„Mér finnst bara heimskulegt að vera ekki femínisti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2018 10:30 Þorsteinn V. er í framboði fyrir VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þröstur Már Bjarnason Undanfarna viku hafa fjölmargir karlmenn deilt sögum úr sínu lífi á netinu í umræðu um karlmennsku. Forsprakki umræðunnar heitir Þorsteinn V. Einarsson og segir hann augljóst að umræðan sé þörf. „Umræðan snýst um að taka umræðuna um þessa ótrúlega þröngu skilgreiningu um karlmennskuna og þennan þrönga ramma sem karlmenn mega vera innan,“ segir Þorsteinn í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég hvatti karlmenn til að stíga fram og deila reynslu sinni að búa við þetta heftaða kynjaða kerfi. Kerfi sem lýsir sér þannig að sem strákur veistu nákvæmlega til hvers er ætlast af þér, eða kannski frekar þú veist nákvæmlega til hvers er ekki ætlast af þér.“ Þorsteinn segir að umræðan hafi sýnt það að karlmenn megi ekki vera stelpulegir eða hommalegir. „Við megum ekki sýna tilfinningar, við megum ekki vera of mjúkir. Við eigum samt að vera nærgætnir, en ekki of nærgætnir eða of einlægir. Ef við höldum áfram að tala um þessa hluti þá held ég að við komumst á þann stað að menn bara upplifi frelsi og viti hvað þeir vilji vera. Rannsóknir sýna að karlmenn eru óöruggir með það til hvers sé ætlast af þeim.“ Þorsteinn hefur talað um eitraða karlmennsku og skaðlega karlmennsku í tengslum við málið.Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Þorstein í gær.„Fyrir mér er skaðleg karlmennska það að ég megi ekki eða geti ekki sýnt ákveðna hegðun eða litið ákveðið út. Sögurnar eru að draga þetta fram. Eitruð karlmennska er fyrir mér að mega ekki vera eitthvað ákveðið og þurfa vera eitthvað ákveðið. Tilfinningalaus, sterkbyggður, hávaxinn, með stórt typpi og gagnkynhneigður.“ Hann segir að til mynda hafi borið á sögum að menn hafi verið lagðir í einelti fyrir það eitt að hafa ekki áhuga á fótbolta. „Áhugi manna á því að æfa fimleika eða dans fjaraði út vegna rótgróinnar kvenfyrirlitningar af því að við erum einhvern veginn þannig að við fyrirlítum stráka sem aðhyllast hluti sem teljast sem kvenlegir.“ Þorsteinn lék lengi vel knattspyrnu með ÍR en hvernig fer maður úr fótboltanum yfir í femínismann? „Ég hef unnið í félagsmiðstöð síðan 2006 og hef fengið ansi gott uppeldi frá ÍTR og núna SFS hjá Reykjavíkurborg í svona samfélagsumræðunni. Það er klárlega eitt atvik sem verður til þess að ég fer að kalla mig femínista. Ég naglalakka mig, ásamt nokkrum unglingsstrákum, í félagsmiðstöðinni fyrir fjórum árum síðan og held naglalakkinu á mér yfir ákveðinn tíma. Athugasemdirnar og þessi tilfinning sem ég fékk fyrir það að vera með naglalakk á mér yfir ákveðinn tíma fékk mig til að hugsa.“ Hann segir að fólk hafi líkt honum við konu. „Eins og það væri neikvætt. Og fólk spurði mig hvort ég væri að koma út úr skápnum. Fékk hæðnisathugasemdir stútfullar af kvenfyrirlitningu og hommafóbíu og mér leið svo illa að vera þarna. Ég fer í femínismann út frá þessu en var mjög lengi að byrja kalla mig femínista, af því að mér fannst það allt of kvenlegt orð.“ Þorsteinn er í 3. sæti á lista VG fyrir Borgarstjórnarkosningarnar í vor. „Ég valdi meðal annars Vinstri Græna vegna stefnu þeirra í tengslum við femínisma. Mér finnst bara heimskulegt að vera ekki femínisti.“#karlmennskan Tweets Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Undanfarna viku hafa fjölmargir karlmenn deilt sögum úr sínu lífi á netinu í umræðu um karlmennsku. Forsprakki umræðunnar heitir Þorsteinn V. Einarsson og segir hann augljóst að umræðan sé þörf. „Umræðan snýst um að taka umræðuna um þessa ótrúlega þröngu skilgreiningu um karlmennskuna og þennan þrönga ramma sem karlmenn mega vera innan,“ segir Þorsteinn í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég hvatti karlmenn til að stíga fram og deila reynslu sinni að búa við þetta heftaða kynjaða kerfi. Kerfi sem lýsir sér þannig að sem strákur veistu nákvæmlega til hvers er ætlast af þér, eða kannski frekar þú veist nákvæmlega til hvers er ekki ætlast af þér.“ Þorsteinn segir að umræðan hafi sýnt það að karlmenn megi ekki vera stelpulegir eða hommalegir. „Við megum ekki sýna tilfinningar, við megum ekki vera of mjúkir. Við eigum samt að vera nærgætnir, en ekki of nærgætnir eða of einlægir. Ef við höldum áfram að tala um þessa hluti þá held ég að við komumst á þann stað að menn bara upplifi frelsi og viti hvað þeir vilji vera. Rannsóknir sýna að karlmenn eru óöruggir með það til hvers sé ætlast af þeim.“ Þorsteinn hefur talað um eitraða karlmennsku og skaðlega karlmennsku í tengslum við málið.Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Þorstein í gær.„Fyrir mér er skaðleg karlmennska það að ég megi ekki eða geti ekki sýnt ákveðna hegðun eða litið ákveðið út. Sögurnar eru að draga þetta fram. Eitruð karlmennska er fyrir mér að mega ekki vera eitthvað ákveðið og þurfa vera eitthvað ákveðið. Tilfinningalaus, sterkbyggður, hávaxinn, með stórt typpi og gagnkynhneigður.“ Hann segir að til mynda hafi borið á sögum að menn hafi verið lagðir í einelti fyrir það eitt að hafa ekki áhuga á fótbolta. „Áhugi manna á því að æfa fimleika eða dans fjaraði út vegna rótgróinnar kvenfyrirlitningar af því að við erum einhvern veginn þannig að við fyrirlítum stráka sem aðhyllast hluti sem teljast sem kvenlegir.“ Þorsteinn lék lengi vel knattspyrnu með ÍR en hvernig fer maður úr fótboltanum yfir í femínismann? „Ég hef unnið í félagsmiðstöð síðan 2006 og hef fengið ansi gott uppeldi frá ÍTR og núna SFS hjá Reykjavíkurborg í svona samfélagsumræðunni. Það er klárlega eitt atvik sem verður til þess að ég fer að kalla mig femínista. Ég naglalakka mig, ásamt nokkrum unglingsstrákum, í félagsmiðstöðinni fyrir fjórum árum síðan og held naglalakkinu á mér yfir ákveðinn tíma. Athugasemdirnar og þessi tilfinning sem ég fékk fyrir það að vera með naglalakk á mér yfir ákveðinn tíma fékk mig til að hugsa.“ Hann segir að fólk hafi líkt honum við konu. „Eins og það væri neikvætt. Og fólk spurði mig hvort ég væri að koma út úr skápnum. Fékk hæðnisathugasemdir stútfullar af kvenfyrirlitningu og hommafóbíu og mér leið svo illa að vera þarna. Ég fer í femínismann út frá þessu en var mjög lengi að byrja kalla mig femínista, af því að mér fannst það allt of kvenlegt orð.“ Þorsteinn er í 3. sæti á lista VG fyrir Borgarstjórnarkosningarnar í vor. „Ég valdi meðal annars Vinstri Græna vegna stefnu þeirra í tengslum við femínisma. Mér finnst bara heimskulegt að vera ekki femínisti.“#karlmennskan Tweets
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira