Stikla úr nýrri mynd um Elton John birt Andri Eysteinsson skrifar 1. október 2018 18:28 Elton John er mikill og litríkur karakter og verður forvitnilegt að sjá hvernig Taron Egerton gengur í hlutverki hans í Rocketman. Vísir/Getty Ný kvikmynd um líf enska stórsöngvarans og píanósnillingsins, Elton John, er væntanleg næsta vor. Í dag var gefin út stikla úr myndinni sem mun bera heitið Rocketman. Rocketman skartar breska leikaranum Taron Egerton í hlutverki Elton John og Jamie Bell sem Bernie Taupin sem er helsti samstarfsmaður John og skrifaði texta flestra af lögum söngvarans litríka. Kvikmyndin er í leikstjórn enska leikstjórans Dexter Fletcher sem áður hefur leikstýrt kvikmyndum byggðum á sönnum sögum á borð við Eddie the Eagle og hluta Queen kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody. Meðal leikara í myndinni er auk áðurnefndra Egerton og Bell, Bryce Dallas Howard og Richard Madden. Rocketman er nefnd eftir samnefndu lagi sem Elton John og Bernie Taupin unnu að og gáfu út á plötunni Honky Chateau árið 1972. Myndin er framleidd af Paramount og er áætlaður frumsýningardagur 31. maí 2019. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Ný kvikmynd um líf enska stórsöngvarans og píanósnillingsins, Elton John, er væntanleg næsta vor. Í dag var gefin út stikla úr myndinni sem mun bera heitið Rocketman. Rocketman skartar breska leikaranum Taron Egerton í hlutverki Elton John og Jamie Bell sem Bernie Taupin sem er helsti samstarfsmaður John og skrifaði texta flestra af lögum söngvarans litríka. Kvikmyndin er í leikstjórn enska leikstjórans Dexter Fletcher sem áður hefur leikstýrt kvikmyndum byggðum á sönnum sögum á borð við Eddie the Eagle og hluta Queen kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody. Meðal leikara í myndinni er auk áðurnefndra Egerton og Bell, Bryce Dallas Howard og Richard Madden. Rocketman er nefnd eftir samnefndu lagi sem Elton John og Bernie Taupin unnu að og gáfu út á plötunni Honky Chateau árið 1972. Myndin er framleidd af Paramount og er áætlaður frumsýningardagur 31. maí 2019.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira