„Mér finnst bara heimskulegt að vera ekki femínisti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2018 10:30 Þorsteinn V. er í framboði fyrir VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þröstur Már Bjarnason Undanfarna viku hafa fjölmargir karlmenn deilt sögum úr sínu lífi á netinu í umræðu um karlmennsku. Forsprakki umræðunnar heitir Þorsteinn V. Einarsson og segir hann augljóst að umræðan sé þörf. „Umræðan snýst um að taka umræðuna um þessa ótrúlega þröngu skilgreiningu um karlmennskuna og þennan þrönga ramma sem karlmenn mega vera innan,“ segir Þorsteinn í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég hvatti karlmenn til að stíga fram og deila reynslu sinni að búa við þetta heftaða kynjaða kerfi. Kerfi sem lýsir sér þannig að sem strákur veistu nákvæmlega til hvers er ætlast af þér, eða kannski frekar þú veist nákvæmlega til hvers er ekki ætlast af þér.“ Þorsteinn segir að umræðan hafi sýnt það að karlmenn megi ekki vera stelpulegir eða hommalegir. „Við megum ekki sýna tilfinningar, við megum ekki vera of mjúkir. Við eigum samt að vera nærgætnir, en ekki of nærgætnir eða of einlægir. Ef við höldum áfram að tala um þessa hluti þá held ég að við komumst á þann stað að menn bara upplifi frelsi og viti hvað þeir vilji vera. Rannsóknir sýna að karlmenn eru óöruggir með það til hvers sé ætlast af þeim.“ Þorsteinn hefur talað um eitraða karlmennsku og skaðlega karlmennsku í tengslum við málið.Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Þorstein í gær.„Fyrir mér er skaðleg karlmennska það að ég megi ekki eða geti ekki sýnt ákveðna hegðun eða litið ákveðið út. Sögurnar eru að draga þetta fram. Eitruð karlmennska er fyrir mér að mega ekki vera eitthvað ákveðið og þurfa vera eitthvað ákveðið. Tilfinningalaus, sterkbyggður, hávaxinn, með stórt typpi og gagnkynhneigður.“ Hann segir að til mynda hafi borið á sögum að menn hafi verið lagðir í einelti fyrir það eitt að hafa ekki áhuga á fótbolta. „Áhugi manna á því að æfa fimleika eða dans fjaraði út vegna rótgróinnar kvenfyrirlitningar af því að við erum einhvern veginn þannig að við fyrirlítum stráka sem aðhyllast hluti sem teljast sem kvenlegir.“ Þorsteinn lék lengi vel knattspyrnu með ÍR en hvernig fer maður úr fótboltanum yfir í femínismann? „Ég hef unnið í félagsmiðstöð síðan 2006 og hef fengið ansi gott uppeldi frá ÍTR og núna SFS hjá Reykjavíkurborg í svona samfélagsumræðunni. Það er klárlega eitt atvik sem verður til þess að ég fer að kalla mig femínista. Ég naglalakka mig, ásamt nokkrum unglingsstrákum, í félagsmiðstöðinni fyrir fjórum árum síðan og held naglalakkinu á mér yfir ákveðinn tíma. Athugasemdirnar og þessi tilfinning sem ég fékk fyrir það að vera með naglalakk á mér yfir ákveðinn tíma fékk mig til að hugsa.“ Hann segir að fólk hafi líkt honum við konu. „Eins og það væri neikvætt. Og fólk spurði mig hvort ég væri að koma út úr skápnum. Fékk hæðnisathugasemdir stútfullar af kvenfyrirlitningu og hommafóbíu og mér leið svo illa að vera þarna. Ég fer í femínismann út frá þessu en var mjög lengi að byrja kalla mig femínista, af því að mér fannst það allt of kvenlegt orð.“ Þorsteinn er í 3. sæti á lista VG fyrir Borgarstjórnarkosningarnar í vor. „Ég valdi meðal annars Vinstri Græna vegna stefnu þeirra í tengslum við femínisma. Mér finnst bara heimskulegt að vera ekki femínisti.“#karlmennskan Tweets Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Undanfarna viku hafa fjölmargir karlmenn deilt sögum úr sínu lífi á netinu í umræðu um karlmennsku. Forsprakki umræðunnar heitir Þorsteinn V. Einarsson og segir hann augljóst að umræðan sé þörf. „Umræðan snýst um að taka umræðuna um þessa ótrúlega þröngu skilgreiningu um karlmennskuna og þennan þrönga ramma sem karlmenn mega vera innan,“ segir Þorsteinn í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég hvatti karlmenn til að stíga fram og deila reynslu sinni að búa við þetta heftaða kynjaða kerfi. Kerfi sem lýsir sér þannig að sem strákur veistu nákvæmlega til hvers er ætlast af þér, eða kannski frekar þú veist nákvæmlega til hvers er ekki ætlast af þér.“ Þorsteinn segir að umræðan hafi sýnt það að karlmenn megi ekki vera stelpulegir eða hommalegir. „Við megum ekki sýna tilfinningar, við megum ekki vera of mjúkir. Við eigum samt að vera nærgætnir, en ekki of nærgætnir eða of einlægir. Ef við höldum áfram að tala um þessa hluti þá held ég að við komumst á þann stað að menn bara upplifi frelsi og viti hvað þeir vilji vera. Rannsóknir sýna að karlmenn eru óöruggir með það til hvers sé ætlast af þeim.“ Þorsteinn hefur talað um eitraða karlmennsku og skaðlega karlmennsku í tengslum við málið.Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Þorstein í gær.„Fyrir mér er skaðleg karlmennska það að ég megi ekki eða geti ekki sýnt ákveðna hegðun eða litið ákveðið út. Sögurnar eru að draga þetta fram. Eitruð karlmennska er fyrir mér að mega ekki vera eitthvað ákveðið og þurfa vera eitthvað ákveðið. Tilfinningalaus, sterkbyggður, hávaxinn, með stórt typpi og gagnkynhneigður.“ Hann segir að til mynda hafi borið á sögum að menn hafi verið lagðir í einelti fyrir það eitt að hafa ekki áhuga á fótbolta. „Áhugi manna á því að æfa fimleika eða dans fjaraði út vegna rótgróinnar kvenfyrirlitningar af því að við erum einhvern veginn þannig að við fyrirlítum stráka sem aðhyllast hluti sem teljast sem kvenlegir.“ Þorsteinn lék lengi vel knattspyrnu með ÍR en hvernig fer maður úr fótboltanum yfir í femínismann? „Ég hef unnið í félagsmiðstöð síðan 2006 og hef fengið ansi gott uppeldi frá ÍTR og núna SFS hjá Reykjavíkurborg í svona samfélagsumræðunni. Það er klárlega eitt atvik sem verður til þess að ég fer að kalla mig femínista. Ég naglalakka mig, ásamt nokkrum unglingsstrákum, í félagsmiðstöðinni fyrir fjórum árum síðan og held naglalakkinu á mér yfir ákveðinn tíma. Athugasemdirnar og þessi tilfinning sem ég fékk fyrir það að vera með naglalakk á mér yfir ákveðinn tíma fékk mig til að hugsa.“ Hann segir að fólk hafi líkt honum við konu. „Eins og það væri neikvætt. Og fólk spurði mig hvort ég væri að koma út úr skápnum. Fékk hæðnisathugasemdir stútfullar af kvenfyrirlitningu og hommafóbíu og mér leið svo illa að vera þarna. Ég fer í femínismann út frá þessu en var mjög lengi að byrja kalla mig femínista, af því að mér fannst það allt of kvenlegt orð.“ Þorsteinn er í 3. sæti á lista VG fyrir Borgarstjórnarkosningarnar í vor. „Ég valdi meðal annars Vinstri Græna vegna stefnu þeirra í tengslum við femínisma. Mér finnst bara heimskulegt að vera ekki femínisti.“#karlmennskan Tweets
Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira