Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. mars 2018 07:00 Aftan við Valgeir Jónasson sést í innkeyrsluna að Þorrasölum 13-15 sem vísar að blokkinni þar sem hann er húsfélagsformaður. Vísir/ANTON „Bæjarstjórinn svarar ekki skilaboðum, hann vill ekkert við okkur tala. Það er bara af því að við erum litlir karlar,“ segir Valgeir Jónasson, formaður húsfélags Þorrasala 9-11 í Kópavogi. Valgeir segir að eftir að Þorrasalir 9-11 voru byggðir hafi aðkeyrslu að bílakjallara næstu blokkar, Þorrasala 13-15, verið breytt þannig að hún sé milli blokkanna tveggja í stað þess að vísa að götunni. Húsfélagið kærði Kópavogsbæ og vann málið fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála sem felldi úr gildi ákvörð- un Kópavogsbæjar um að veita byggingarleyfi varðandi aðkomuna að bílageymslunni og felldi sömuleiðis úr gildi þá ákvörðun bæjarins að synja kröfu húsfélagsins á númer 9-11 um að beita nágranna þeirra þvingunarúrræðum vegna innkeyrslunnar. „Þegar þeir koma upp brekkuna úr bílakjallaranum hjá sér þá lýsast upp íbúðir á neðstu hæðunum í Þorrasölum 11. Og svo er náttúrlega ónæði af því þegar hurðin skellist,“ segir Valgeir um þau óþægindi sem fylgi hinni breyttu aðkomu að bílageymslunni. Þá eigi að vera göngustígur og aðkoma fyrir slökkviliðsbíla milli blokkanna.„En það var bara klippt af stígnum. Þetta er ekki eins og það á að vera.“ Valgeir segir að íbúarnir í Þorrasölum 9-11 hafi varað við því áður en ráðist var í framkvæmdir í nágrannablokkinni að innkeyrslan í bílakjallarann stæðist ekki lög. Enda hafi það komið á daginn. Kópavogsbær vildi síðan að úrskurðarnefndin tæki málið fyrir að nýju en því var hafnað. „Síðan höfum við ítrekað reynt að hafa samband við Kópavogsbæ en þau hunsa íbúana sem hér eru í 35 íbúðum,“ segir Valgeir um núverandi stöðu málsins og kveður þannig ekkert hafa þokast. „Þeir ætla bara að svæfa málið.“ Valgeir segir kröfuna einfaldlega þá að innkeyrslan verði færð til þess horfs sem upphaflegt skipulag og leyfi hafi gert ráð fyrir. „Það er alveg hægt að gera það,“ segir hann um slíka framkvæmd. „Og Kópavogsbær ætti alveg absalútt að bera kostnað- inn af því. Við héldum aðalfund í húsfélaginu og þar var einróma samþykkt að halda áfram með málið. En helst vildum við ná samkomulagi við bæinn því það er ekkert nema kostnaður sem fylgir þessu.“ Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá Kópavogsbæ hvernig málið horfi við bæjaryfirvöldum og hvað þau hyggist gera. „Málið er í vinnslu hjá Kópavogsbæ og verða viðbrögð bæjarins við úrskurðinum kynnt málsaðilum á næstunni,“ er svarið frá bæjarskrifstofunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira
„Bæjarstjórinn svarar ekki skilaboðum, hann vill ekkert við okkur tala. Það er bara af því að við erum litlir karlar,“ segir Valgeir Jónasson, formaður húsfélags Þorrasala 9-11 í Kópavogi. Valgeir segir að eftir að Þorrasalir 9-11 voru byggðir hafi aðkeyrslu að bílakjallara næstu blokkar, Þorrasala 13-15, verið breytt þannig að hún sé milli blokkanna tveggja í stað þess að vísa að götunni. Húsfélagið kærði Kópavogsbæ og vann málið fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála sem felldi úr gildi ákvörð- un Kópavogsbæjar um að veita byggingarleyfi varðandi aðkomuna að bílageymslunni og felldi sömuleiðis úr gildi þá ákvörðun bæjarins að synja kröfu húsfélagsins á númer 9-11 um að beita nágranna þeirra þvingunarúrræðum vegna innkeyrslunnar. „Þegar þeir koma upp brekkuna úr bílakjallaranum hjá sér þá lýsast upp íbúðir á neðstu hæðunum í Þorrasölum 11. Og svo er náttúrlega ónæði af því þegar hurðin skellist,“ segir Valgeir um þau óþægindi sem fylgi hinni breyttu aðkomu að bílageymslunni. Þá eigi að vera göngustígur og aðkoma fyrir slökkviliðsbíla milli blokkanna.„En það var bara klippt af stígnum. Þetta er ekki eins og það á að vera.“ Valgeir segir að íbúarnir í Þorrasölum 9-11 hafi varað við því áður en ráðist var í framkvæmdir í nágrannablokkinni að innkeyrslan í bílakjallarann stæðist ekki lög. Enda hafi það komið á daginn. Kópavogsbær vildi síðan að úrskurðarnefndin tæki málið fyrir að nýju en því var hafnað. „Síðan höfum við ítrekað reynt að hafa samband við Kópavogsbæ en þau hunsa íbúana sem hér eru í 35 íbúðum,“ segir Valgeir um núverandi stöðu málsins og kveður þannig ekkert hafa þokast. „Þeir ætla bara að svæfa málið.“ Valgeir segir kröfuna einfaldlega þá að innkeyrslan verði færð til þess horfs sem upphaflegt skipulag og leyfi hafi gert ráð fyrir. „Það er alveg hægt að gera það,“ segir hann um slíka framkvæmd. „Og Kópavogsbær ætti alveg absalútt að bera kostnað- inn af því. Við héldum aðalfund í húsfélaginu og þar var einróma samþykkt að halda áfram með málið. En helst vildum við ná samkomulagi við bæinn því það er ekkert nema kostnaður sem fylgir þessu.“ Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá Kópavogsbæ hvernig málið horfi við bæjaryfirvöldum og hvað þau hyggist gera. „Málið er í vinnslu hjá Kópavogsbæ og verða viðbrögð bæjarins við úrskurðinum kynnt málsaðilum á næstunni,“ er svarið frá bæjarskrifstofunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira