækja tillögur með því að vísa þeim til borgarráðs. „Það er nefnilega ekki svo heldur er tilgangurinn að vinna tillögurnar áfram. Þannig vill meirihlutinn vinna með minnihlutanum að góðum málum,“ segir Þórdís. Segist hlakka til að vinna með tillöguna í borgarráði Hún segist hlakka til að takast á við tillögurnar tvær, sem annars vegar lúta að grunnskólum og frístundaheimilum og hins vegar leikskólum. „Það kemur engum á óvart að Viðreisn styður fjölbreytt rekstrarform og sjálfstæði skóla en við þurfum að skoða þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða leikskólana, grunnskólana og frístundina,“ segir Þórdís.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira